Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2016 21:05 Löggæslumenn að störfum í Ouagadougou þegar kosningar fóru fram þar undir lok síðasta árs. VÍSIR/EPA Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016 Búrkína Fasó Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016
Búrkína Fasó Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira