Hægt andlát Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Ný könnun MMR sýnir að fylgi svarenda við Pírata nálgast fjörutíu prósent en fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið undir tuttugu prósent. Samfylkingin virtist í desember ætla að rétta úr kútnum – fékk þá tæp þrettán prósent – en hneig svo aftur niður í rúm tíu prósent. Íslendingar eru jafnaðarmenn upp til hópa – en eru samt ekki kratar. Þá dreymir um að búa í norrænu velferðarsamfélagi en eitthvað stendur í vegi fyrir því að svipuð samningahefð og þar ríkir nái hér að þróast – kannski kvótakerfið og svíðandi tilfinningin um ósanngirni sem það vekur nær daglega.Vildarklúbbur viðskiptalífsins Stóru tíðindin í þessari skoðanakönnun er auðvitað hið geggjaða Píratafylgi. Það eru stóru tíðindin í hvert sinn sem ný könnun birtist. Það sýnir okkur þrá þjóðarinnar eftir nýjum stjórnmálum; nýjum andlitum, nýjum hugsunarhætti þar sem valdapukrið þokar fyrir heiðarlegri vinnubrögðum. Þetta sýnir okkur hægt andlát gamla flokkakerfisins, sem er hundrað ára á þessu ári – árið 1916 voru Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofnaðir og lögðu grunn að stéttastjórnmálum; Hallgrímur Helgason kallaði þetta flokkakerfi einu sinni Hundrað ára meinsemd. Mjög hægt andlát: það neitar að deyja alveg enda eru þessir stjórnmálaflokkar ekki utan og ofan við samfélagið heldur tengjast því í margflóknu neti hagsmuna og bandalaga, hugmynda, jafnvel hugsjóna – en kannski þó fyrst og fremst útdeilingu gæða. Við höfum stundum verið minnt á það. Nú síðast í Borgunarmálinu. Þar sáum við að verki Vildarklúbb viðskiptalífsins, sem starfar í einhverri sérstakri vídd handan við aðra starfsemi og leikreglur samfélagsins uns við stöndum frammi fyrir því sem er búið og gert. Þá fá meðlimir klúbbsins forgang að tækifærum til að láta greipar sópa um verðmæti, rétt eins og markmiðið með bankastarfsemi sé að koma sem mestum auði í sem fæstar hendur. Sjálfur fjármálaráðherra landsins – og einhver mest óvart frændi sem um getur – játaði í Kastljósinu á dögunum að hann skildi ekki hugtakið samfélagsbanki, og talaði eins og ránið á sparisjóðunum á sínum tíma hefði verið eðlilegt og jafnvel óhjákvæmilegt en ekki glæpsamlegt. Áhrifin af þessum síðustu fréttum af starfsemi Vildarklúbbs viðskiptalífsins eiga enn eftir að koma fram í fylgistölum, og verður að teljast nokkuð ólíklegt að þetta eigi eftir að verða sjálfstæðismönnum til aukinna vinsælda, nema þá í hópi þeirra sem beinlínis aðhyllast misskiptingu og forréttindi fárra. Á meðan hefur forsætisráðherra landsins alfarið snúið sér að hugðarefnum sínum, sem er stjórn skipulagsmála í Reykjavík með sérstakri áherslu á húsagerð í þáskildagatíð („mundi hafa verið“). Um eitt helsta kosningaloforð sitt fyrir síðustu kosningar, afnám verðtryggingar, sagði hann nýlega að verðtryggingin hefði gert krónuna að sterkasta og stöðugasta gjaldmiðli í heimi; þegar það fékk daufar undirtektir stakk hann upp á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta kosningaloforð sitt – og þegar það fékk enn daufari undirtektir sneri hann sér óskiptur að þáskildagatíðinni.Aðalpartíið Þátíð sem aldrei var til. Píratar eru hins vegar í nútíð, börn raunverulegrar og stundum erfiðrar þátíðar. Stefna þeirra felst í nálgun, sjónarhorni, orðfæri, viðhorfi, opnum huga. Og kjósendur eygja von um að það takist kannski að leysa úr læðingi meiri þátttöku fólks í ákvörðunum sem varða okkur öll og samfélagsvitund fólks eflist – og jafnvel að á Alþingi sitji fólk sem endurspegli betur þann mannauð sem býr í þjóðinni þrátt fyrir allt. Og að við höfum ekki á tilfinningunni að Alþingi sé fremur viðvaningslegt leikhús frá liðinni öld þar sem sett eru upp óhemju leiðinleg og langdregin verk á meðan raunverulegu ákvarðanirnar um líf okkar og framtíð eru teknar í vildarklúbbunum. Tekist er á um gæði, sanngirni, leikreglur, réttlæti og mannúð sem fyrr – en tími „stéttastjórnmála“ er liðinn í huga margra kjósenda. Þeir skynja að úrlausnarefnin þurfi að nálgast og leysa á nýjan hátt: með upplýsingum, samráði og samtali. Þetta sáum við gert á Stjórnlagaþingi, þar sem ólíkir fulltrúar úr ólíkum áttum fundu út úr hlutunum saman og af samfélagslegri ábyrgð. Píratar eru aðalpartíið. Kjósendalið Samfylkingar virðist í flokkum hafa ákveðið að taka sig til og lýsa yfir stuðningi við Pírata. Líka kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þarna mætast andstæðar hugsjónafylkingar ásamt kjósendum engra flokka. Er stefna flokksins þá tómt svæði sem á eftir að fylla? Er þetta flokkur fyrir hægri sinnaða anarkista sem vilja eftirláta markaðnum að leysa öll mál stór og smá? Já. Er þetta flokkur fyrir félagshyggjufólk sem sér fyrir sér samfélagslegar lausnir á helstu málum? Já. Og allt þar á milli. Þetta er ekki málið. Og það er heldur ekki málið hvort kjósandinn kunni að vera félagi í ASÍ eða bændasamtökunum, sveinafélagi bakarameistara eða samtökum heildsala – í þessari eða hinni „stétt“, þetta er allt komið á flot fyrir löngu; þjóðfélagið virðist ekki knúið áfram af þess háttar stéttaátökum lengur og flokkakerfi sem endurspeglar ekki raunverulegar aðstæður í þjóðfélaginu er ófært um að vera vettvangur þar sem mál eru leidd til lykta. Það er dæmt til að hljóta hægt andlát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ný könnun MMR sýnir að fylgi svarenda við Pírata nálgast fjörutíu prósent en fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið undir tuttugu prósent. Samfylkingin virtist í desember ætla að rétta úr kútnum – fékk þá tæp þrettán prósent – en hneig svo aftur niður í rúm tíu prósent. Íslendingar eru jafnaðarmenn upp til hópa – en eru samt ekki kratar. Þá dreymir um að búa í norrænu velferðarsamfélagi en eitthvað stendur í vegi fyrir því að svipuð samningahefð og þar ríkir nái hér að þróast – kannski kvótakerfið og svíðandi tilfinningin um ósanngirni sem það vekur nær daglega.Vildarklúbbur viðskiptalífsins Stóru tíðindin í þessari skoðanakönnun er auðvitað hið geggjaða Píratafylgi. Það eru stóru tíðindin í hvert sinn sem ný könnun birtist. Það sýnir okkur þrá þjóðarinnar eftir nýjum stjórnmálum; nýjum andlitum, nýjum hugsunarhætti þar sem valdapukrið þokar fyrir heiðarlegri vinnubrögðum. Þetta sýnir okkur hægt andlát gamla flokkakerfisins, sem er hundrað ára á þessu ári – árið 1916 voru Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofnaðir og lögðu grunn að stéttastjórnmálum; Hallgrímur Helgason kallaði þetta flokkakerfi einu sinni Hundrað ára meinsemd. Mjög hægt andlát: það neitar að deyja alveg enda eru þessir stjórnmálaflokkar ekki utan og ofan við samfélagið heldur tengjast því í margflóknu neti hagsmuna og bandalaga, hugmynda, jafnvel hugsjóna – en kannski þó fyrst og fremst útdeilingu gæða. Við höfum stundum verið minnt á það. Nú síðast í Borgunarmálinu. Þar sáum við að verki Vildarklúbb viðskiptalífsins, sem starfar í einhverri sérstakri vídd handan við aðra starfsemi og leikreglur samfélagsins uns við stöndum frammi fyrir því sem er búið og gert. Þá fá meðlimir klúbbsins forgang að tækifærum til að láta greipar sópa um verðmæti, rétt eins og markmiðið með bankastarfsemi sé að koma sem mestum auði í sem fæstar hendur. Sjálfur fjármálaráðherra landsins – og einhver mest óvart frændi sem um getur – játaði í Kastljósinu á dögunum að hann skildi ekki hugtakið samfélagsbanki, og talaði eins og ránið á sparisjóðunum á sínum tíma hefði verið eðlilegt og jafnvel óhjákvæmilegt en ekki glæpsamlegt. Áhrifin af þessum síðustu fréttum af starfsemi Vildarklúbbs viðskiptalífsins eiga enn eftir að koma fram í fylgistölum, og verður að teljast nokkuð ólíklegt að þetta eigi eftir að verða sjálfstæðismönnum til aukinna vinsælda, nema þá í hópi þeirra sem beinlínis aðhyllast misskiptingu og forréttindi fárra. Á meðan hefur forsætisráðherra landsins alfarið snúið sér að hugðarefnum sínum, sem er stjórn skipulagsmála í Reykjavík með sérstakri áherslu á húsagerð í þáskildagatíð („mundi hafa verið“). Um eitt helsta kosningaloforð sitt fyrir síðustu kosningar, afnám verðtryggingar, sagði hann nýlega að verðtryggingin hefði gert krónuna að sterkasta og stöðugasta gjaldmiðli í heimi; þegar það fékk daufar undirtektir stakk hann upp á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta kosningaloforð sitt – og þegar það fékk enn daufari undirtektir sneri hann sér óskiptur að þáskildagatíðinni.Aðalpartíið Þátíð sem aldrei var til. Píratar eru hins vegar í nútíð, börn raunverulegrar og stundum erfiðrar þátíðar. Stefna þeirra felst í nálgun, sjónarhorni, orðfæri, viðhorfi, opnum huga. Og kjósendur eygja von um að það takist kannski að leysa úr læðingi meiri þátttöku fólks í ákvörðunum sem varða okkur öll og samfélagsvitund fólks eflist – og jafnvel að á Alþingi sitji fólk sem endurspegli betur þann mannauð sem býr í þjóðinni þrátt fyrir allt. Og að við höfum ekki á tilfinningunni að Alþingi sé fremur viðvaningslegt leikhús frá liðinni öld þar sem sett eru upp óhemju leiðinleg og langdregin verk á meðan raunverulegu ákvarðanirnar um líf okkar og framtíð eru teknar í vildarklúbbunum. Tekist er á um gæði, sanngirni, leikreglur, réttlæti og mannúð sem fyrr – en tími „stéttastjórnmála“ er liðinn í huga margra kjósenda. Þeir skynja að úrlausnarefnin þurfi að nálgast og leysa á nýjan hátt: með upplýsingum, samráði og samtali. Þetta sáum við gert á Stjórnlagaþingi, þar sem ólíkir fulltrúar úr ólíkum áttum fundu út úr hlutunum saman og af samfélagslegri ábyrgð. Píratar eru aðalpartíið. Kjósendalið Samfylkingar virðist í flokkum hafa ákveðið að taka sig til og lýsa yfir stuðningi við Pírata. Líka kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þarna mætast andstæðar hugsjónafylkingar ásamt kjósendum engra flokka. Er stefna flokksins þá tómt svæði sem á eftir að fylla? Er þetta flokkur fyrir hægri sinnaða anarkista sem vilja eftirláta markaðnum að leysa öll mál stór og smá? Já. Er þetta flokkur fyrir félagshyggjufólk sem sér fyrir sér samfélagslegar lausnir á helstu málum? Já. Og allt þar á milli. Þetta er ekki málið. Og það er heldur ekki málið hvort kjósandinn kunni að vera félagi í ASÍ eða bændasamtökunum, sveinafélagi bakarameistara eða samtökum heildsala – í þessari eða hinni „stétt“, þetta er allt komið á flot fyrir löngu; þjóðfélagið virðist ekki knúið áfram af þess háttar stéttaátökum lengur og flokkakerfi sem endurspeglar ekki raunverulegar aðstæður í þjóðfélaginu er ófært um að vera vettvangur þar sem mál eru leidd til lykta. Það er dæmt til að hljóta hægt andlát.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun