Tækifæri til þess að sjá verk sem sjást sjaldan Magnús Guðmundsson skrifar 20. janúar 2016 14:00 Verk eftir Jóhannes S. Kjarval á Charlottenborg 1927. Árið 1920 var tímamótaár í íslenskri myndlist en þá stóð Dansk-Islandsk Samfund fyrir fyrstu samsýningunni á íslenskri myndlist utan landsteinanna. Sjö árum síðar var svo í Charlottenborg í Kaupmannahöfn efnt til sýningarinnar Udstilling af islandsk kunst en þar voru sýnd tæplega 350 verk eftir tólf íslenska listamenn. Á morgun verður opnuð sýning í Listasafni Íslands þar sem verður litið um öxl og sýndur hluti verkanna sem voru á þessum tímamótasýningum í Kaupmannahöfn. Dagný Heiðdal, deildarstjóri Listasafns Íslands, segir að sýningarnar hafi vakið heilmikla athygli á sínum tíma. „Þetta vakti mikla athygli í Danmörku og sýningin sem var 1927 fór líka til Þýskalands og við erum líka með mikið af blaðaúrklippum þaðan þar sem er verið að fjalla um þá sýningu. Eflaust greiddi þetta nokkuð götu íslenskrar myndlistar þarna á sínum tíma enda var haft orð á því hversu vel sýningarnar hafi verið sóttar. Jón Stefánsson var svona sá sem þeim þótti áhugaverðastur enda var hann þekktur fyrir í Danmörku. En það voru líka tvær konur í þessum hópi, þær Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Á sýningunni 1927 vildu þeir sýna hvað hefði verið gert og voru þá með þrjú verk eftir Sigurð Guðmundsson. Auk áðurnefndra voru þarna einnig verk eftir Þórarin B. Þorláksson, sem þá var látinn, Ásgrím Jónsson, Kjarval, Guðmund Thorsteinsson – Mugg, Jón Þorláksson – Finn, Ólaf Blöndal og Guðmund Einarsson frá Miðdal.“ Sýningin er unnin í samvinnu við Dansk-íslenska félagið, sem er hundrað ára í ár, en eitt af markmiðum félagsins er að stuðla að aukinni þekkingu á Íslandi í Danmörku. „Þau komu að máli við okkur og sáðu fræjum að sýningunni. Við skoðuðum þetta og sáum fljótt að þetta er frábært tækifæri fyrir fólk að koma og sjá mikið af verkum sem eru ekki alltaf aðgengileg.“ Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Árið 1920 var tímamótaár í íslenskri myndlist en þá stóð Dansk-Islandsk Samfund fyrir fyrstu samsýningunni á íslenskri myndlist utan landsteinanna. Sjö árum síðar var svo í Charlottenborg í Kaupmannahöfn efnt til sýningarinnar Udstilling af islandsk kunst en þar voru sýnd tæplega 350 verk eftir tólf íslenska listamenn. Á morgun verður opnuð sýning í Listasafni Íslands þar sem verður litið um öxl og sýndur hluti verkanna sem voru á þessum tímamótasýningum í Kaupmannahöfn. Dagný Heiðdal, deildarstjóri Listasafns Íslands, segir að sýningarnar hafi vakið heilmikla athygli á sínum tíma. „Þetta vakti mikla athygli í Danmörku og sýningin sem var 1927 fór líka til Þýskalands og við erum líka með mikið af blaðaúrklippum þaðan þar sem er verið að fjalla um þá sýningu. Eflaust greiddi þetta nokkuð götu íslenskrar myndlistar þarna á sínum tíma enda var haft orð á því hversu vel sýningarnar hafi verið sóttar. Jón Stefánsson var svona sá sem þeim þótti áhugaverðastur enda var hann þekktur fyrir í Danmörku. En það voru líka tvær konur í þessum hópi, þær Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Á sýningunni 1927 vildu þeir sýna hvað hefði verið gert og voru þá með þrjú verk eftir Sigurð Guðmundsson. Auk áðurnefndra voru þarna einnig verk eftir Þórarin B. Þorláksson, sem þá var látinn, Ásgrím Jónsson, Kjarval, Guðmund Thorsteinsson – Mugg, Jón Þorláksson – Finn, Ólaf Blöndal og Guðmund Einarsson frá Miðdal.“ Sýningin er unnin í samvinnu við Dansk-íslenska félagið, sem er hundrað ára í ár, en eitt af markmiðum félagsins er að stuðla að aukinni þekkingu á Íslandi í Danmörku. „Þau komu að máli við okkur og sáðu fræjum að sýningunni. Við skoðuðum þetta og sáum fljótt að þetta er frábært tækifæri fyrir fólk að koma og sjá mikið af verkum sem eru ekki alltaf aðgengileg.“
Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira