Tíminn í ráðuneytinu verður rifjaður upp í heita pottinum jón hákon halldórsson skrifar 27. janúar 2016 08:00 Matthías Páll Imsland segir að vinnan í kringum Íbúðalánasjóð hafi bæði verið stórt og áhugavert verkefni. vísir/ernir „Þetta er auðvitað feikilega spennandi verkefni. Við erum komin á seinni helming kjörtímabilsins og það eru enn mörg brýn úrlausnarefni sem blasa við okkur Íslendingum og sem ríkisstjórnin hyggst taka á,“ segir Matthías Páll Imsland. Matthías hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var áður í velferðarráðuneytinu hjá Eygló Harðardóttur. „Það kom fram hjá forsætisráðherra þegar hann réð mig að hann vill setja enn meiri kraft í að klára þau verkefni sem koma fram í stjórnarsáttmálanum auk annarra sem unnið hefur verið að hjá ríkisstjórninni,“ segir Matthías og bætir því við að eitt af stóru málunum akkúrat núna séu húsnæðismálin. „Og ég þekki það úr mínu fyrra starfi að mikil vinna hefur verið lögð í þær tillögur og að þær munu hafa mikil og jákvæð áhrif á framboðið af hagstæðu húsnæði. Stórir hópar eru með húsnæðiskostnað sem er allt of hátt hlutfall af þeirra tekjum. Þarna geta stjórnvöld komið til móts við fólk enda er húsnæði grunnþörf og það hvernig þeim málum er háttað hefur mikil áhrif á lífsgæði fólksins í landinu. Matthías segist hlakka mikið til að vinna í forsætisráðuneytinu. „Það eru ekki margir sem fá að starfa svo nálægt þar sem stærstu ákvarðanir um þjóðarhag eru teknar. Maður á eftir að rifja þetta upp þegar maður situr í heita pottinum á gamals aldri og spjallar við aðra pottverja um landsmálin. Sú tilhugsun ýtir líka við manni að reyna að gera vel. Ég held að allir sem taka að sér störf á þessum vettvangi vilji geta litið stoltir um öxl,“ segir Matthías. Matthías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði og síðar MS-prófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Áður en hann hóf störf í velferðarráðuneytinu vann hann sem ráðgjafi fyrir erlend fyrirtæki á sviði framtaksfjárfestinga. Þar áður var Matthías framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express. Hann segist ekki geta gert upp á milli þess að vinna í einkageiranum og hjá hinu opinbera. „Það er þannig að þetta er mjög ólíkt en hvort tveggja skemmtilegt á sinni hátt. Þau verkefni sem ég hef verið með hjá hinu opinbera hafa verið með þeim hætti að þau hafa verið áhugaverð og krefjandi,“ segir Matthías. Hann tekur sem dæmi vinnuna í kringum Íbúðalánasjóð sem hafi verið bæði stórt og áhugavert verkefni. „En jafnvel þó að ég búist við að Sigmundur haldi áfram sem forsætisráðherra og telji að þjóðin hafi þörf fyrir það, þá finnst mér líklegra að framtíð mín liggi í einkageiranum.“ Áhugamál Matthíasar eru fótbolti og svo reynir hann að fara í ræktina á hverjum degi. Hann hefur mikinn áhuga á hreyfingu og að vera í náttúrunni. Matthías á hund sem heitir Sunna sem hann segir alveg stórkostlegan karakter. „Reyndar enda göngutúrarnir oft með að ég þarf að halda á henni heim,“ segir hann. Kona Matthíasar heitir Sóley Ragnarsdóttir og er lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Matthías og Sóley eiga samtals fimm börn á aldrinum 7 til tæplega 15 ára. „Það er oft mikið fjör en ég er mikill pabbi og elska að eyða tíma með börnunum mínum.“ Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
„Þetta er auðvitað feikilega spennandi verkefni. Við erum komin á seinni helming kjörtímabilsins og það eru enn mörg brýn úrlausnarefni sem blasa við okkur Íslendingum og sem ríkisstjórnin hyggst taka á,“ segir Matthías Páll Imsland. Matthías hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var áður í velferðarráðuneytinu hjá Eygló Harðardóttur. „Það kom fram hjá forsætisráðherra þegar hann réð mig að hann vill setja enn meiri kraft í að klára þau verkefni sem koma fram í stjórnarsáttmálanum auk annarra sem unnið hefur verið að hjá ríkisstjórninni,“ segir Matthías og bætir því við að eitt af stóru málunum akkúrat núna séu húsnæðismálin. „Og ég þekki það úr mínu fyrra starfi að mikil vinna hefur verið lögð í þær tillögur og að þær munu hafa mikil og jákvæð áhrif á framboðið af hagstæðu húsnæði. Stórir hópar eru með húsnæðiskostnað sem er allt of hátt hlutfall af þeirra tekjum. Þarna geta stjórnvöld komið til móts við fólk enda er húsnæði grunnþörf og það hvernig þeim málum er háttað hefur mikil áhrif á lífsgæði fólksins í landinu. Matthías segist hlakka mikið til að vinna í forsætisráðuneytinu. „Það eru ekki margir sem fá að starfa svo nálægt þar sem stærstu ákvarðanir um þjóðarhag eru teknar. Maður á eftir að rifja þetta upp þegar maður situr í heita pottinum á gamals aldri og spjallar við aðra pottverja um landsmálin. Sú tilhugsun ýtir líka við manni að reyna að gera vel. Ég held að allir sem taka að sér störf á þessum vettvangi vilji geta litið stoltir um öxl,“ segir Matthías. Matthías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði og síðar MS-prófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Áður en hann hóf störf í velferðarráðuneytinu vann hann sem ráðgjafi fyrir erlend fyrirtæki á sviði framtaksfjárfestinga. Þar áður var Matthías framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express. Hann segist ekki geta gert upp á milli þess að vinna í einkageiranum og hjá hinu opinbera. „Það er þannig að þetta er mjög ólíkt en hvort tveggja skemmtilegt á sinni hátt. Þau verkefni sem ég hef verið með hjá hinu opinbera hafa verið með þeim hætti að þau hafa verið áhugaverð og krefjandi,“ segir Matthías. Hann tekur sem dæmi vinnuna í kringum Íbúðalánasjóð sem hafi verið bæði stórt og áhugavert verkefni. „En jafnvel þó að ég búist við að Sigmundur haldi áfram sem forsætisráðherra og telji að þjóðin hafi þörf fyrir það, þá finnst mér líklegra að framtíð mín liggi í einkageiranum.“ Áhugamál Matthíasar eru fótbolti og svo reynir hann að fara í ræktina á hverjum degi. Hann hefur mikinn áhuga á hreyfingu og að vera í náttúrunni. Matthías á hund sem heitir Sunna sem hann segir alveg stórkostlegan karakter. „Reyndar enda göngutúrarnir oft með að ég þarf að halda á henni heim,“ segir hann. Kona Matthíasar heitir Sóley Ragnarsdóttir og er lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Matthías og Sóley eiga samtals fimm börn á aldrinum 7 til tæplega 15 ára. „Það er oft mikið fjör en ég er mikill pabbi og elska að eyða tíma með börnunum mínum.“
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira