Tónlist

Blackstar vinsælust vestanhafs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
David Bowie í myndbandinu við lagið Lazarus.
David Bowie í myndbandinu við lagið Lazarus. skjáskot
Síðasta plata Davids heitins Bowie, Blackstar, sem gefin var út tveimur dögum áður en hann lést á sunnudaginn síðastliðinn, fór beint á toppinn á bandaríska Billboard-vinsælda listanum.

Þetta kemur fram á vefsíðu listans en þar segir einnig að platan hafi selst í 174 þúsund eintökum vestanhafs í vikunni. Þá seldist hún í öðrum 181 þúsund stafrænum eintökum á netinu fram til 14. janúar.

Þá rauk platan í fyrsta sæti iTunes-sölulistans nánast um leið og fréttir bárust af dauða rokkarans. Þá greindi Spotify frá því að hlustun á tónlist hans hefði aukist um 2.700 prósent eftir að fregnir bárust af andláti hans

Sjá einnig: David Bowie látinn

Þetta er besta fyrsta söluvika fyrir plötu Bowie frá árinu 1991. Ljóst er að aðdáendur tóku andlát rokkarans nærri sér því alls rötuðu 8 aðrar plötur Bowie á listann yfir 200 söluhæstu plöturnar í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Þar af voru tvær þeirra meðal þeirra 40 vinsælustu; Best of Bowie sem hóf sig upp í fjórða sæti og The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders From Mars sem rataði í það tuttugasta og fyrsta.

David Bowie lést á sunnudaginn síðastliðinn, þann 10. þessa mánaðar, eftir 18 mánaða langa baráttu við krabbamein.


Tengdar fréttir

Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar

Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna.

Mikil stemning fyrir að heiðra minningu Bowies

Allt stefnir í að aðsóknarmet verði slegið í Bíói Paradís, en á sunnudaginn munu Svartir sunnudagar beina sjónum sínum að leikaranum David Bowie, sem fjölmargir hafa áhuga á að sameinast yfir á hvíta tjaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.