Spieth jafnaði Tiger Woods Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2016 11:30 Jordan Spieth með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira