Ástin og frelsisþráin leika lykilhlutverk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2016 10:15 Eivør segist alltaf rosa spennt að koma til Íslands. „Þetta verður stutt stopp núna en svo kem ég aftur í lok febrúar,“ segir hún. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum fimmtíu manns á ferðalagi með rosa flott prógramm í farteskinu,“ segir Eivør Pálsdóttir söngkona þegar í hana næst í síma. „Hópurinn er skemmtilegur, kór danska útvarpsins er klassískur óperukór og svo er stórsveit danska útvarpsins líka. Við byrjuðum tónleikahaldið í Færeyjum og verðum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld klukkan 21, svo höldum við til Kaupmannahafnar,“ lýsir hún. Prógrammið sem Eivør talar um er dramatískt tónverk eftir hana sjálfa, Peter Jensen tónskáld og Marjun S. Kjelnæs rithöfund, það mun koma út á plötu innan skamms. Efnið er sótt í þjóðsöguna um konuna í selshamnum sem átti sjö börn á landi og sjö í sjó, sagan er vel þekkt bæði í Færeyjum og á Íslandi. Þar leika ástin og frelsisþráin lykilhlutverk.Málverk eftir Kristinu Joensen.Eivør kveðst hafa flutt verkið „um kópakonuna í Mikladali“ fyrst í nóvember 2014 í Dómkirkjunni í Árósum og einnig í Kaupmannahöfn. „Þessi músík er sérstaklega skrifuð fyrir kirkjurými,“ segir hún en kveðst þess fullviss að þó hópurinn flytji verkið í Hörpu nái hann hinum rétta tóni. „Verkið er ferðalag um hafsins djúp og líka land. Stórsveitin sér um raddir hafsins og kórinn er loft og land. Konan er föst í báðum þessum heimum, það gaf okkur innblástur.“ Þegar forvitnast er um klæðnað Eivarar á tónleikunum kveðst hún hafa leitað til saumakonu í Kaupmannahöfn, þar sem hún býr. „Ég lét sauma á mig kjól sem mér finnst passa við málverkin sem voru máluð sérstaklega fyrir þetta verkefni. Þau eru eftir færeysku listakonuna Kristinu Joensen sem oft hefur málað kópakonuna gegnum tíðina.“ Eivør segist alltaf vera rosa spennt fyrir að koma til Íslands. „Þetta verður stutt stopp núna en svo kem ég í lok febrúar og verð með mína eigin tónleika í Gamla bíói. Þá get ég stoppað aðeins lengur.“ Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við erum fimmtíu manns á ferðalagi með rosa flott prógramm í farteskinu,“ segir Eivør Pálsdóttir söngkona þegar í hana næst í síma. „Hópurinn er skemmtilegur, kór danska útvarpsins er klassískur óperukór og svo er stórsveit danska útvarpsins líka. Við byrjuðum tónleikahaldið í Færeyjum og verðum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld klukkan 21, svo höldum við til Kaupmannahafnar,“ lýsir hún. Prógrammið sem Eivør talar um er dramatískt tónverk eftir hana sjálfa, Peter Jensen tónskáld og Marjun S. Kjelnæs rithöfund, það mun koma út á plötu innan skamms. Efnið er sótt í þjóðsöguna um konuna í selshamnum sem átti sjö börn á landi og sjö í sjó, sagan er vel þekkt bæði í Færeyjum og á Íslandi. Þar leika ástin og frelsisþráin lykilhlutverk.Málverk eftir Kristinu Joensen.Eivør kveðst hafa flutt verkið „um kópakonuna í Mikladali“ fyrst í nóvember 2014 í Dómkirkjunni í Árósum og einnig í Kaupmannahöfn. „Þessi músík er sérstaklega skrifuð fyrir kirkjurými,“ segir hún en kveðst þess fullviss að þó hópurinn flytji verkið í Hörpu nái hann hinum rétta tóni. „Verkið er ferðalag um hafsins djúp og líka land. Stórsveitin sér um raddir hafsins og kórinn er loft og land. Konan er föst í báðum þessum heimum, það gaf okkur innblástur.“ Þegar forvitnast er um klæðnað Eivarar á tónleikunum kveðst hún hafa leitað til saumakonu í Kaupmannahöfn, þar sem hún býr. „Ég lét sauma á mig kjól sem mér finnst passa við málverkin sem voru máluð sérstaklega fyrir þetta verkefni. Þau eru eftir færeysku listakonuna Kristinu Joensen sem oft hefur málað kópakonuna gegnum tíðina.“ Eivør segist alltaf vera rosa spennt fyrir að koma til Íslands. „Þetta verður stutt stopp núna en svo kem ég í lok febrúar og verð með mína eigin tónleika í Gamla bíói. Þá get ég stoppað aðeins lengur.“
Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira