Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Karl Lúðvíksson skrifar 20. janúar 2016 09:52 Horft niður að ós frá Bárðarfossi Mynd: www.hreggnasi.is Það styttist óðum í veiðisumarið og það er greinilegt að góð veiði á síðasta sumri hefur hresst allhressilega upp á bókunargleðina. Þetta á jafnt við um innlenda og erlenda veiðimenn en veiðileyfasalar taka vel eftir því að mikil aukning er á komu erlendra veiðimanna til landsins. Það gerist í kjölfar dræmrar veiði á Bretlandseyjum og í Noregi sem hafa verið helstu lendur laxveiðimanna ásamt Íslandi. Nú er staðan orðin þannig að uppselt er í bestu árnar eða lítið laust en mikil eftirspurn er eftir veiðileyfum svo það stefnir í að það verði erfitt ef ekki vonlaust að fá þokkalega daga í laxveiði í sumar. Það er meira að segja lítið eftir af dögum á jaðartíma í mörgum ánum. Gott dæmi um mikla sölu má sjá t.d. á vefsölunni hjá Hreggnasa en samkvæmt vefnum er nú þegar uppselt í Laxá í Kjós, Grímsá, Svalbarðsá, Hofsá og Laxá í Dölum. Úlfarsá er minna bókuð en þar má ennþá finna daga á stangli í júní og júli en meira er laust í ágúst. Það er í raun skrítið því það er flottur tími í ánni. Áin er lítil og nett, nóg af laxi og aðgengileg. Það hefur oft verið þannig að þeir sem ekki fá leyfi í Elliðaárnar hafa sótt í Úlfarsá þá sérstaklega þeir sem eru með unga veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu spor við árnar. Önnur perla sem er á vegum Hreggnasa er Brynjudalsá. Hún er í dag aðeins veidd á flugu en það kom mörgum á óvart þegar sú ákvörðun var tekin því hún hefur lengst af verið algjör ormaá að efri svæðunum undanskildum. Það hefur dregið fleiri að ánni eftir að hún varð aðeins veidd á flugu en nýtt hús við ánna hefur líka mikið aðdráttarafl en gamli kofinn sem var við ánna var ekki boðlegur fólki og leit í raun út eins og hann hafi staðið þarna frá landnámi. Núna eru aðeins tvær stangir lausar í ánna í sumar og það er því ljóst að það verða færri sem komast að þar en vilja. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði
Það styttist óðum í veiðisumarið og það er greinilegt að góð veiði á síðasta sumri hefur hresst allhressilega upp á bókunargleðina. Þetta á jafnt við um innlenda og erlenda veiðimenn en veiðileyfasalar taka vel eftir því að mikil aukning er á komu erlendra veiðimanna til landsins. Það gerist í kjölfar dræmrar veiði á Bretlandseyjum og í Noregi sem hafa verið helstu lendur laxveiðimanna ásamt Íslandi. Nú er staðan orðin þannig að uppselt er í bestu árnar eða lítið laust en mikil eftirspurn er eftir veiðileyfum svo það stefnir í að það verði erfitt ef ekki vonlaust að fá þokkalega daga í laxveiði í sumar. Það er meira að segja lítið eftir af dögum á jaðartíma í mörgum ánum. Gott dæmi um mikla sölu má sjá t.d. á vefsölunni hjá Hreggnasa en samkvæmt vefnum er nú þegar uppselt í Laxá í Kjós, Grímsá, Svalbarðsá, Hofsá og Laxá í Dölum. Úlfarsá er minna bókuð en þar má ennþá finna daga á stangli í júní og júli en meira er laust í ágúst. Það er í raun skrítið því það er flottur tími í ánni. Áin er lítil og nett, nóg af laxi og aðgengileg. Það hefur oft verið þannig að þeir sem ekki fá leyfi í Elliðaárnar hafa sótt í Úlfarsá þá sérstaklega þeir sem eru með unga veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu spor við árnar. Önnur perla sem er á vegum Hreggnasa er Brynjudalsá. Hún er í dag aðeins veidd á flugu en það kom mörgum á óvart þegar sú ákvörðun var tekin því hún hefur lengst af verið algjör ormaá að efri svæðunum undanskildum. Það hefur dregið fleiri að ánni eftir að hún varð aðeins veidd á flugu en nýtt hús við ánna hefur líka mikið aðdráttarafl en gamli kofinn sem var við ánna var ekki boðlegur fólki og leit í raun út eins og hann hafi staðið þarna frá landnámi. Núna eru aðeins tvær stangir lausar í ánna í sumar og það er því ljóst að það verða færri sem komast að þar en vilja.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði