Fabian Gomez sigraði á Sony Open eftir ótrúlegan lokahring 18. janúar 2016 16:45 Gomez ásamt dóttur sinni og kylfusveini þegar að sigurinn var ljós. Getty Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á Sony Open sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á innan við ári. Gomez var fjórum höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn en hann lék magnað golf í hitanum á Hawaii í gær og kom inn á 62 höggum eða átta undir pari. Hann fékk alls tíu fugla á lokahringnum sem komu honum í bráðabana á móti Brandt Snedeker sem hafði verið í forystunni nánast allt mótið en þar hafði Gomez betur eftir að hafa fengið enn einn fuglinn á 18. holuna á Waialae vellinum. Bandaríkjamaðurinn ungi, Zac Blair, endaði einn í þriðja sæti á 19 undir pari samtals, einu á eftir Snedeker og Gomez en hann missti stutt pútt á lokaholunni til að komast í bráðabanan. Fyrir sigurinn fékk Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt mögulegu sæti á ólympíuleikunum í Ríó í sumar fyrir hönd Argentínu. Næsta stóra mót í golfheiminum fer fram um næstu helgi en þá munu Jordan Spieth, Rory McIlroy og fleiri sterkir kylfingar berjast um Abu Dhabi meistaratitilinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á Sony Open sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á innan við ári. Gomez var fjórum höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn en hann lék magnað golf í hitanum á Hawaii í gær og kom inn á 62 höggum eða átta undir pari. Hann fékk alls tíu fugla á lokahringnum sem komu honum í bráðabana á móti Brandt Snedeker sem hafði verið í forystunni nánast allt mótið en þar hafði Gomez betur eftir að hafa fengið enn einn fuglinn á 18. holuna á Waialae vellinum. Bandaríkjamaðurinn ungi, Zac Blair, endaði einn í þriðja sæti á 19 undir pari samtals, einu á eftir Snedeker og Gomez en hann missti stutt pútt á lokaholunni til að komast í bráðabanan. Fyrir sigurinn fékk Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt mögulegu sæti á ólympíuleikunum í Ríó í sumar fyrir hönd Argentínu. Næsta stóra mót í golfheiminum fer fram um næstu helgi en þá munu Jordan Spieth, Rory McIlroy og fleiri sterkir kylfingar berjast um Abu Dhabi meistaratitilinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira