Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. vísir/gva Meirihluti sjómanna í Verkalýðsfélagi Akraness samþykkti fyrir helgi að hefja undirbúning verkfallsaðgerða, eða tæp 82 prósent. Unnið er að sambærilegum könnunum vítt og breitt um landið til að kanna afstöðu sjómanna til hvaða aðgerða á að grípa.Kröfur SFS ósvífnar Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir flest benda til þess að önnur félög samþykki að grípa til aðgerða. Ekkert hafi miðað í samningaviðræðunum, enda séu kröfur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), með öllu óraunhæfar. „Það var fundað síðast 4. desember þegar það slitnaði upp úr viðræðunum. Þeir [SFS] hafa sagt nei við öllum okkar kröfum. Kröfur þeirra á hendur sjómönnum eru svo háar að það er í raun algjör ósvífni,“ segir Konráð, en Sjómannafélagið samþykkti á dögunum með rúmlega 90 prósent atkvæða að hefja undirbúningsaðgerðir. Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Þeirra helstu kröfur snúa meðal annars að verðlagsmálum á sjávarafurðum, mönnunarmálum um borð - en margir sjómenn telja öryggi og velferð þeirra ógnað vegna fækkunar um borð í uppsjávarskipum, og leiðréttingu vegna afnáms sjómannaafsláttar sem tekinn var af sjómönnum.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞolinmæðin á þrotum Konráð segir að um sé að ræða eðlilegar kröfur. Útgerðarmenn hins vegar neiti að ræða þær. Þolinmæði sjómanna sé því á þrotum. „Við erum að detta yfir fimm árin án kjarasamnings. Menn eru orðnir þreyttir á því enda er orðið svo langt síðan við höfum fengið viðræður um okkar kjarasamning að núna þarf bara eitthvað að gerast, það er bráðnauðsynlegt,“ segir hann. Niðurstaða um hvort undirbúa eigi verkfallsaðgerðir ætti að liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. Konráð segist telja líklegt að niðurstöður verði afgerandi. Fari svo, og takist ekki samningar, muni verkfall að öllum líkindum skella á í apríl/maí. „Ég ætla að vona að guð gefi það að við þurfum ekki að fara í verkfall. En þessu verður fylgt eftir af fullri hörku til enda ef ekki semst, sem ég ætla að vona að okkur takist. Ég vona að við náum að gera samning og koma honum í atkvæðagreiðslu til sjómanna áður en af því verður.“Sjá einnig: Útgerðarmenn segja til greina koma að slá af kröfum sínumSextán ár frá síðasta verkfalli Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Konráð segist ekki farinn að hugsa út í það hvort lög verði sett á hugsanlegt verkfall. Hins vegar sé ljóst að það muni hafa umtalsverð áhrif. „Þetta er það sem við lifum á, fiskveiðarnar. Þannig að það er klárt mál að verkfall er neyðarbrauð og skapar yfirleitt öllum tjón. En þegar atvinnurekendur koma fram með þessum hætti, sem þeir hafa sýnt sjómönnum, þá er ekkert annað úrræði eftir. Við höfum sýnt mikla þolinmæði í þessu öllu saman, enda komið á sjötta ár, þannig að það hefur ekki verið skortur á þolinmæði hjá okkur. En þeir hafa sagt nei við öllum okkar óskum um breytingu á kjarasamningi og sagst ekki ræða við okkur fyrr en við séum tilbúin til að ræða þeirra kröfur um lækkun launa sjómanna um 25-30 þúsund milljónir. Eðli máls samkvæmt ljáum við ekki máls á því.“ Í umræddum skoðanakönnunum eru sjómenn spurðir að því hvort þeir vilji óbreytt ástand, það er samninga lausa áfram, að semja um hækkun kauptryggingar, launaliða og þrjú önnur atriði, eða undirbúa verkfallsaðgerðir. Í könnun Verkalýðsfélags Akraness sögðust 81,8 prósent vilja hefja undirbúning verkfallsaðgerða og 18,2 prósent vildu semja um hækkun kauptryggingar og launaliða. Enginn vildi óbreytt ástand. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Harmar að hafa sagt sjómanni að „skíta í píkuna á sér“ Formaður Sjómannasambands Íslands segist ekki hafa átt að tjá sig með þessum hætti í nafni sambandsins. 30. desember 2015 10:18 Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Meirihluti sjómanna í Verkalýðsfélagi Akraness samþykkti fyrir helgi að hefja undirbúning verkfallsaðgerða, eða tæp 82 prósent. Unnið er að sambærilegum könnunum vítt og breitt um landið til að kanna afstöðu sjómanna til hvaða aðgerða á að grípa.Kröfur SFS ósvífnar Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir flest benda til þess að önnur félög samþykki að grípa til aðgerða. Ekkert hafi miðað í samningaviðræðunum, enda séu kröfur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), með öllu óraunhæfar. „Það var fundað síðast 4. desember þegar það slitnaði upp úr viðræðunum. Þeir [SFS] hafa sagt nei við öllum okkar kröfum. Kröfur þeirra á hendur sjómönnum eru svo háar að það er í raun algjör ósvífni,“ segir Konráð, en Sjómannafélagið samþykkti á dögunum með rúmlega 90 prósent atkvæða að hefja undirbúningsaðgerðir. Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Þeirra helstu kröfur snúa meðal annars að verðlagsmálum á sjávarafurðum, mönnunarmálum um borð - en margir sjómenn telja öryggi og velferð þeirra ógnað vegna fækkunar um borð í uppsjávarskipum, og leiðréttingu vegna afnáms sjómannaafsláttar sem tekinn var af sjómönnum.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞolinmæðin á þrotum Konráð segir að um sé að ræða eðlilegar kröfur. Útgerðarmenn hins vegar neiti að ræða þær. Þolinmæði sjómanna sé því á þrotum. „Við erum að detta yfir fimm árin án kjarasamnings. Menn eru orðnir þreyttir á því enda er orðið svo langt síðan við höfum fengið viðræður um okkar kjarasamning að núna þarf bara eitthvað að gerast, það er bráðnauðsynlegt,“ segir hann. Niðurstaða um hvort undirbúa eigi verkfallsaðgerðir ætti að liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. Konráð segist telja líklegt að niðurstöður verði afgerandi. Fari svo, og takist ekki samningar, muni verkfall að öllum líkindum skella á í apríl/maí. „Ég ætla að vona að guð gefi það að við þurfum ekki að fara í verkfall. En þessu verður fylgt eftir af fullri hörku til enda ef ekki semst, sem ég ætla að vona að okkur takist. Ég vona að við náum að gera samning og koma honum í atkvæðagreiðslu til sjómanna áður en af því verður.“Sjá einnig: Útgerðarmenn segja til greina koma að slá af kröfum sínumSextán ár frá síðasta verkfalli Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Konráð segist ekki farinn að hugsa út í það hvort lög verði sett á hugsanlegt verkfall. Hins vegar sé ljóst að það muni hafa umtalsverð áhrif. „Þetta er það sem við lifum á, fiskveiðarnar. Þannig að það er klárt mál að verkfall er neyðarbrauð og skapar yfirleitt öllum tjón. En þegar atvinnurekendur koma fram með þessum hætti, sem þeir hafa sýnt sjómönnum, þá er ekkert annað úrræði eftir. Við höfum sýnt mikla þolinmæði í þessu öllu saman, enda komið á sjötta ár, þannig að það hefur ekki verið skortur á þolinmæði hjá okkur. En þeir hafa sagt nei við öllum okkar óskum um breytingu á kjarasamningi og sagst ekki ræða við okkur fyrr en við séum tilbúin til að ræða þeirra kröfur um lækkun launa sjómanna um 25-30 þúsund milljónir. Eðli máls samkvæmt ljáum við ekki máls á því.“ Í umræddum skoðanakönnunum eru sjómenn spurðir að því hvort þeir vilji óbreytt ástand, það er samninga lausa áfram, að semja um hækkun kauptryggingar, launaliða og þrjú önnur atriði, eða undirbúa verkfallsaðgerðir. Í könnun Verkalýðsfélags Akraness sögðust 81,8 prósent vilja hefja undirbúning verkfallsaðgerða og 18,2 prósent vildu semja um hækkun kauptryggingar og launaliða. Enginn vildi óbreytt ástand.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Harmar að hafa sagt sjómanni að „skíta í píkuna á sér“ Formaður Sjómannasambands Íslands segist ekki hafa átt að tjá sig með þessum hætti í nafni sambandsins. 30. desember 2015 10:18 Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Harmar að hafa sagt sjómanni að „skíta í píkuna á sér“ Formaður Sjómannasambands Íslands segist ekki hafa átt að tjá sig með þessum hætti í nafni sambandsins. 30. desember 2015 10:18
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58
Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00