Bird vann en Buemi með ótrúlega endurkomu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. febrúar 2016 19:56 Sam Bird leiddi alla keppnina í dag og tókst að verjast árásum Sebastian Buemi undir lokin. Vísir/Getty Sam Bird á DS Virgin kom fyrstur í mark í Buenos Aires. Sebastian Buemi varð annar á Reanult e.Dams og Lucas Di Grassi varð þriðji á ABT. Bird var á ráspól fyrir fjórðu keppni tímabilsins í Formúlu E. Buemi, sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna ræsti af stað síðastur eftir vandræði í tímatökunni. „Það er frábært að vera á ráspól. Við gerum ráð fyrir að fara 18 hringi á fyrri bílnum og 17 á seinni. Til að það takist þarf að fara varlega með orkuna alla keppnina,“ sagði Bird fyrir keppnina. Jérôme D´Ambrosio lenti í vandræðum á Dragon bílnum, yfirbygging bílsins virtist leggjast á dekkið. Viðgerð á þjónustusvæðinu tókst vel. Það er ekki venjan að ökumenn taki þjónustuhlé í Formúlu E nema þegar þeir skipta um bíl um miðbik keppninnar. D´Ambrosio tapaði átta sætum vegna þessa. Buemi átti mikið verkefni fyrir höndum. Honum langaði greinilega að klóra í bakkann og ná í einhver stig í keppninni. Hann var orðinn tíundi eftir sjö hringi.Antonio Felix Da Costa á Aguri stal öðru sætinu af Nicolas Prost á Renault e.Dams á hring 13. Da Costa lenti í vandræðum á hring 18 og komst ekki af stað aftur. Ökumenn tóku þjónustuhlé á hring 18, allir nema Nelson Piquet Jr. á Nextev TCR, hann tók einn auka hring og gat því notað meira afl á hring það sem eftir var í keppninni til að reyna að komast framar. Öryggisbíll var kallaður út til að hægt væri að fjarlægja bíl Da Costa. Bílarnir voru í einni halarófu á eftir öryggisbílnum, þegar hann fór inn voru 13 hringir eftir. Buemi var orðinn þriðji á 23. hring. Hann hafði unnið upp 15 sæti frá ræsingu. Buemi varð annar á hring 29 þegar hann tók fram úr Di Grassi á ABT. Buemi hafði fimm hringi til að ná fyrsta sætinu af Bird. Buemi reyndi allt sem hann gat til að ná forystunni en allt kom fyrir ekki. Hann átti þrátt fyrir allt góðan dag, frá 18. sæti í annað verður að teljast býsna gott. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Buemi vann Formúlu E í Ungverjalandi Sebastian Buemi á Renault e.Dams kom fyrstur í mark í Formúlu E í Ungverjaldandi. Lucas di Grassi varð annar á ABT bílnum og Jerome d´Ambrosio varð þriðji á Dragon bílnum. 19. desember 2015 20:01 Sebastian Buemi vann í Kína Sebastian Buemi á Renault vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. 24. október 2015 09:09 Lucas di Grassi vann í Putrajaya Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji. 7. nóvember 2015 07:12 Fyrsti Formúlu E kappaksturinn sýndur beint um næstu helgi | Myndband Alain Prost, Richard Branson og Mario Andretti eiga allir lið í Formúlu E sem er kappaksturskeppni bíla sem notast við rafmagn frekar en hefðbundnara og óvistvænna eldsneyti. 22. október 2015 19:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sam Bird á DS Virgin kom fyrstur í mark í Buenos Aires. Sebastian Buemi varð annar á Reanult e.Dams og Lucas Di Grassi varð þriðji á ABT. Bird var á ráspól fyrir fjórðu keppni tímabilsins í Formúlu E. Buemi, sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna ræsti af stað síðastur eftir vandræði í tímatökunni. „Það er frábært að vera á ráspól. Við gerum ráð fyrir að fara 18 hringi á fyrri bílnum og 17 á seinni. Til að það takist þarf að fara varlega með orkuna alla keppnina,“ sagði Bird fyrir keppnina. Jérôme D´Ambrosio lenti í vandræðum á Dragon bílnum, yfirbygging bílsins virtist leggjast á dekkið. Viðgerð á þjónustusvæðinu tókst vel. Það er ekki venjan að ökumenn taki þjónustuhlé í Formúlu E nema þegar þeir skipta um bíl um miðbik keppninnar. D´Ambrosio tapaði átta sætum vegna þessa. Buemi átti mikið verkefni fyrir höndum. Honum langaði greinilega að klóra í bakkann og ná í einhver stig í keppninni. Hann var orðinn tíundi eftir sjö hringi.Antonio Felix Da Costa á Aguri stal öðru sætinu af Nicolas Prost á Renault e.Dams á hring 13. Da Costa lenti í vandræðum á hring 18 og komst ekki af stað aftur. Ökumenn tóku þjónustuhlé á hring 18, allir nema Nelson Piquet Jr. á Nextev TCR, hann tók einn auka hring og gat því notað meira afl á hring það sem eftir var í keppninni til að reyna að komast framar. Öryggisbíll var kallaður út til að hægt væri að fjarlægja bíl Da Costa. Bílarnir voru í einni halarófu á eftir öryggisbílnum, þegar hann fór inn voru 13 hringir eftir. Buemi var orðinn þriðji á 23. hring. Hann hafði unnið upp 15 sæti frá ræsingu. Buemi varð annar á hring 29 þegar hann tók fram úr Di Grassi á ABT. Buemi hafði fimm hringi til að ná fyrsta sætinu af Bird. Buemi reyndi allt sem hann gat til að ná forystunni en allt kom fyrir ekki. Hann átti þrátt fyrir allt góðan dag, frá 18. sæti í annað verður að teljast býsna gott.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Buemi vann Formúlu E í Ungverjalandi Sebastian Buemi á Renault e.Dams kom fyrstur í mark í Formúlu E í Ungverjaldandi. Lucas di Grassi varð annar á ABT bílnum og Jerome d´Ambrosio varð þriðji á Dragon bílnum. 19. desember 2015 20:01 Sebastian Buemi vann í Kína Sebastian Buemi á Renault vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. 24. október 2015 09:09 Lucas di Grassi vann í Putrajaya Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji. 7. nóvember 2015 07:12 Fyrsti Formúlu E kappaksturinn sýndur beint um næstu helgi | Myndband Alain Prost, Richard Branson og Mario Andretti eiga allir lið í Formúlu E sem er kappaksturskeppni bíla sem notast við rafmagn frekar en hefðbundnara og óvistvænna eldsneyti. 22. október 2015 19:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Buemi vann Formúlu E í Ungverjalandi Sebastian Buemi á Renault e.Dams kom fyrstur í mark í Formúlu E í Ungverjaldandi. Lucas di Grassi varð annar á ABT bílnum og Jerome d´Ambrosio varð þriðji á Dragon bílnum. 19. desember 2015 20:01
Sebastian Buemi vann í Kína Sebastian Buemi á Renault vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. 24. október 2015 09:09
Lucas di Grassi vann í Putrajaya Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji. 7. nóvember 2015 07:12
Fyrsti Formúlu E kappaksturinn sýndur beint um næstu helgi | Myndband Alain Prost, Richard Branson og Mario Andretti eiga allir lið í Formúlu E sem er kappaksturskeppni bíla sem notast við rafmagn frekar en hefðbundnara og óvistvænna eldsneyti. 22. október 2015 19:45