Tveir efstir fyrir lokahringinn á Hawaii 17. janúar 2016 12:37 Zac Blair eltir sinn fyrsta sigur á Hawaii. Getty Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer á Hawaii en tveir kylfingar deila efsta sætinu á 16 undir pari. Það eru þeir Brandt Snedeker og hinn ungi Zac Blair en Blair freistar þess að sigra á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Hann þarf þá að sýna stáltaugar á lokahringnum þar sem Snedeker virðist vera í frábæri formi en þessi reynslumikli Bandaríkjamaður hefur leikið vel undanfarið til dæmis aðeins fengið tvo skolla á síðustu fimm hringjum sínum á mótaröðinni. Kevin Kisner kemur einn í þriðja sæti á 15 undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim á einnig séns á titlinum í kvöld ef hann leikur vel en hann er einn í fjórða á 14 undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, þarf á kraftaverki að halda ætli hann sér að verja titilinn en hann er jafn í 35. sæti á átta undir pari eftir hringina þrjá. Bein útsending frá lokahringnum hefst klukkan 23:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer á Hawaii en tveir kylfingar deila efsta sætinu á 16 undir pari. Það eru þeir Brandt Snedeker og hinn ungi Zac Blair en Blair freistar þess að sigra á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Hann þarf þá að sýna stáltaugar á lokahringnum þar sem Snedeker virðist vera í frábæri formi en þessi reynslumikli Bandaríkjamaður hefur leikið vel undanfarið til dæmis aðeins fengið tvo skolla á síðustu fimm hringjum sínum á mótaröðinni. Kevin Kisner kemur einn í þriðja sæti á 15 undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim á einnig séns á titlinum í kvöld ef hann leikur vel en hann er einn í fjórða á 14 undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, þarf á kraftaverki að halda ætli hann sér að verja titilinn en hann er jafn í 35. sæti á átta undir pari eftir hringina þrjá. Bein útsending frá lokahringnum hefst klukkan 23:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira