Andy Sullivan tekur forystuna í eyðimörkinni 22. janúar 2016 19:30 Andy Sullivan og Darren Clarke á öðrum hring í dag. Getty Englendingurinn Andy Sullivan hefur tekið forystuna á Abu Dhabi meistaramótinu en eftir tvo daga er hann á tíu höggum undir pari. Sullivan verður þó að bíða þangað til að annar hringur klárist á morgun til að vita hvort hann heldur forystunni því margir kylfingar náðu ekki að ljúka leik í dag vegna þoku. Á níu undir pari kemur Bandaríski áhuagmaðurinn Brycon DeChambeau en hann gæti orðið aðeins fjórði áhugamaðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra á móti ef hann heldur áfram að spila jafn vel. Nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari, meðal annars reynsluboltinn Thomas Bjorn og Hollendingurinn Joost Luiten. Jordan Spieth og Rory McIlroy náðu ekki að ljúka leik í dag en þeir léku ekki vel og voru á einu höggi yfir pari eftir 13 holur. Þeir eru þó enn ofarlega á skortöflunni eftir að hafa leikið vel í gær en áhugavert verður að sjá hvort að annar hvor þeirra blandi sér í baráttuna um sigurinn um helgina. Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Andy Sullivan hefur tekið forystuna á Abu Dhabi meistaramótinu en eftir tvo daga er hann á tíu höggum undir pari. Sullivan verður þó að bíða þangað til að annar hringur klárist á morgun til að vita hvort hann heldur forystunni því margir kylfingar náðu ekki að ljúka leik í dag vegna þoku. Á níu undir pari kemur Bandaríski áhuagmaðurinn Brycon DeChambeau en hann gæti orðið aðeins fjórði áhugamaðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra á móti ef hann heldur áfram að spila jafn vel. Nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari, meðal annars reynsluboltinn Thomas Bjorn og Hollendingurinn Joost Luiten. Jordan Spieth og Rory McIlroy náðu ekki að ljúka leik í dag en þeir léku ekki vel og voru á einu höggi yfir pari eftir 13 holur. Þeir eru þó enn ofarlega á skortöflunni eftir að hafa leikið vel í gær en áhugavert verður að sjá hvort að annar hvor þeirra blandi sér í baráttuna um sigurinn um helgina.
Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira