Miðbæjarprýði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Forsætisráðherra vill taka yfir lóð Landstólpa á Hafnartorgi fyrir Stjórnarráðið. Lóðin hefur verið töluvert til umræðu eftir að hafnargarður fannst við Austurbakkann sem síðar var friðlýstur eftirminnilega. Á endanum var samið við byggingaraðilann um að hafnargarðurinn yrði geymdur í bílakjallara. Fyrirhugað var að byggja þar sjö hús sem fengist hafði grænt ljós fyrir hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom fram í fjölmiðlum og sagði að ef byggt yrði með þeim hætti sem dregið hefði verið upp, „yrði það líklega seinna álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð“. Í síðustu viku upplýsti ráðherra um vilja til að taka lóðina yfir með makaskiptum, þannig að Landstólpi fengi í staðinn lóð á Skúlagötu þar sem staðið hefur til að byggja fyrir Stjórnarráðið. Hönnun á Hafnartorgi verður endurskoðuð í samráði við ráðuneytið. Forsætisráðherra vill minnka byggingamagnið á lóðinni, finnst það allt of mikið. Um verði að ræða „arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík“. Til stendur að koma með drög að nýju húsnæði á næstu tólf vikum, eins raunhæft og það nú er. Skipulagsmál og arkitektúr eru svolítið eins og val á maka, sitt sýnist hverjum – óútskýranlegur smekkur ræður. Það sem einum finnst frábært finnst öðrum ömurlegt. En einhvern veginn passar sumt bara – annað ekki. Þar að baki liggja fræðilegar skýringar sem ólærðir eiga bágt með að átta sig á. Það sem liggur fyrir er staðfest skipulag þar til bærra yfirvalda Reykjavíkur á svæðinu. Hönnun húsanna sem þarna eiga að rísa er lokið og framkvæmdir að hefjast. Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður ekki breytt svo glatt, og samningar um kaup á lóðum breyta því ekki. Og skipulagið segir til um nákvæmlega hvaða starfsemi á að vera í húsunum. riðjungur húsnæðisins á að innihalda íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Ólíklegt verður að telja að ráðherra sjái fyrir sér að vera með Stjórnarráðið á skrifstofum milli hæða hjá 10-11 verslunum og heimilum, þó ekki sé hægt að slá það út af borðinu. Auk þess má spyrja sig hversu mikil miðbæjarprýði það er að vera með skrifstofuhúsnæði þar sem ljósin slokkna upp úr fjögur á degi hverjum og skellt er í lás í miðjum miðbænum. Sigmundur sagði á þingi í gær að málið væri aðeins til umræðu milli ráðuneytisins og Landstólpa. Menn væru opnir fyrir því að skoða ólíkar leiðir, hvort sem hann var þá að vísa til uppbyggingarinnar eða annars. Afskipti forsætisráðherra af skipulagsmálum í Reykjavík eru umhugsunarverð. Í stjórnarskránni er mælt fyrir um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf. Forsætisráðherra, eins valdamikill og hann er, á og má ekki hafa nein völd yfir skipulagsmálum Reykjavíkur. Sama hversu mikinn áhuga hann hefur á þeim. Vilji hann hafa eitthvað um þau mál að segja væri réttast fyrir hann að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Eða þá allavega flytja suður og hafa áhrif með atkvæði sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Forsætisráðherra vill taka yfir lóð Landstólpa á Hafnartorgi fyrir Stjórnarráðið. Lóðin hefur verið töluvert til umræðu eftir að hafnargarður fannst við Austurbakkann sem síðar var friðlýstur eftirminnilega. Á endanum var samið við byggingaraðilann um að hafnargarðurinn yrði geymdur í bílakjallara. Fyrirhugað var að byggja þar sjö hús sem fengist hafði grænt ljós fyrir hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom fram í fjölmiðlum og sagði að ef byggt yrði með þeim hætti sem dregið hefði verið upp, „yrði það líklega seinna álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð“. Í síðustu viku upplýsti ráðherra um vilja til að taka lóðina yfir með makaskiptum, þannig að Landstólpi fengi í staðinn lóð á Skúlagötu þar sem staðið hefur til að byggja fyrir Stjórnarráðið. Hönnun á Hafnartorgi verður endurskoðuð í samráði við ráðuneytið. Forsætisráðherra vill minnka byggingamagnið á lóðinni, finnst það allt of mikið. Um verði að ræða „arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík“. Til stendur að koma með drög að nýju húsnæði á næstu tólf vikum, eins raunhæft og það nú er. Skipulagsmál og arkitektúr eru svolítið eins og val á maka, sitt sýnist hverjum – óútskýranlegur smekkur ræður. Það sem einum finnst frábært finnst öðrum ömurlegt. En einhvern veginn passar sumt bara – annað ekki. Þar að baki liggja fræðilegar skýringar sem ólærðir eiga bágt með að átta sig á. Það sem liggur fyrir er staðfest skipulag þar til bærra yfirvalda Reykjavíkur á svæðinu. Hönnun húsanna sem þarna eiga að rísa er lokið og framkvæmdir að hefjast. Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður ekki breytt svo glatt, og samningar um kaup á lóðum breyta því ekki. Og skipulagið segir til um nákvæmlega hvaða starfsemi á að vera í húsunum. riðjungur húsnæðisins á að innihalda íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Ólíklegt verður að telja að ráðherra sjái fyrir sér að vera með Stjórnarráðið á skrifstofum milli hæða hjá 10-11 verslunum og heimilum, þó ekki sé hægt að slá það út af borðinu. Auk þess má spyrja sig hversu mikil miðbæjarprýði það er að vera með skrifstofuhúsnæði þar sem ljósin slokkna upp úr fjögur á degi hverjum og skellt er í lás í miðjum miðbænum. Sigmundur sagði á þingi í gær að málið væri aðeins til umræðu milli ráðuneytisins og Landstólpa. Menn væru opnir fyrir því að skoða ólíkar leiðir, hvort sem hann var þá að vísa til uppbyggingarinnar eða annars. Afskipti forsætisráðherra af skipulagsmálum í Reykjavík eru umhugsunarverð. Í stjórnarskránni er mælt fyrir um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf. Forsætisráðherra, eins valdamikill og hann er, á og má ekki hafa nein völd yfir skipulagsmálum Reykjavíkur. Sama hversu mikinn áhuga hann hefur á þeim. Vilji hann hafa eitthvað um þau mál að segja væri réttast fyrir hann að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Eða þá allavega flytja suður og hafa áhrif með atkvæði sínu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun