Efnaminni fjölskyldur festast á leigumarkaðnum vegna þess hve erfitt er að komast í gegnum greiðslumat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2016 10:12 Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur að endurskoða þurfi lög um greiðslumat og framfærslu svo auðveldara verði fyrir fjölskyldur, ekki síst þær sem eru barnmargar, að eignast þak yfir höfuðið. „Það er orðið afar erfitt fyrir fjölskyldur að komast í gegnum greiðslumat, ég tala nú ekki um ef fjölskyldur eru mannmargar, þá er þetta bara orðinn ótrúlega erfiður hjalli. Mér finnst að það þurfi að endurskoða þetta að einhverju leyti og gera fólki kleift að búa í eigin húsnæði. Fólk þarf auðvitað að standast greiðslumat og það er skiljanlegt en fjölskyldur eru misjafnar,“ sagði Ingibjörg í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún tók dæmi um fjölskyldu þar sem væru hjón með þrjú börn á skólaaldri. Foreldrarnir þyrftu meðal annars að greiða fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili og samkvæmt framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytisins væri kostnaðurinn þá kominn upp í 640 þúsund krónur. „Þá á eftir að reka fasteignina og borga af henni og þá erum við farin að tala um útborguð laun kannski upp undir 900 þúsund miðað við það hvað fjölskyldan þarf að kaupa stórt og hvað hentar henni.“ Að mati Ingibjargar verða langtímaáhrif þess að erfitt sé fyrir fólk að komast í gegnum greiðslumat þau að þeir sem hafi minna á milli handanna festist á leigumarkaðnum. „Það er verið að búa til leigufjölskyldur sem hafa enga aðra möguleika en að vera á leigumarkaði. Við skulum líka athuga það að afborgun af láni sem er 20-25 milljónir þá er það afborgun kannski í kringum 120 þúsund og það er kannski rösklega áætlað miðað við verðtryggð lán og svo getur það verið meira ef þú ert með óverðtryggt lán. En það er líka erfiðara að komast í gegnum greiðslumat með óverðtryggt lán.“Þannig að kerfið er að ýta fólki út í verðtrygginguna? „Já, í raun og veru myndi ég segja það, með þessu.“ Viðtalið við Ingibjörgu úr Bítinu í morgun má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Segja uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu of hæga Uppbygging íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu gengur of hægt að mati borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. 17. nóvember 2015 21:47 „Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk“ Framsókn og flugvallarvinir vilja endurskoða skipulag Úlfarsársdals til að bjóða upp á hagkvæman leiguíbúðir. 20. ágúst 2015 17:02 Framsókn vill innleiða ríkisstyrki við kaup á fyrstu íbúð að breskri fyrirmynd Vilja sjá tillögu frá ráðherra ekki seinna en í maí 2016. 3. nóvember 2015 13:58 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs Íslandsbanki spáir því að húsnæðisverð hækki um fjórðung til ársloka 2017. Þá verði fasteignaverð hærra að raungildi en árið 2005. Fylgjast þurfi vel með fasteignaverði í miðbænum. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur að endurskoða þurfi lög um greiðslumat og framfærslu svo auðveldara verði fyrir fjölskyldur, ekki síst þær sem eru barnmargar, að eignast þak yfir höfuðið. „Það er orðið afar erfitt fyrir fjölskyldur að komast í gegnum greiðslumat, ég tala nú ekki um ef fjölskyldur eru mannmargar, þá er þetta bara orðinn ótrúlega erfiður hjalli. Mér finnst að það þurfi að endurskoða þetta að einhverju leyti og gera fólki kleift að búa í eigin húsnæði. Fólk þarf auðvitað að standast greiðslumat og það er skiljanlegt en fjölskyldur eru misjafnar,“ sagði Ingibjörg í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún tók dæmi um fjölskyldu þar sem væru hjón með þrjú börn á skólaaldri. Foreldrarnir þyrftu meðal annars að greiða fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili og samkvæmt framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytisins væri kostnaðurinn þá kominn upp í 640 þúsund krónur. „Þá á eftir að reka fasteignina og borga af henni og þá erum við farin að tala um útborguð laun kannski upp undir 900 þúsund miðað við það hvað fjölskyldan þarf að kaupa stórt og hvað hentar henni.“ Að mati Ingibjargar verða langtímaáhrif þess að erfitt sé fyrir fólk að komast í gegnum greiðslumat þau að þeir sem hafi minna á milli handanna festist á leigumarkaðnum. „Það er verið að búa til leigufjölskyldur sem hafa enga aðra möguleika en að vera á leigumarkaði. Við skulum líka athuga það að afborgun af láni sem er 20-25 milljónir þá er það afborgun kannski í kringum 120 þúsund og það er kannski rösklega áætlað miðað við verðtryggð lán og svo getur það verið meira ef þú ert með óverðtryggt lán. En það er líka erfiðara að komast í gegnum greiðslumat með óverðtryggt lán.“Þannig að kerfið er að ýta fólki út í verðtrygginguna? „Já, í raun og veru myndi ég segja það, með þessu.“ Viðtalið við Ingibjörgu úr Bítinu í morgun má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Segja uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu of hæga Uppbygging íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu gengur of hægt að mati borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. 17. nóvember 2015 21:47 „Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk“ Framsókn og flugvallarvinir vilja endurskoða skipulag Úlfarsársdals til að bjóða upp á hagkvæman leiguíbúðir. 20. ágúst 2015 17:02 Framsókn vill innleiða ríkisstyrki við kaup á fyrstu íbúð að breskri fyrirmynd Vilja sjá tillögu frá ráðherra ekki seinna en í maí 2016. 3. nóvember 2015 13:58 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs Íslandsbanki spáir því að húsnæðisverð hækki um fjórðung til ársloka 2017. Þá verði fasteignaverð hærra að raungildi en árið 2005. Fylgjast þurfi vel með fasteignaverði í miðbænum. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Segja uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu of hæga Uppbygging íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu gengur of hægt að mati borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. 17. nóvember 2015 21:47
„Það verður að finna einhverjar lausnir fyrir þetta fólk“ Framsókn og flugvallarvinir vilja endurskoða skipulag Úlfarsársdals til að bjóða upp á hagkvæman leiguíbúðir. 20. ágúst 2015 17:02
Framsókn vill innleiða ríkisstyrki við kaup á fyrstu íbúð að breskri fyrirmynd Vilja sjá tillögu frá ráðherra ekki seinna en í maí 2016. 3. nóvember 2015 13:58
Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30
Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs Íslandsbanki spáir því að húsnæðisverð hækki um fjórðung til ársloka 2017. Þá verði fasteignaverð hærra að raungildi en árið 2005. Fylgjast þurfi vel með fasteignaverði í miðbænum. 15. október 2015 07:00