Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 12:24 Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38
Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16