Þar lágu Danir í því Birta Björnsdóttir skrifar 29. janúar 2016 07:00 Eða sko ekki Danir sjálfir, þeir hafa það upp til hópa alveg ágætt held ég. Kannski á fyrirsögnin betur við þá sem sækja á náðir velmegunarinnar í Danaveldi. Umræða um fólk af öðru þjóðerni sem sest að í Danmörku er ekki ný af nálinni. Það er grunnt á aðgreiningunni í tungumálinu til að mynda. Enn er oft talað um annars- og þriðju kynslóðar innflytjendur, þegar verið er að tala um fólk fætt og uppalið þar í landi. Fyrr í vikunni samþykkti danska þingið svo afar umdeilt frumvarp sem heimilar yfirvöldum að gera upptækar eignir hælisleitenda. Gagnrýni hefur rignt yfir stjórnvöld bæði innan lands og utan. Forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen grípur í sama hálmstrá og fleiri í hans sporum og segist misskilinn. Með frumvarpinu sé eingöngu verið að passa að hælisleitendur sitji við sama borð og atvinnulausir Danir, sem þurfa að selja hluta eigna sinna til að geta farið fram á bætur frá ríkinu. Ekki er einungis verið að slá vafasaman tón með því að ýja að því að hópar sem flýja stríðsátök heimafyrir geri það öðrum þræði til að geta haft það huggulegt fyrir annarra manna skattpeninga. Þarna er einnig um að ræða einhverja öfugsnúnustu aðgerð í þessum efnum sem um getur. Gefur ekki augaleið að það að „leyfa“ hælisleitendum að koma sér fyrir í nýju landi með öll sín verðmæti er vænlegra til árangurs? Skiptir þá litlu hvort verðmætin eru í formi menntunar, starfsreynslu, fjármuna eða fjölskyldu. Fólk sem fær að mæta með allt sitt til leiks hlýtur að vera líklegra til að aðlagast samfélagi sem jafningi þeirra sem búa þar fyrir. Danir eru kannski betri en við í handbolta og Júróvisjón en við skulum vera betri en þeir á öðrum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór
Eða sko ekki Danir sjálfir, þeir hafa það upp til hópa alveg ágætt held ég. Kannski á fyrirsögnin betur við þá sem sækja á náðir velmegunarinnar í Danaveldi. Umræða um fólk af öðru þjóðerni sem sest að í Danmörku er ekki ný af nálinni. Það er grunnt á aðgreiningunni í tungumálinu til að mynda. Enn er oft talað um annars- og þriðju kynslóðar innflytjendur, þegar verið er að tala um fólk fætt og uppalið þar í landi. Fyrr í vikunni samþykkti danska þingið svo afar umdeilt frumvarp sem heimilar yfirvöldum að gera upptækar eignir hælisleitenda. Gagnrýni hefur rignt yfir stjórnvöld bæði innan lands og utan. Forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen grípur í sama hálmstrá og fleiri í hans sporum og segist misskilinn. Með frumvarpinu sé eingöngu verið að passa að hælisleitendur sitji við sama borð og atvinnulausir Danir, sem þurfa að selja hluta eigna sinna til að geta farið fram á bætur frá ríkinu. Ekki er einungis verið að slá vafasaman tón með því að ýja að því að hópar sem flýja stríðsátök heimafyrir geri það öðrum þræði til að geta haft það huggulegt fyrir annarra manna skattpeninga. Þarna er einnig um að ræða einhverja öfugsnúnustu aðgerð í þessum efnum sem um getur. Gefur ekki augaleið að það að „leyfa“ hælisleitendum að koma sér fyrir í nýju landi með öll sín verðmæti er vænlegra til árangurs? Skiptir þá litlu hvort verðmætin eru í formi menntunar, starfsreynslu, fjármuna eða fjölskyldu. Fólk sem fær að mæta með allt sitt til leiks hlýtur að vera líklegra til að aðlagast samfélagi sem jafningi þeirra sem búa þar fyrir. Danir eru kannski betri en við í handbolta og Júróvisjón en við skulum vera betri en þeir á öðrum sviðum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun