Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2016 08:45 Margar af hetjum helstu leikja ársins. Á árinu sem nú er nýbyrjað er von á fjölda leikja sem margir bíða eftir með eftirvæntingu og óhætt er að segja að árið lofi góðu. Eins og í fyrra eru margir þeirra framhaldsleikir, en síðasta ár þótti einnig nokkuð gott með tilliti til þeirra leikja sem komu út. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leiki ársins. Af nógu er að taka. Þó er vert að vara við að einhverjar af stiklunum hér að neðan gætu vakið óhug.XCOM 2 Kemur út þann 5. febrúar.Leikurinn er sjálfstætt er framhald hins vinsæla XCom Enemy Unknown sem kom út árið 2012. Í þeim leik reyndu spilarar að berjast gegn innrás geimvera og leikurinn vann til fjölda verðlauna og féll vel í kramið hjá gagnrýnendum sem og spilurum. XCom 2 gerist tuttugu árum seinna, eins og XCom hafi tapað stríðinu gegn geimverunum og er það hlutverk spilara að stunda skæruhernað gegn verunum og mönnum sem þjóna þeim. Leikurinn verður gefinn út fyrir PC og MAC.FAR CRY PRIMAL Kemur út þann 23. febrúar. Starfsmenn Ubisoft hafa ákveðið að fara ótroðnar slóðir með nýjasta leik Far Cry seríunnar. Að þessu sinni gerist leikurinn á steinöld. Spilarar munu leika Takkar, sem er leiðtogi og eini eftirlifandi meðlimur hóps veiðimanna. Takkar þarf að læra að smíða vopn og temja villidýr steinaldar til að berjast við óvini sína. Leikurinn verður gefinn út fyrir XboxOne, PS4 og PC.TOM CLANCY'S THE DIVISIONkemur út þann 8. mars. The Division er fjölspilunarleikur sem gerist í New York þar sem hættulegur faraldur hefur herjað á íbúa Bandaríkjanna. Spilarar þurfa að vinna saman í hópum og finna uppruna faraldursins og koma aftur á röð og reglu í borginni. Leikurinn er þriðju persónu skotleikur þar sem spilarar þurfa að vinna saman og safna vopnum og birgðum. Einnig er hægt að etja kappi við aðra spilara um bestu vopn leiksins. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC.HITMANKemur út þann 11. mars.Agent 47 snýr aftur í áttunda sinn, en þar af eru tveir leikir fyrir snjalltæki. Hinn sérstaklega hannaði leigumorðingi þarf enn og aftur að myrða vonda menn með öllum tiltækum ráðum. Hitman leikirnir hafa notið mikilla vinsælda frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2000. Einnig hafa verið gerðar kvikmyndir, sem ekki hafa notið jafn mikilla vinsælda. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC.QUANUM BREAKKemur út þann 5. apríl. Þriðju persónu hasarleikurinn Quantum Break fjallar um mann sem býr yfir þeim kröftum að geta haft áhrif á framgang tímans eftir misheppnaða tilraun. Hann er hundeltur af illu fyrirtæki og þarf að koma í veg fyrir miklar hörmungar. Auk leiksins vinnur Microsoft einnig að gerð þátta, sem eiga að sýna hlið „vondu karla“ leiksins. Leikurinn verður eingöngu gefinn út fyrir XboxOne.DARK SOULS 3Kemur út þann 12. apríl. Dark Souls leikirnir frá From Software hafa notið gífurlegra vinsælda, en það eru sömu framleiðendur og gerðu Bloodborne. Spilarar þurfa að etja kappi við skrímsli af ýmsu tagi með sverðum, bogum og göldrum. Souls leikirnir eru þekktir fyrir hátt erfiðleikastig og hafa án efa margar fjarstýringar verið brotnar við spilun þeirra. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. UNCHARTED 4: A THIEF'S ENDKemur út þann 26. apríl. Sögu ævintýramannsins Nathan Drake verður lokað í Thief's End. Drake hefur nú sest í helgan stein með eiginkonu sinni. Eðlilegt líf þarf þó að bíða þegar eldri bróðir hans, sem Drake taldi að væri látinn, birtist í dyragættinni og fer fram á hjálp. Uncharted leikirnir eru margverðlaunaðir og hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2007. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4. MIRROR'S EDGE CATALYSTKemur út þann 24. maí. Framhald Mirror's Edge fjallar um uppruna klifurkonunnar Faith og tilraunir hennar til að velta alræðisstjórn fyrirtækja úr sessi í borginni Glass. Parkour og klifur er stór hluti í leiknum og notast Faith við það til að komast á milli staða. Fyrsti leikurinn kom út árið 2008 við jákvæðar móttökur. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. NO MAN'S SKYKemur út í júní. Í leiknum No Man's Sky má finna fleiri en 18 trjilljón plánetur (18 * 1018) og eru margar hverrar með eigin lífríki. Spilurum er frjálst að skoða þennan gríðarstóra heim og geta þeir valið hvort þeir deili nýjum plánetum með öllum, vinum sínum eða engum. Með því að þróa og byggja betri búnað og geimskip geta spilarar ferðast lengra og lengra. Finna má mismunandi tölvustýrðar fylkingar og aðra spilara sem hægt er að tala við og eiga í viðskiptum við. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4 og PC.DEUS EX: MANKIND DIVIDEDKemur út þann 23. ágúst. Hinn vélvæddi Adam Jensen snýr aftur í Deus Ex: Mankind Divided í sumar. Að þessu sinni hafa óbreyttir menn snúist gegn þeim sem hafa látið bæta vélum og búnaði við líkama sína, en leikurinn gerist tveimur árum eftir Human Revolution. Jensen þarf að koma í veg fyrir hryðjuverk í borginni Prag og komast að því hverjir standa í skuggunum og bera ábyrgð á þeirri óöld sem mannkynið gengur í gegnum. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. GEARS OF WAR 4Kemur út í haust, en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar upp. Lítið er vitað um Gears of War 4 en á myndbandi sem birt var á #3 í fyrra má sjá tvær nýjar söguhetjur, sem munu leysa Marcus Fenix og félaga af hólmi. Þau JD og Kait virðast leiða leikinn, en líklegt þykir að gamlar hetjur muni sjást. Leikurinn verður gefinn út fyrir XboxOne.MASS EFFECT: ANDROMEDAKemur út í desember. Sögu Commander Shepard er lokið og vélmennin Reapers hafa verið stöðvuð. Mass Effect: Andromeda gerist löngu eftir Mass Effect 3 og, eins og nafnið gefur til kynna, í Andromeda vetrarbrautinni. Lítið er vitað um söguþráð leiksins en ein kenningin gengur út á að verkefni spilara sé að finna nýtt heimili fyrir mannkynið. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. DISHONORED 2Ótilgreindur útgáfudagur. Dishonored 2 gerist 15 árum eftir að Corvo Attano bjargar Emily Kaldwin, eða ekki, frá harðstjórninni í Dunwall. Emily er nú keisaraynja og geta spilarar valið að fara í gegnum leikinn sem hún eða Attano. Emily er velt úr sessi og einsetur hún sér að ná aftur völdum. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. DOOMÓtilgreindur útgáfudagur. Hinn klassíski skotleikur Doom hefur verið endurgerður, en síðasti leikurinn, Doom 3, var gefinn út árið 2004. Eins og áður munu spilarar geta beitt fjölmörgum kraftmiklum vopnum gegn allskyns djöflum. Þar á meðal má finna klassísk vopn eins og ofur haglabyssu og vélsög. Þá verður einnig boðið upp á fjölspilun. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og Pc. Þessi stikla gæti vakið óhug.GHOST RECON: WILDLANDSÓtilgreindur útgáfudagur. Wildlands er tíundi leikurinn í Ghost Recon seríunni og gerist í stórum opnum heimi, nánar tiltekið í Bólivíu. Þangað eru meðlimir Ghost Recon sendir til að berjast gegn gríðarstórum samtökum fíkniefnabaróna. Hægt er að leysa öll verkefni af hólmi á mismunandi máta, eftir því hvað spilarar vilja. Vinir geta spilað leikinn með þremur vinum sínum eða öðrum spilurum af handahófi. Einnig er hægt að spila leikinn einn og óstuddur. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. THE LEGEND OF ZELDAÓtilgreindur útgáfudagur. Nintendo vinnur nú að nítjánda leiknum úr Hyrule úr Zelda söguheiminum og er heimurinn sagður vera sá stærsti hingað til. Upprunalega stóð til að gefa leikinn út í fyrra en hætt var við það og hefur útgáfudagurinn ekki verið gefinn upp. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu. Leikurinn verður gefinn út fyrir Wii U. Meðal annarra leikja sem má nefna eru Total War: Warhammer, The Last Guardian, EVE: Valkyrie, Street Fighter V, Horizon: Zero Dawn, Final Fantasy XV, Divinity: Original Sin 2 og Homeworld: Deserts of Kharak. Leikjavísir Tengdar fréttir Martröðin í Yarnham Leikurinn Bloodborne manar spilara til þess að fara geyst áfram en refsar grimmilega fyrir öll mistök. 5. apríl 2015 18:00 Protoss koma til bjargar Sautján ára saga Starcraft er komin að leiðarlokum. 6. desember 2015 10:30 Endurfæddur Nathan Drake Uncharted: The Nathan Drake Collection gerir góða leiki betri. 5. nóvember 2015 10:00 GameTíví: Tíu bestu hryllingsleikirnir Þeir Óli og Svessi í GameTíví gerðu lista yfir tíu bestu hryllingsleikina, en hann er unninn upp úr könnun á Facebook síðu þeirra í tilefni af útgáfu Until Dawn. 15. október 2015 12:15 Jólagjafahandbók GameTíví GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 14. desember 2015 18:00 Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30 Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00 Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30 GameTíví: Bestu Star Wars leikirnir og þeir verstu GameTívíbræðurnir Óli og Svessi renndu yfir helstu Star Wars leikina sem hafa verið gefnir út. 19. nóvember 2015 18:30 Jólagjafahandbók GameTíví - Seinni hluti GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 16. desember 2015 16:55 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Á árinu sem nú er nýbyrjað er von á fjölda leikja sem margir bíða eftir með eftirvæntingu og óhætt er að segja að árið lofi góðu. Eins og í fyrra eru margir þeirra framhaldsleikir, en síðasta ár þótti einnig nokkuð gott með tilliti til þeirra leikja sem komu út. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leiki ársins. Af nógu er að taka. Þó er vert að vara við að einhverjar af stiklunum hér að neðan gætu vakið óhug.XCOM 2 Kemur út þann 5. febrúar.Leikurinn er sjálfstætt er framhald hins vinsæla XCom Enemy Unknown sem kom út árið 2012. Í þeim leik reyndu spilarar að berjast gegn innrás geimvera og leikurinn vann til fjölda verðlauna og féll vel í kramið hjá gagnrýnendum sem og spilurum. XCom 2 gerist tuttugu árum seinna, eins og XCom hafi tapað stríðinu gegn geimverunum og er það hlutverk spilara að stunda skæruhernað gegn verunum og mönnum sem þjóna þeim. Leikurinn verður gefinn út fyrir PC og MAC.FAR CRY PRIMAL Kemur út þann 23. febrúar. Starfsmenn Ubisoft hafa ákveðið að fara ótroðnar slóðir með nýjasta leik Far Cry seríunnar. Að þessu sinni gerist leikurinn á steinöld. Spilarar munu leika Takkar, sem er leiðtogi og eini eftirlifandi meðlimur hóps veiðimanna. Takkar þarf að læra að smíða vopn og temja villidýr steinaldar til að berjast við óvini sína. Leikurinn verður gefinn út fyrir XboxOne, PS4 og PC.TOM CLANCY'S THE DIVISIONkemur út þann 8. mars. The Division er fjölspilunarleikur sem gerist í New York þar sem hættulegur faraldur hefur herjað á íbúa Bandaríkjanna. Spilarar þurfa að vinna saman í hópum og finna uppruna faraldursins og koma aftur á röð og reglu í borginni. Leikurinn er þriðju persónu skotleikur þar sem spilarar þurfa að vinna saman og safna vopnum og birgðum. Einnig er hægt að etja kappi við aðra spilara um bestu vopn leiksins. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC.HITMANKemur út þann 11. mars.Agent 47 snýr aftur í áttunda sinn, en þar af eru tveir leikir fyrir snjalltæki. Hinn sérstaklega hannaði leigumorðingi þarf enn og aftur að myrða vonda menn með öllum tiltækum ráðum. Hitman leikirnir hafa notið mikilla vinsælda frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2000. Einnig hafa verið gerðar kvikmyndir, sem ekki hafa notið jafn mikilla vinsælda. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC.QUANUM BREAKKemur út þann 5. apríl. Þriðju persónu hasarleikurinn Quantum Break fjallar um mann sem býr yfir þeim kröftum að geta haft áhrif á framgang tímans eftir misheppnaða tilraun. Hann er hundeltur af illu fyrirtæki og þarf að koma í veg fyrir miklar hörmungar. Auk leiksins vinnur Microsoft einnig að gerð þátta, sem eiga að sýna hlið „vondu karla“ leiksins. Leikurinn verður eingöngu gefinn út fyrir XboxOne.DARK SOULS 3Kemur út þann 12. apríl. Dark Souls leikirnir frá From Software hafa notið gífurlegra vinsælda, en það eru sömu framleiðendur og gerðu Bloodborne. Spilarar þurfa að etja kappi við skrímsli af ýmsu tagi með sverðum, bogum og göldrum. Souls leikirnir eru þekktir fyrir hátt erfiðleikastig og hafa án efa margar fjarstýringar verið brotnar við spilun þeirra. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. UNCHARTED 4: A THIEF'S ENDKemur út þann 26. apríl. Sögu ævintýramannsins Nathan Drake verður lokað í Thief's End. Drake hefur nú sest í helgan stein með eiginkonu sinni. Eðlilegt líf þarf þó að bíða þegar eldri bróðir hans, sem Drake taldi að væri látinn, birtist í dyragættinni og fer fram á hjálp. Uncharted leikirnir eru margverðlaunaðir og hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2007. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4. MIRROR'S EDGE CATALYSTKemur út þann 24. maí. Framhald Mirror's Edge fjallar um uppruna klifurkonunnar Faith og tilraunir hennar til að velta alræðisstjórn fyrirtækja úr sessi í borginni Glass. Parkour og klifur er stór hluti í leiknum og notast Faith við það til að komast á milli staða. Fyrsti leikurinn kom út árið 2008 við jákvæðar móttökur. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. NO MAN'S SKYKemur út í júní. Í leiknum No Man's Sky má finna fleiri en 18 trjilljón plánetur (18 * 1018) og eru margar hverrar með eigin lífríki. Spilurum er frjálst að skoða þennan gríðarstóra heim og geta þeir valið hvort þeir deili nýjum plánetum með öllum, vinum sínum eða engum. Með því að þróa og byggja betri búnað og geimskip geta spilarar ferðast lengra og lengra. Finna má mismunandi tölvustýrðar fylkingar og aðra spilara sem hægt er að tala við og eiga í viðskiptum við. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4 og PC.DEUS EX: MANKIND DIVIDEDKemur út þann 23. ágúst. Hinn vélvæddi Adam Jensen snýr aftur í Deus Ex: Mankind Divided í sumar. Að þessu sinni hafa óbreyttir menn snúist gegn þeim sem hafa látið bæta vélum og búnaði við líkama sína, en leikurinn gerist tveimur árum eftir Human Revolution. Jensen þarf að koma í veg fyrir hryðjuverk í borginni Prag og komast að því hverjir standa í skuggunum og bera ábyrgð á þeirri óöld sem mannkynið gengur í gegnum. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. GEARS OF WAR 4Kemur út í haust, en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar upp. Lítið er vitað um Gears of War 4 en á myndbandi sem birt var á #3 í fyrra má sjá tvær nýjar söguhetjur, sem munu leysa Marcus Fenix og félaga af hólmi. Þau JD og Kait virðast leiða leikinn, en líklegt þykir að gamlar hetjur muni sjást. Leikurinn verður gefinn út fyrir XboxOne.MASS EFFECT: ANDROMEDAKemur út í desember. Sögu Commander Shepard er lokið og vélmennin Reapers hafa verið stöðvuð. Mass Effect: Andromeda gerist löngu eftir Mass Effect 3 og, eins og nafnið gefur til kynna, í Andromeda vetrarbrautinni. Lítið er vitað um söguþráð leiksins en ein kenningin gengur út á að verkefni spilara sé að finna nýtt heimili fyrir mannkynið. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. DISHONORED 2Ótilgreindur útgáfudagur. Dishonored 2 gerist 15 árum eftir að Corvo Attano bjargar Emily Kaldwin, eða ekki, frá harðstjórninni í Dunwall. Emily er nú keisaraynja og geta spilarar valið að fara í gegnum leikinn sem hún eða Attano. Emily er velt úr sessi og einsetur hún sér að ná aftur völdum. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. DOOMÓtilgreindur útgáfudagur. Hinn klassíski skotleikur Doom hefur verið endurgerður, en síðasti leikurinn, Doom 3, var gefinn út árið 2004. Eins og áður munu spilarar geta beitt fjölmörgum kraftmiklum vopnum gegn allskyns djöflum. Þar á meðal má finna klassísk vopn eins og ofur haglabyssu og vélsög. Þá verður einnig boðið upp á fjölspilun. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og Pc. Þessi stikla gæti vakið óhug.GHOST RECON: WILDLANDSÓtilgreindur útgáfudagur. Wildlands er tíundi leikurinn í Ghost Recon seríunni og gerist í stórum opnum heimi, nánar tiltekið í Bólivíu. Þangað eru meðlimir Ghost Recon sendir til að berjast gegn gríðarstórum samtökum fíkniefnabaróna. Hægt er að leysa öll verkefni af hólmi á mismunandi máta, eftir því hvað spilarar vilja. Vinir geta spilað leikinn með þremur vinum sínum eða öðrum spilurum af handahófi. Einnig er hægt að spila leikinn einn og óstuddur. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, XboxOne og PC. THE LEGEND OF ZELDAÓtilgreindur útgáfudagur. Nintendo vinnur nú að nítjánda leiknum úr Hyrule úr Zelda söguheiminum og er heimurinn sagður vera sá stærsti hingað til. Upprunalega stóð til að gefa leikinn út í fyrra en hætt var við það og hefur útgáfudagurinn ekki verið gefinn upp. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu. Leikurinn verður gefinn út fyrir Wii U. Meðal annarra leikja sem má nefna eru Total War: Warhammer, The Last Guardian, EVE: Valkyrie, Street Fighter V, Horizon: Zero Dawn, Final Fantasy XV, Divinity: Original Sin 2 og Homeworld: Deserts of Kharak.
Leikjavísir Tengdar fréttir Martröðin í Yarnham Leikurinn Bloodborne manar spilara til þess að fara geyst áfram en refsar grimmilega fyrir öll mistök. 5. apríl 2015 18:00 Protoss koma til bjargar Sautján ára saga Starcraft er komin að leiðarlokum. 6. desember 2015 10:30 Endurfæddur Nathan Drake Uncharted: The Nathan Drake Collection gerir góða leiki betri. 5. nóvember 2015 10:00 GameTíví: Tíu bestu hryllingsleikirnir Þeir Óli og Svessi í GameTíví gerðu lista yfir tíu bestu hryllingsleikina, en hann er unninn upp úr könnun á Facebook síðu þeirra í tilefni af útgáfu Until Dawn. 15. október 2015 12:15 Jólagjafahandbók GameTíví GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 14. desember 2015 18:00 Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30 Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00 Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30 GameTíví: Bestu Star Wars leikirnir og þeir verstu GameTívíbræðurnir Óli og Svessi renndu yfir helstu Star Wars leikina sem hafa verið gefnir út. 19. nóvember 2015 18:30 Jólagjafahandbók GameTíví - Seinni hluti GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 16. desember 2015 16:55 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Martröðin í Yarnham Leikurinn Bloodborne manar spilara til þess að fara geyst áfram en refsar grimmilega fyrir öll mistök. 5. apríl 2015 18:00
Endurfæddur Nathan Drake Uncharted: The Nathan Drake Collection gerir góða leiki betri. 5. nóvember 2015 10:00
GameTíví: Tíu bestu hryllingsleikirnir Þeir Óli og Svessi í GameTíví gerðu lista yfir tíu bestu hryllingsleikina, en hann er unninn upp úr könnun á Facebook síðu þeirra í tilefni af útgáfu Until Dawn. 15. október 2015 12:15
Jólagjafahandbók GameTíví GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 14. desember 2015 18:00
Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30
Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00
Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30
GameTíví: Bestu Star Wars leikirnir og þeir verstu GameTívíbræðurnir Óli og Svessi renndu yfir helstu Star Wars leikina sem hafa verið gefnir út. 19. nóvember 2015 18:30
Jólagjafahandbók GameTíví - Seinni hluti GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 16. desember 2015 16:55