Sport

Maia fær ekki titilbardaga strax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Demian Maia.
Demian Maia. Vísir/Getty
Demian Maia varð ekki af ósk sinni um titilbardaga þar sem að tilkynnt var í dag að næsti bardagi hans verði gegn Matt Brown. Maia, sem berst í veltivigt, vann síðast sigur á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Las Vegas í desember.

Engu að síður er um risastóran bardaga að ræða og fær Maia nú að berjast á heimavelli. Um UFC Fight Night bardagakvöld er að ræða en aðalbardagi kvöldsins verður á milli Ronaldo Souza og Vitor Belfort.

Sjá einnig: Maia: Gunnar er frábær bardagamaður

Maia hefur unnið 22 sigra í 28 bardögum á ferlinum en fjóra í röð. Hann vann sannfærandi sigur á Gunnari í bardaga þeirra í desember og sagði eftir þann slag að hann vildi fá tækifæri til að berjast um titilinn. Sigur á Brown, sem þurfti að hætta við bardaga í nóvember vegna meiðsla, myndi færa honum skrefi nær því.

Robbie Lawler er ríkjandi meistari í veltivigt. Maia er í fimmta sæti í styrkleikalista UFC í þyngdarflokknum en Brown í því sjötta.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×