„Nær allt fór úrskeiðis við síðustu einkavæðingu“ Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:00 Valgerður Sverrisdóttir handsalar sölu á Búnaðarbankanum. Geir H. Haarde og Ólafur Ólafsson fylgjast spenntir með. Fréttablaðið/GVA „Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“ Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
„Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira