KSÍ styður Infantino til forseta FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Gianni Infantino er þekkt andlit í evrópsku knattspyrnuhreyfingunni. vísir/afp Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“ FIFA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“
FIFA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira