Saga ÁTVR tilbúin eftir áratug: Umræðan tafið útgáfu jón hákon halldórsson skrifar 27. janúar 2016 07:30 Sigrún Ósk segir að þessi mikla umræða sem hefur verið um afdrif ÁTVR hafi seinkað ákvörðun um útgáfu. Fréttablaðið/Valli Þótt ritun sögu ÁTVR sé lokið er enn alveg óvíst hvenær bókin kemur út. Tíu ár eru liðin frá því að ritun sögunnar hófst. „Staðan er þannig að verkefnið er þannig séð búið,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR. Nú eigi einungis eftir að taka ákvörðun um útgáfuna. „Það verður að segjast eins og er að þessi mikla umræða sem hefur verið um afdrif fyrirtækisins hefur seinkað þeirri ákvörðun. Ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Sigrún Ósk. Þar vísar hún í umræðu um afnám á einkarétti Vínbúðanna á sölu áfengis. Hún segir þessa umræðu þó ekki einu ástæðu seinkunarinnar. „En það er ekki því um að kenna. Það væri ósanngjarnt. En það hefur haft áhrif.“Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir ekki búið að ákveða hvenær saga fyrirtækisins verði gefin út.Síðasta dag janúarmánaðar 2014 birti Fréttablaðið frétt um að kostnaður við ritun sögunnar yrði um 22 milljónir króna. Sigrún Ósk segir að sú kostnaðaráætlun haldist nánast óbreytt. Í fréttinni kom fram að byrjað var að huga að ritun sögu ÁTVR fyrir tíu árum, þótt kostnaðaráætlun hafi ekki verið gerð fyrr en árið 2006. Í ávarpi forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar fyrir árið 2005 kom fram að áformað væri að sagan kæmi út á árinu 2007, þegar ÁTVR varð 85 ára. Upphafleg kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 2006, gerði ráð fyrir að ritun sögu ÁTVR kostaði 14,4 milljónir króna. Sú upphæð rann öll til fjögurra verktaka sem skrifuðu söguna. Fyrrverandi starfsmenn ÁTVR, sem aðstoðuðu við ritun sögunnar, fengu ekki greitt fyrir þá vinnu, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þrátt fyrir að verkið hafi dregist og ýmislegt breyst frá því að ákvörðun um ritun sögunnar var tekin, heldur Sigrún Ósk að sagan verði gefin út. „Það er svo sem ekki mitt nákvæmlega að ákveða það. En ég held að hún verði gefin út,“ segir Sigrún Ósk en bætir því við að það sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær það gerist. Kostnaður við verkið hefur ekki farið fram úr áætlunum þótt tölurnar í dag líti allt öðruvísi út en þær gerðu þegar áætlun var gerð 2006. Sé tekið tillit til verðlagsþróunar frá árinu 2006 hljóðaði upphafleg áætlun upp á 24,8 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Þótt ritun sögu ÁTVR sé lokið er enn alveg óvíst hvenær bókin kemur út. Tíu ár eru liðin frá því að ritun sögunnar hófst. „Staðan er þannig að verkefnið er þannig séð búið,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR. Nú eigi einungis eftir að taka ákvörðun um útgáfuna. „Það verður að segjast eins og er að þessi mikla umræða sem hefur verið um afdrif fyrirtækisins hefur seinkað þeirri ákvörðun. Ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Sigrún Ósk. Þar vísar hún í umræðu um afnám á einkarétti Vínbúðanna á sölu áfengis. Hún segir þessa umræðu þó ekki einu ástæðu seinkunarinnar. „En það er ekki því um að kenna. Það væri ósanngjarnt. En það hefur haft áhrif.“Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir ekki búið að ákveða hvenær saga fyrirtækisins verði gefin út.Síðasta dag janúarmánaðar 2014 birti Fréttablaðið frétt um að kostnaður við ritun sögunnar yrði um 22 milljónir króna. Sigrún Ósk segir að sú kostnaðaráætlun haldist nánast óbreytt. Í fréttinni kom fram að byrjað var að huga að ritun sögu ÁTVR fyrir tíu árum, þótt kostnaðaráætlun hafi ekki verið gerð fyrr en árið 2006. Í ávarpi forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar fyrir árið 2005 kom fram að áformað væri að sagan kæmi út á árinu 2007, þegar ÁTVR varð 85 ára. Upphafleg kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 2006, gerði ráð fyrir að ritun sögu ÁTVR kostaði 14,4 milljónir króna. Sú upphæð rann öll til fjögurra verktaka sem skrifuðu söguna. Fyrrverandi starfsmenn ÁTVR, sem aðstoðuðu við ritun sögunnar, fengu ekki greitt fyrir þá vinnu, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þrátt fyrir að verkið hafi dregist og ýmislegt breyst frá því að ákvörðun um ritun sögunnar var tekin, heldur Sigrún Ósk að sagan verði gefin út. „Það er svo sem ekki mitt nákvæmlega að ákveða það. En ég held að hún verði gefin út,“ segir Sigrún Ósk en bætir því við að það sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær það gerist. Kostnaður við verkið hefur ekki farið fram úr áætlunum þótt tölurnar í dag líti allt öðruvísi út en þær gerðu þegar áætlun var gerð 2006. Sé tekið tillit til verðlagsþróunar frá árinu 2006 hljóðaði upphafleg áætlun upp á 24,8 milljónir á verðlagi dagsins í dag.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira