Íslandsbanki kominn í ríkiseigu Ingvar Haraldsson skrifar 30. janúar 2016 07:00 Íslandsbanki er kominn í ríkiseigu að sögn framkvæmdastjóra Glitnis. fréttablaðið/vilhelm Glitnir hefur afhent ríkinu allt stöðugleikaframlag slitabúsins. Þetta segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis. Frá því hafi verið gengið í vikunni. Það þýðir að Íslandsbanki er að fullu kominn í ríkiseigu. Stjórnvöld meta 95 prósenta eignarhlutinn í Íslandsbanka sem Glitnir afhenti á 185 milljarða króna og stöðugleikaframlag Glitnis í heild 229 milljarða króna. Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins tekur Seðlabankinn við eignarhlutum sem slitabúin greiða ríkinu. Á Alþingi liggur fyrir lagafrumvarp þar sem kveðið er á um að sérstakt eignaumsýslufélag verði stofnað um stöðugleikaframlögin í umsjón Seðlabankans. Ingólfur segir að meðal eigna sem hafi verið afhentar séu eignarhlutir í ýmsum íslenskum fyrirtækjum. Þar á meðal hlutir í Sjóvá, Reitum og lítill hlutur í Eimskip. Glitnir átti 13,67 prósenta eignarhlut í Sjóvá í gegnum félagið SAT eignarhaldsfélag hf. sem er tæplega 2,5 milljarða króna virði. Auk þess átti Glitnir 6,26 prósenta eignarhlut í Reitum sem metinn er á 3,8 milljarða króna. Þá eru lán Glitnis til Reykjanesbæjar meðal þeirra eigna sem afhentar hafa verið ríkinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vildi ekki upplýsa um hver aðkoma ríkisins að viðræðum Reykjanesbæjar við kröfuhafa yrði í kjölfar þess. Ríkið hefur verið óbeinn aðili að viðræðunum þar sem Landsbankinn er einn kröfuhafa. Þá skuldar Reykjanesbær Íslandsbanka einnig talsverða fjármuni. Á hluthafafundi í Glitnis í gær voru Norðmaðurinn Tom Grøndahl, Daninn Steen Parsholt og Bretinn Mike Wheeler kjörnir í stjórn eignaumsýslufélagsins. Þeir voru þeir einu sem voru í framboði. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Glitnir hefur afhent ríkinu allt stöðugleikaframlag slitabúsins. Þetta segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis. Frá því hafi verið gengið í vikunni. Það þýðir að Íslandsbanki er að fullu kominn í ríkiseigu. Stjórnvöld meta 95 prósenta eignarhlutinn í Íslandsbanka sem Glitnir afhenti á 185 milljarða króna og stöðugleikaframlag Glitnis í heild 229 milljarða króna. Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins tekur Seðlabankinn við eignarhlutum sem slitabúin greiða ríkinu. Á Alþingi liggur fyrir lagafrumvarp þar sem kveðið er á um að sérstakt eignaumsýslufélag verði stofnað um stöðugleikaframlögin í umsjón Seðlabankans. Ingólfur segir að meðal eigna sem hafi verið afhentar séu eignarhlutir í ýmsum íslenskum fyrirtækjum. Þar á meðal hlutir í Sjóvá, Reitum og lítill hlutur í Eimskip. Glitnir átti 13,67 prósenta eignarhlut í Sjóvá í gegnum félagið SAT eignarhaldsfélag hf. sem er tæplega 2,5 milljarða króna virði. Auk þess átti Glitnir 6,26 prósenta eignarhlut í Reitum sem metinn er á 3,8 milljarða króna. Þá eru lán Glitnis til Reykjanesbæjar meðal þeirra eigna sem afhentar hafa verið ríkinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vildi ekki upplýsa um hver aðkoma ríkisins að viðræðum Reykjanesbæjar við kröfuhafa yrði í kjölfar þess. Ríkið hefur verið óbeinn aðili að viðræðunum þar sem Landsbankinn er einn kröfuhafa. Þá skuldar Reykjanesbær Íslandsbanka einnig talsverða fjármuni. Á hluthafafundi í Glitnis í gær voru Norðmaðurinn Tom Grøndahl, Daninn Steen Parsholt og Bretinn Mike Wheeler kjörnir í stjórn eignaumsýslufélagsins. Þeir voru þeir einu sem voru í framboði.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira