Mikilvægur bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. febrúar 2016 22:00 Hendricks í flottu formi fyrir bardagann. Vísir/Getty Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira
Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer
MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira
Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30