Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2016 16:30 Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45