Sport

Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor og Gunnar Nelson.
Conor McGregor og Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Írski bardagamaðurinn Conor McGregor keppir næst 5. mars næstkomandi og ætlar þá að reyna að endurskrifa UFC-söguna með því að náð að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma.

Conor McGregor vann goðsögnina Jose Aldo í desember og var aðeins þrettán sekúndur af því og tryggði sér með því heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Nú ætlar hann að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í léttvigt með því að vinna Rafael dos Anjos í mars.

Hinn 27 ára gamli tekur heimsmeistaratitilinn af Rafael dos Anjos og takist það hjá honum verður hann fyrsti UFC-bardagamaðurinn sem verður handhafi tveggja heimsmeistaratitla á sama tíma.

Conor McGregor hefur verið yfirlýsingaglaður eins og áður og hefur þegar hótað því að "afhausa" Rafael dos Anjos í hringnum.

Conor McGregor ætlar ekki að hætta þar og ef marka má viðtal við þjálfara hans og Gunnars Nelson, John Kavanagh, þá er möguleiki að Conor reyni einnig að vinna heimsmeistaratitilinn í veltivigt í framtíðinni.

Sjá einnig:Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með

Gunnar Nelson keppir í veltivigtinni og þar sem hann og Conor McGregor æfa mikið saman þá þekkir Írinn það að vel að glíma við mann í þessum þyngdarflokki.

„Conor hefur þurft að létta sig niður í 145 pund síðan hann var sextán ára. Hann er nú 27 ára gamall og það væri gott fyrir hann að sleppa við að létta sig svona," sagði John Kavanagh við Daily Star.

„Við höfum samt gert það mörgum sinnum áður og munum líka gera það aftur. Það hefur aldrei gengið jafnvel að létta sig eins og fyrir Aldo-bardagann og við getum þakkað George Lockhart fyrir hjálpina. Hann er líka með fyrir þennan bardaga og er orðinn hluti af liðinu okkar," sagði Kavanagh.

Sjá einnig:Conor fékk að minnsta kosti 35 milljónir fyrir hverja sekúndu í búrinu

„Þið hafið séð Conor þegar hann þarf að borða salat fyrir bardaga og nú getið þið séð hvernig hann er þegar hann fær að borða steik. Kannski munum við heldur ekki stoppa þar. Ég hef sagt það allan tímann að það kemur jafnvel til greina að taka veltivigtartitilinn líka. Einn af aðalæfingafélögum Conors, Gunnar Nelson, er veltivigtarmaður og Conor þekkir því þennan þyngdarflokk vel," sagði Kavanagh.

„Það þarf ekki að koma á óvart ef við förum að undirbúa atlögu að þriðja heimsmeistarabeltinu eftir eitt ár," sagði Kavanagh að lokum.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×