Ekki taka niður jólaljósin Þórlindur Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Mörg okkar nota áramótin til þess að velta fyrir okkur hvernig við getum gert líf okkar betra á nýju ári. Hátíðinni fylgja gjarnan heitstrengingar um hollara mataræði, hóflegri drykkju, innilegri samverustundir með fjölskyldu og vinum, minna sjónvarpsgláp og internetráp, meiri núvitund og meðvitund; fara oftar í sund og vera sjaldnar of sein á fund. Vakna fyrr og sitja minna kyrr. Elska meira og njóta, hætta að snúsa og hrjóta.Brostnar janúarvonir Allt eru þetta heilbrigðar og hollar hugsanir. En það fer oft með fögur fyrirheit um áramót eins og metnaðarfull dagsplön gerð seint að kvöldi—þegar kemur að því að framkvæma fyrirætlanirnar þá er enn til staðar hin daglega glíma við sjálfan sig og viðfangsefni hversdagsins. Þess vegna verða áramótaheitin gjarnan uppspretta vonbrigða og óánægju þegar illa gengur að umturna lífinu til hins betra á fyrstu vikum ársins. En við ættum ef til vill að vera ögn skilningsríkari á aðstæður og umburðarlyndari gagnvart sjálfum okkur. Janúarmánuður er dimmur og kaldur, með tilheyrandi kvefpestum, sleni og framtaksleysi—og mjög oft depurð, jafnvel þunglyndi. Til að bæta gráu ofan á svart þá eru blessuð jólin búin og fátt á dagatalinu sem hægt er að hlakka til nema nokkrar djúpar lægðir, snjóbyljir og afmælisdagur forseta Íslands (14. maí). Það er auðvitað galið að ætla sér að vinna einhver andleg, líkamleg eða vitsmunaleg þrekvirki við þær aðstæður sem upphaf hins íslenska árs býður upp á. Á þessum tíma árs gildir það eitt á Íslandi að þrauka.Hátíð ljóss og friðar Um jólin fagna kristnir menn fæðingu Krists, en hátíðin sjálf á sér rætur sem ná allt aftur til þess tíma þegar menn öðluðust fyrst skilning á því að þegar dagarnir virðast ekki geta orðið styttri og dimmari þá hefst hægfara og óhjákvæmileg sigurganga sólarinnar sem færir okkur vorið og vonina. Óvíða er betri ástæða til þess að minna sig á þetta en einmitt hér nyrst á Norðurhjara þegar dimmustu mánuðirnir drottna yfir okkur. Hér á landi hafa jólin verið kennd við ljós og frið frá aldaöðli, og ætíð hefur þótt við hæfi að gera það sem hægt er til þess að birta örlítið til. Þetta er vitaskuld ástæða þess að það tíðkaðist að gefa kerti um jólin; þótt Íslendingar hafi lengstum sparað sér að gefa gjafir fram að sumardeginum fyrsta. Kertin og spilin voru ætluð til þess að hjálpa fólki í gegnum skammdegið. Nú til dags höfum við vitaskuld allt aðrar og betri leiðir til þess að gera umhverfið okkar bjartara. Það sést vel á jólaskreytingunum sem verða bæði betri og bjartari á ári hverju. Í byrjun desember byrjar lund okkar að léttast þegar fólk og fyrirtæki byrja að setja upp jólaljósin. Það koma jafnvel dagar, þegar snjórinn hefur ekki ennþá breyst í krapa, þar sem maður tekur varla eftir myrkrinu.Myrkrinu hleypt inn En svo kemur janúar og það fyrsta sem mörgum dettur í hug að gera við þá agnarögn af framtakssemi sem þeir finna í sjálfum sér er að rjúka í það þjóðþrifaverk að rífa niður jólaljósin og skreytingarnar. Þetta er okkur uppálagt að gera ekki seinna en 6. janúar, sem við köllum þrettánda, en er víða talinn marka þann dag þegar Jesús skírðist, og sums staðar daginn þegar hann fæddist. Og á þessum degi steypum við okkur út í hinn raunverulega íslenska vetur—sem hefst fyrir alvöru í janúar—og hefjum undirbúning hans með þeim ósköpum að fjarlægja öll fallegu jólaljósin okkar og gefa þannig vetrarmyrkrinu greiðari aðgang að okkur á ný. Sturlað. Auðvitað getum við huggað okkur við að daginn tekur hratt að lengja og eftir aðeins tvo mánuði verður farið að birta klukkan 7 á morgnana. Hér er vitaskuld nauðsynlegt að minna á hinn fráleita þvergirðingshátt íslenskra yfirvalda að hafa ekki fyrir löngu leiðrétt klukkuna okkar eftir sólarganginum—en eins og flestir vita þá gætum við upplifað bjarta morgna miklu fyrr á vorin ef íslenska klukkan væri bara rétt stillt.Jólin eru síbreytileg Hefðir og venjur í kringum jólahátíðina taka sífelldum breytingum. Jólasveinarnir breyttust úr hættulegu hyski í glaðlynd góðmenni. Grýla hætti að éta börn. Við byrjuðum að setja upp jólatré, settum gyðingaljós í gluggana okkar og fundum upp jólastressið. Það sem breytist aldrei er að jólin tákna sigur ljóssins og minna okkur á að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga—sæta langa sumardaga. Við þurfum bara að þrauka og tilgangur hátíðarinnar er að hjálpa okkur að gleyma því ekki að eftir langan vetur kemur vor. Og úr því það hefur mátt breyta öllum hefðum og venjum jólanna, er þá ekki kominn tími til að endurskoða þá ljósnísku að taka niður jólaljósin á þrettándanum? Væri ekki nær að við nýttum okkur eitthvað af þeirri gríðarlegu orku sem landið gaf okkur til þess að gera þessa mánuði bjartari þangað til sólin sjálf hefur náð nægilegu flugi til þess að sjá um það fyrir okkur?Jólaljós fram að góu Á mínu heimili er mörgum húsverkum gjarnan slegið mjög á frest. Oftast er þetta ekki beinlínis að yfirlögðu ráði. Og sumt er framkvæmt samviskusamlega; það er meira að segja búið að taka niður jólatréð og allt helsta hátíðarskrautið. Hins vegar munu jólaljósin í gluggunum fá að vera í friði um sinn. Það er engin ástæða til þess að taka þau niður á meðan dagurinn gefur ekki meiri birtu. Þau munu fá að hanga hjá okkur út þorrann, og ekki tekin niður fyrr en 21. febrúar þegar góa hefst. Þannig er hægt með verkleysi, en ekki framtaki, að gera eitthvað gott og jákvætt í tilefni af nýja árinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mörg okkar nota áramótin til þess að velta fyrir okkur hvernig við getum gert líf okkar betra á nýju ári. Hátíðinni fylgja gjarnan heitstrengingar um hollara mataræði, hóflegri drykkju, innilegri samverustundir með fjölskyldu og vinum, minna sjónvarpsgláp og internetráp, meiri núvitund og meðvitund; fara oftar í sund og vera sjaldnar of sein á fund. Vakna fyrr og sitja minna kyrr. Elska meira og njóta, hætta að snúsa og hrjóta.Brostnar janúarvonir Allt eru þetta heilbrigðar og hollar hugsanir. En það fer oft með fögur fyrirheit um áramót eins og metnaðarfull dagsplön gerð seint að kvöldi—þegar kemur að því að framkvæma fyrirætlanirnar þá er enn til staðar hin daglega glíma við sjálfan sig og viðfangsefni hversdagsins. Þess vegna verða áramótaheitin gjarnan uppspretta vonbrigða og óánægju þegar illa gengur að umturna lífinu til hins betra á fyrstu vikum ársins. En við ættum ef til vill að vera ögn skilningsríkari á aðstæður og umburðarlyndari gagnvart sjálfum okkur. Janúarmánuður er dimmur og kaldur, með tilheyrandi kvefpestum, sleni og framtaksleysi—og mjög oft depurð, jafnvel þunglyndi. Til að bæta gráu ofan á svart þá eru blessuð jólin búin og fátt á dagatalinu sem hægt er að hlakka til nema nokkrar djúpar lægðir, snjóbyljir og afmælisdagur forseta Íslands (14. maí). Það er auðvitað galið að ætla sér að vinna einhver andleg, líkamleg eða vitsmunaleg þrekvirki við þær aðstæður sem upphaf hins íslenska árs býður upp á. Á þessum tíma árs gildir það eitt á Íslandi að þrauka.Hátíð ljóss og friðar Um jólin fagna kristnir menn fæðingu Krists, en hátíðin sjálf á sér rætur sem ná allt aftur til þess tíma þegar menn öðluðust fyrst skilning á því að þegar dagarnir virðast ekki geta orðið styttri og dimmari þá hefst hægfara og óhjákvæmileg sigurganga sólarinnar sem færir okkur vorið og vonina. Óvíða er betri ástæða til þess að minna sig á þetta en einmitt hér nyrst á Norðurhjara þegar dimmustu mánuðirnir drottna yfir okkur. Hér á landi hafa jólin verið kennd við ljós og frið frá aldaöðli, og ætíð hefur þótt við hæfi að gera það sem hægt er til þess að birta örlítið til. Þetta er vitaskuld ástæða þess að það tíðkaðist að gefa kerti um jólin; þótt Íslendingar hafi lengstum sparað sér að gefa gjafir fram að sumardeginum fyrsta. Kertin og spilin voru ætluð til þess að hjálpa fólki í gegnum skammdegið. Nú til dags höfum við vitaskuld allt aðrar og betri leiðir til þess að gera umhverfið okkar bjartara. Það sést vel á jólaskreytingunum sem verða bæði betri og bjartari á ári hverju. Í byrjun desember byrjar lund okkar að léttast þegar fólk og fyrirtæki byrja að setja upp jólaljósin. Það koma jafnvel dagar, þegar snjórinn hefur ekki ennþá breyst í krapa, þar sem maður tekur varla eftir myrkrinu.Myrkrinu hleypt inn En svo kemur janúar og það fyrsta sem mörgum dettur í hug að gera við þá agnarögn af framtakssemi sem þeir finna í sjálfum sér er að rjúka í það þjóðþrifaverk að rífa niður jólaljósin og skreytingarnar. Þetta er okkur uppálagt að gera ekki seinna en 6. janúar, sem við köllum þrettánda, en er víða talinn marka þann dag þegar Jesús skírðist, og sums staðar daginn þegar hann fæddist. Og á þessum degi steypum við okkur út í hinn raunverulega íslenska vetur—sem hefst fyrir alvöru í janúar—og hefjum undirbúning hans með þeim ósköpum að fjarlægja öll fallegu jólaljósin okkar og gefa þannig vetrarmyrkrinu greiðari aðgang að okkur á ný. Sturlað. Auðvitað getum við huggað okkur við að daginn tekur hratt að lengja og eftir aðeins tvo mánuði verður farið að birta klukkan 7 á morgnana. Hér er vitaskuld nauðsynlegt að minna á hinn fráleita þvergirðingshátt íslenskra yfirvalda að hafa ekki fyrir löngu leiðrétt klukkuna okkar eftir sólarganginum—en eins og flestir vita þá gætum við upplifað bjarta morgna miklu fyrr á vorin ef íslenska klukkan væri bara rétt stillt.Jólin eru síbreytileg Hefðir og venjur í kringum jólahátíðina taka sífelldum breytingum. Jólasveinarnir breyttust úr hættulegu hyski í glaðlynd góðmenni. Grýla hætti að éta börn. Við byrjuðum að setja upp jólatré, settum gyðingaljós í gluggana okkar og fundum upp jólastressið. Það sem breytist aldrei er að jólin tákna sigur ljóssins og minna okkur á að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga—sæta langa sumardaga. Við þurfum bara að þrauka og tilgangur hátíðarinnar er að hjálpa okkur að gleyma því ekki að eftir langan vetur kemur vor. Og úr því það hefur mátt breyta öllum hefðum og venjum jólanna, er þá ekki kominn tími til að endurskoða þá ljósnísku að taka niður jólaljósin á þrettándanum? Væri ekki nær að við nýttum okkur eitthvað af þeirri gríðarlegu orku sem landið gaf okkur til þess að gera þessa mánuði bjartari þangað til sólin sjálf hefur náð nægilegu flugi til þess að sjá um það fyrir okkur?Jólaljós fram að góu Á mínu heimili er mörgum húsverkum gjarnan slegið mjög á frest. Oftast er þetta ekki beinlínis að yfirlögðu ráði. Og sumt er framkvæmt samviskusamlega; það er meira að segja búið að taka niður jólatréð og allt helsta hátíðarskrautið. Hins vegar munu jólaljósin í gluggunum fá að vera í friði um sinn. Það er engin ástæða til þess að taka þau niður á meðan dagurinn gefur ekki meiri birtu. Þau munu fá að hanga hjá okkur út þorrann, og ekki tekin niður fyrr en 21. febrúar þegar góa hefst. Þannig er hægt með verkleysi, en ekki framtaki, að gera eitthvað gott og jákvætt í tilefni af nýja árinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun