Fabian Gomez sigraði á Sony Open eftir ótrúlegan lokahring 18. janúar 2016 16:45 Gomez ásamt dóttur sinni og kylfusveini þegar að sigurinn var ljós. Getty Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á Sony Open sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á innan við ári. Gomez var fjórum höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn en hann lék magnað golf í hitanum á Hawaii í gær og kom inn á 62 höggum eða átta undir pari. Hann fékk alls tíu fugla á lokahringnum sem komu honum í bráðabana á móti Brandt Snedeker sem hafði verið í forystunni nánast allt mótið en þar hafði Gomez betur eftir að hafa fengið enn einn fuglinn á 18. holuna á Waialae vellinum. Bandaríkjamaðurinn ungi, Zac Blair, endaði einn í þriðja sæti á 19 undir pari samtals, einu á eftir Snedeker og Gomez en hann missti stutt pútt á lokaholunni til að komast í bráðabanan. Fyrir sigurinn fékk Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt mögulegu sæti á ólympíuleikunum í Ríó í sumar fyrir hönd Argentínu. Næsta stóra mót í golfheiminum fer fram um næstu helgi en þá munu Jordan Spieth, Rory McIlroy og fleiri sterkir kylfingar berjast um Abu Dhabi meistaratitilinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á Sony Open sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á innan við ári. Gomez var fjórum höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn en hann lék magnað golf í hitanum á Hawaii í gær og kom inn á 62 höggum eða átta undir pari. Hann fékk alls tíu fugla á lokahringnum sem komu honum í bráðabana á móti Brandt Snedeker sem hafði verið í forystunni nánast allt mótið en þar hafði Gomez betur eftir að hafa fengið enn einn fuglinn á 18. holuna á Waialae vellinum. Bandaríkjamaðurinn ungi, Zac Blair, endaði einn í þriðja sæti á 19 undir pari samtals, einu á eftir Snedeker og Gomez en hann missti stutt pútt á lokaholunni til að komast í bráðabanan. Fyrir sigurinn fékk Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt mögulegu sæti á ólympíuleikunum í Ríó í sumar fyrir hönd Argentínu. Næsta stóra mót í golfheiminum fer fram um næstu helgi en þá munu Jordan Spieth, Rory McIlroy og fleiri sterkir kylfingar berjast um Abu Dhabi meistaratitilinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira