Hræðslan Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Danska þingið hefur samþykkt lög þar sem lögreglu er gert heimilt að leggja hald á eignir flóttamanna. Yfirvöld mega þannig gera fjármuni og hluti í fórum þeirra upptæka fari verðmæti þeirra yfir jafngildi 190 þúsund íslenskra króna. Þeir fá þó að halda eignum sem hafa tilfinningalegt gildi, til að mynda giftingarhringjum. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarpið. Þetta sé ekki rétta leiðin til að taka á móti flóttafólki. Sýna þurfi samkennd og virðingu enda hafi það gengið í gegnum mikla erfiðleika. Kofi Annan, fyrirrennari hans, tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna varhugaverða þróun í evrópskum stjórnmálum. Mannréttindasamtök víðsvegar hafa gagnrýnt lagasetninguna og telja hana brjóta gegn alþjóðamannréttindasáttmálum. Skopmyndateiknari Guardian teiknaði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, með armband með merki nasista. Því skal ekki neitað að stríðsátök í Miðausturlöndum, sem hafa orsakað mestu fólksflutninga frá síðari heimsstyrjöld, valda því að taka þarf ákvarðanir um hvernig skuli bregðast við. Slíkar ákvarðanir geta eðlilega þurft að vera stórar og afdrifaríkar. Í því felst hins vegar ekki að vestrænt lýðræðisríki geti stolist í reynslubanka útdauðra rasískra einræðisríkja. Danska ríkisstjórnin segir lögin nauðsynleg til að hægja á komu flóttafólks. Með öðrum orðum þá eru þeir vísvitandi að níðast á skilgreindum minnihlutahóp innan eigin landamæra, taka eigur hans og afnema sjálfsögð réttindi til að fæla hann frá landinu. Haldlagning á eignum flóttamanna minnir svo óþægilega á þriðja ríkið og skopmynd breska teiknarans er svo beint í mark að það gerir meira en að vekja ugg, það veldur gríðarlegri hræðslu. Ljóst er að sá veruleiki sem við þekkjum er að líða undir lok. Evrópskar ríkisstjórnir hafa dregið úr réttindum fólks á svæðinu vegna þessara fólksflutninga og ótta við hvað mögulega gæti gerst. Hvert einasta neikvæða atvik tengt flóttamönnunum er blásið út og orðræða sem áður var jaðarsett er orðin norm. Norrænu velferðarríkin eru í vanda. Löndin eru meðal þeirra ríkustu á hnettinum, með hátt menntunarstig, sterk heilbrigðis- og velferðarkerfi og mikið öryggi. Þau hafa verið kyndilberar jafnréttis, frjálslyndis og mannréttinda. Ætla þau að standa vörð um gildi sín eða fylgja fordæmi frændanna í Danmörku og gefa sig algjörlega á vald móðursýki og mannhaturs? Svarið við þessu er sjálfsagt. Flóttamennirnir eru hópur fólks sem hefur upplifað meiri hörmungar en við getum ímyndað okkur. Þeir koma til Evrópu í leit að lífi án stríðsátaka og hörmunga. Þeir eru þannig í afskaplega veikri stöðu og liggja vel við höggi. Auðvitað eigum við að hjálpa þeim og verja, á sama hátt og alla þá sem minna mega sín. Ef við bregðumst við á annan hátt þá erum við ekki bara að gefast upp á þeim grunngildum sem eru hornsteinar okkar samfélags. Við erum að gefast upp á mennskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Danska þingið hefur samþykkt lög þar sem lögreglu er gert heimilt að leggja hald á eignir flóttamanna. Yfirvöld mega þannig gera fjármuni og hluti í fórum þeirra upptæka fari verðmæti þeirra yfir jafngildi 190 þúsund íslenskra króna. Þeir fá þó að halda eignum sem hafa tilfinningalegt gildi, til að mynda giftingarhringjum. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarpið. Þetta sé ekki rétta leiðin til að taka á móti flóttafólki. Sýna þurfi samkennd og virðingu enda hafi það gengið í gegnum mikla erfiðleika. Kofi Annan, fyrirrennari hans, tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna varhugaverða þróun í evrópskum stjórnmálum. Mannréttindasamtök víðsvegar hafa gagnrýnt lagasetninguna og telja hana brjóta gegn alþjóðamannréttindasáttmálum. Skopmyndateiknari Guardian teiknaði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, með armband með merki nasista. Því skal ekki neitað að stríðsátök í Miðausturlöndum, sem hafa orsakað mestu fólksflutninga frá síðari heimsstyrjöld, valda því að taka þarf ákvarðanir um hvernig skuli bregðast við. Slíkar ákvarðanir geta eðlilega þurft að vera stórar og afdrifaríkar. Í því felst hins vegar ekki að vestrænt lýðræðisríki geti stolist í reynslubanka útdauðra rasískra einræðisríkja. Danska ríkisstjórnin segir lögin nauðsynleg til að hægja á komu flóttafólks. Með öðrum orðum þá eru þeir vísvitandi að níðast á skilgreindum minnihlutahóp innan eigin landamæra, taka eigur hans og afnema sjálfsögð réttindi til að fæla hann frá landinu. Haldlagning á eignum flóttamanna minnir svo óþægilega á þriðja ríkið og skopmynd breska teiknarans er svo beint í mark að það gerir meira en að vekja ugg, það veldur gríðarlegri hræðslu. Ljóst er að sá veruleiki sem við þekkjum er að líða undir lok. Evrópskar ríkisstjórnir hafa dregið úr réttindum fólks á svæðinu vegna þessara fólksflutninga og ótta við hvað mögulega gæti gerst. Hvert einasta neikvæða atvik tengt flóttamönnunum er blásið út og orðræða sem áður var jaðarsett er orðin norm. Norrænu velferðarríkin eru í vanda. Löndin eru meðal þeirra ríkustu á hnettinum, með hátt menntunarstig, sterk heilbrigðis- og velferðarkerfi og mikið öryggi. Þau hafa verið kyndilberar jafnréttis, frjálslyndis og mannréttinda. Ætla þau að standa vörð um gildi sín eða fylgja fordæmi frændanna í Danmörku og gefa sig algjörlega á vald móðursýki og mannhaturs? Svarið við þessu er sjálfsagt. Flóttamennirnir eru hópur fólks sem hefur upplifað meiri hörmungar en við getum ímyndað okkur. Þeir koma til Evrópu í leit að lífi án stríðsátaka og hörmunga. Þeir eru þannig í afskaplega veikri stöðu og liggja vel við höggi. Auðvitað eigum við að hjálpa þeim og verja, á sama hátt og alla þá sem minna mega sín. Ef við bregðumst við á annan hátt þá erum við ekki bara að gefast upp á þeim grunngildum sem eru hornsteinar okkar samfélags. Við erum að gefast upp á mennskunni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun