Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 11:00 Conor McGregor og Gunnar Nelson. Vísir/Getty Írski bardagamaðurinn Conor McGregor keppir næst 5. mars næstkomandi og ætlar þá að reyna að endurskrifa UFC-söguna með því að náð að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor vann goðsögnina Jose Aldo í desember og var aðeins þrettán sekúndur af því og tryggði sér með því heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Nú ætlar hann að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í léttvigt með því að vinna Rafael dos Anjos í mars. Hinn 27 ára gamli tekur heimsmeistaratitilinn af Rafael dos Anjos og takist það hjá honum verður hann fyrsti UFC-bardagamaðurinn sem verður handhafi tveggja heimsmeistaratitla á sama tíma. Conor McGregor hefur verið yfirlýsingaglaður eins og áður og hefur þegar hótað því að "afhausa" Rafael dos Anjos í hringnum. Conor McGregor ætlar ekki að hætta þar og ef marka má viðtal við þjálfara hans og Gunnars Nelson, John Kavanagh, þá er möguleiki að Conor reyni einnig að vinna heimsmeistaratitilinn í veltivigt í framtíðinni.Sjá einnig:Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Gunnar Nelson keppir í veltivigtinni og þar sem hann og Conor McGregor æfa mikið saman þá þekkir Írinn það að vel að glíma við mann í þessum þyngdarflokki. „Conor hefur þurft að létta sig niður í 145 pund síðan hann var sextán ára. Hann er nú 27 ára gamall og það væri gott fyrir hann að sleppa við að létta sig svona," sagði John Kavanagh við Daily Star. „Við höfum samt gert það mörgum sinnum áður og munum líka gera það aftur. Það hefur aldrei gengið jafnvel að létta sig eins og fyrir Aldo-bardagann og við getum þakkað George Lockhart fyrir hjálpina. Hann er líka með fyrir þennan bardaga og er orðinn hluti af liðinu okkar," sagði Kavanagh.Sjá einnig:Conor fékk að minnsta kosti 35 milljónir fyrir hverja sekúndu í búrinu „Þið hafið séð Conor þegar hann þarf að borða salat fyrir bardaga og nú getið þið séð hvernig hann er þegar hann fær að borða steik. Kannski munum við heldur ekki stoppa þar. Ég hef sagt það allan tímann að það kemur jafnvel til greina að taka veltivigtartitilinn líka. Einn af aðalæfingafélögum Conors, Gunnar Nelson, er veltivigtarmaður og Conor þekkir því þennan þyngdarflokk vel," sagði Kavanagh. „Það þarf ekki að koma á óvart ef við förum að undirbúa atlögu að þriðja heimsmeistarabeltinu eftir eitt ár," sagði Kavanagh að lokum. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson átti eina af tíu bestu hengingum ársins í UFC | Myndband Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch með stæl og komst á árslista UFC. 27. desember 2015 19:30 Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis Bardagakappinn efstur í kosningunni annað árið í röð. 5. janúar 2016 09:00 Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi Fréttir af Gunnari Nelson, Conor McGregor og Rondu Rousey voru mjög vinsælar á Vísi á síðasta ári. 5. janúar 2016 10:30 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar: Mætti halda að jólasveinninn byggi heima hjá mömmu Gunnar Nelson borðaði rjúpu á jólunum en gat ekki sagt frá því hvað fuglinn heitir á ensku. 29. desember 2015 17:39 Spaugileg mynd af Gunnari Nelsson veitir netverjum innblástur Skemmtilegur leikur hefur myndast á bandarísku vefsíðunni Reddit í kringum myndina. 2. janúar 2016 21:03 Þjálfari Gunnars Nelson gefur út ævisögu sína í sumar John Kavanagh segir sögu sína allt frá barnæsku þar til hann bjó til heimsmeistara í UFC. 7. janúar 2016 12:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Írski bardagamaðurinn Conor McGregor keppir næst 5. mars næstkomandi og ætlar þá að reyna að endurskrifa UFC-söguna með því að náð að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor vann goðsögnina Jose Aldo í desember og var aðeins þrettán sekúndur af því og tryggði sér með því heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Nú ætlar hann að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í léttvigt með því að vinna Rafael dos Anjos í mars. Hinn 27 ára gamli tekur heimsmeistaratitilinn af Rafael dos Anjos og takist það hjá honum verður hann fyrsti UFC-bardagamaðurinn sem verður handhafi tveggja heimsmeistaratitla á sama tíma. Conor McGregor hefur verið yfirlýsingaglaður eins og áður og hefur þegar hótað því að "afhausa" Rafael dos Anjos í hringnum. Conor McGregor ætlar ekki að hætta þar og ef marka má viðtal við þjálfara hans og Gunnars Nelson, John Kavanagh, þá er möguleiki að Conor reyni einnig að vinna heimsmeistaratitilinn í veltivigt í framtíðinni.Sjá einnig:Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Gunnar Nelson keppir í veltivigtinni og þar sem hann og Conor McGregor æfa mikið saman þá þekkir Írinn það að vel að glíma við mann í þessum þyngdarflokki. „Conor hefur þurft að létta sig niður í 145 pund síðan hann var sextán ára. Hann er nú 27 ára gamall og það væri gott fyrir hann að sleppa við að létta sig svona," sagði John Kavanagh við Daily Star. „Við höfum samt gert það mörgum sinnum áður og munum líka gera það aftur. Það hefur aldrei gengið jafnvel að létta sig eins og fyrir Aldo-bardagann og við getum þakkað George Lockhart fyrir hjálpina. Hann er líka með fyrir þennan bardaga og er orðinn hluti af liðinu okkar," sagði Kavanagh.Sjá einnig:Conor fékk að minnsta kosti 35 milljónir fyrir hverja sekúndu í búrinu „Þið hafið séð Conor þegar hann þarf að borða salat fyrir bardaga og nú getið þið séð hvernig hann er þegar hann fær að borða steik. Kannski munum við heldur ekki stoppa þar. Ég hef sagt það allan tímann að það kemur jafnvel til greina að taka veltivigtartitilinn líka. Einn af aðalæfingafélögum Conors, Gunnar Nelson, er veltivigtarmaður og Conor þekkir því þennan þyngdarflokk vel," sagði Kavanagh. „Það þarf ekki að koma á óvart ef við förum að undirbúa atlögu að þriðja heimsmeistarabeltinu eftir eitt ár," sagði Kavanagh að lokum.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson átti eina af tíu bestu hengingum ársins í UFC | Myndband Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch með stæl og komst á árslista UFC. 27. desember 2015 19:30 Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis Bardagakappinn efstur í kosningunni annað árið í röð. 5. janúar 2016 09:00 Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi Fréttir af Gunnari Nelson, Conor McGregor og Rondu Rousey voru mjög vinsælar á Vísi á síðasta ári. 5. janúar 2016 10:30 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar: Mætti halda að jólasveinninn byggi heima hjá mömmu Gunnar Nelson borðaði rjúpu á jólunum en gat ekki sagt frá því hvað fuglinn heitir á ensku. 29. desember 2015 17:39 Spaugileg mynd af Gunnari Nelsson veitir netverjum innblástur Skemmtilegur leikur hefur myndast á bandarísku vefsíðunni Reddit í kringum myndina. 2. janúar 2016 21:03 Þjálfari Gunnars Nelson gefur út ævisögu sína í sumar John Kavanagh segir sögu sína allt frá barnæsku þar til hann bjó til heimsmeistara í UFC. 7. janúar 2016 12:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Gunnar Nelson átti eina af tíu bestu hengingum ársins í UFC | Myndband Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch með stæl og komst á árslista UFC. 27. desember 2015 19:30
Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis Bardagakappinn efstur í kosningunni annað árið í röð. 5. janúar 2016 09:00
Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi Fréttir af Gunnari Nelson, Conor McGregor og Rondu Rousey voru mjög vinsælar á Vísi á síðasta ári. 5. janúar 2016 10:30
Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00
Gunnar: Mætti halda að jólasveinninn byggi heima hjá mömmu Gunnar Nelson borðaði rjúpu á jólunum en gat ekki sagt frá því hvað fuglinn heitir á ensku. 29. desember 2015 17:39
Spaugileg mynd af Gunnari Nelsson veitir netverjum innblástur Skemmtilegur leikur hefur myndast á bandarísku vefsíðunni Reddit í kringum myndina. 2. janúar 2016 21:03
Þjálfari Gunnars Nelson gefur út ævisögu sína í sumar John Kavanagh segir sögu sína allt frá barnæsku þar til hann bjó til heimsmeistara í UFC. 7. janúar 2016 12:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum