Framkvæmda-ógleði Berglind Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Milli þess sem ég skelli uppúr yfir skoðunum fólks á listamannalaunum og lifi mínu eðlilega lífi vinn ég hörðum höndum að því að gera upp nýju íbúðina mína. Eða þið vitið, fylgist með smiðunum gera það. Ég hef aldrei átt íbúð áður en ég keypti nýlega ógeðslega ljóta íbúð á mjög lítinn pening og er að eyða mjög miklum pening í að gera hana sæta. Allt í einu snýst líf mitt um múr, fúgur, flísar, plötur og deildir innan Byko. Það versta við þessar framkvæmdir er að ég skil aldrei hvað er í gangi og veit ekki hvað neitt heitir. Alltaf þegar ég mæti á svæðið eru iðnaðarmennirnir á fullu að gera eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að þyrfti að gera. Ég hélt (vonaði) að þeir myndu bara mála yfir allt sem væri ljótt og ég gæti flutt inn nokkrum dögum síðar. En nei, það þarf að kaupa rör, múra veggi, kaupa lista og leggja leiðslur sem mig óraði ekki fyrir. Og svo senda þeir mig út í búð. Ég held stundum að þeir leiki sér að því að biðja mig að kaupa eitthvað sem er ekki til, því í hvert sinn sem ég geri mér ferð í verslanirnar, sem eru allar nefndar eftir einhverjum mönnum (S. Helgason, Ísleifur Jónsson, Þ. Þorgrímsson, Kalli Kallason) tekur á móti mér starfsmaður sem skilur ekkert hvað ég er að tala um.Já daginn, ég átti að kaupa hérna eitt spliff.SPLIFF?Ha? Já, er það ekki til?Jújú, hvernig spliff?Eeeeee. Og svo þurfa þeir að vita hvort ég vildi hvítt eða svart og á endanum líður yfir mig. Svo ranka ég við mér, kaupi vitlaust spliff og þarf að fara aðra ferð í búðina að fá rétt. Ég hlakka mjög til þess að eiga notalegar stundir í nýju íbúðinni, en aðallega hlakka ég til að það renni upp laugardagur sem ég þarf ekki að eyða í flísabúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Milli þess sem ég skelli uppúr yfir skoðunum fólks á listamannalaunum og lifi mínu eðlilega lífi vinn ég hörðum höndum að því að gera upp nýju íbúðina mína. Eða þið vitið, fylgist með smiðunum gera það. Ég hef aldrei átt íbúð áður en ég keypti nýlega ógeðslega ljóta íbúð á mjög lítinn pening og er að eyða mjög miklum pening í að gera hana sæta. Allt í einu snýst líf mitt um múr, fúgur, flísar, plötur og deildir innan Byko. Það versta við þessar framkvæmdir er að ég skil aldrei hvað er í gangi og veit ekki hvað neitt heitir. Alltaf þegar ég mæti á svæðið eru iðnaðarmennirnir á fullu að gera eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að þyrfti að gera. Ég hélt (vonaði) að þeir myndu bara mála yfir allt sem væri ljótt og ég gæti flutt inn nokkrum dögum síðar. En nei, það þarf að kaupa rör, múra veggi, kaupa lista og leggja leiðslur sem mig óraði ekki fyrir. Og svo senda þeir mig út í búð. Ég held stundum að þeir leiki sér að því að biðja mig að kaupa eitthvað sem er ekki til, því í hvert sinn sem ég geri mér ferð í verslanirnar, sem eru allar nefndar eftir einhverjum mönnum (S. Helgason, Ísleifur Jónsson, Þ. Þorgrímsson, Kalli Kallason) tekur á móti mér starfsmaður sem skilur ekkert hvað ég er að tala um.Já daginn, ég átti að kaupa hérna eitt spliff.SPLIFF?Ha? Já, er það ekki til?Jújú, hvernig spliff?Eeeeee. Og svo þurfa þeir að vita hvort ég vildi hvítt eða svart og á endanum líður yfir mig. Svo ranka ég við mér, kaupi vitlaust spliff og þarf að fara aðra ferð í búðina að fá rétt. Ég hlakka mjög til þess að eiga notalegar stundir í nýju íbúðinni, en aðallega hlakka ég til að það renni upp laugardagur sem ég þarf ekki að eyða í flísabúð.