Píla Pína frumsýnd á fjölum Hofs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 10:30 "Við gerðum aðeins meira úr hetjunni okkar en í fyrri útgáfu og gáfum henni fleiri þrautir til að leysa,“ segir Sara sem bæði er leikstjóri og meðhöfundur nýrrar leikgerðar. Mynd/MAk „Píla pína er sýning fyrir alla á aldrinum 4 til 104 ára, ekta fjölskyldusýning,“ segir Sara Marti Guðmundsdóttir glaðlega um leikritið Pílu pínu sem frumsýnt verður á morgun klukkan 14 í Hofi á Akureyri. Hún segir þar öllu tjaldað til og lýsir meðal annars tilkomumiklu vídeói eftir Inga Bekk sem virkar sem leikmynd. „Við erum með risaskjá bak við sviðið með teiknimyndum sem segja okkur hvar við erum, og fer með okkur niður í holur og yfir hóla og hæðir.“ Heiðdís Norðfjörð samdi söguna um hagamúsina Pílu pínu, óf hana utan um ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og hún og Ragga Gísla sömdu lög við ljóðin sem komu út á plötu 1980. Heiðdís skrifaði líka leikgerð sem búin er að liggja í skúffu í áratugi að sögn Söru. „Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri gróf efnið upp, vissi hversu vandað það er og mikið „költ“ og bauð mér að líta á það. Ég og bekkjarsystir mín úr leiklistarskólanum, Sigrún Huld Skúladóttir, unnum nýja leikgerð sem er í takt við samtímann en við vorum þó trúar texta Heiðdísar. Píla pína kemst að því í upphafi að mamma hennar er döpur vegna þess að hún þurfti að flýja stríð þegar kötturinn kom og hún veit ekkert hvað varð um fjölskylduna svo litla músin leggur í ferðalag til að reyna að finna hana. Við gerðum aðeins meira úr hetjunni okkar en í fyrri útgáfu og gáfum henni fleiri þrautir að leysa.“Píla pína lendir í ýmsum hremmingum, hér er það krummi sem ógnar henni. Mynd/MAkSara kveðst handviss um að leikritið eigi eftir að vekja spurningar hjá börnum og skapa samtal milli þeirra og foreldranna. „Textarnir halda sér og öll lögin sem voru á plötunni. Nokkrir sem hafa labbað inn á æfingar sperra eyrun þegar þeir heyra lögin, muna eftir þeim frá því „í gamla daga“ og fyllast gleði. Við erum með kór og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í tónlistarflutningnum með leikurunum, þar sem Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir er í titilhlutverkinu og Þórunn Lárusdóttir leikur mömmuna. Þetta er viðamesta sýningin hér á Akureyri í vetur og fyrsta stóra verkefnið sem unnið er af Menningarfélagi Akureyrar – MAk sem varð til eftir sameiningu sinfóníunnar, leikfélagsins og Hofs,“ segir Sara og bendir á síðuna mak.is. Leikendur í Pílu pínu eru: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Saga Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson. Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Píla pína er sýning fyrir alla á aldrinum 4 til 104 ára, ekta fjölskyldusýning,“ segir Sara Marti Guðmundsdóttir glaðlega um leikritið Pílu pínu sem frumsýnt verður á morgun klukkan 14 í Hofi á Akureyri. Hún segir þar öllu tjaldað til og lýsir meðal annars tilkomumiklu vídeói eftir Inga Bekk sem virkar sem leikmynd. „Við erum með risaskjá bak við sviðið með teiknimyndum sem segja okkur hvar við erum, og fer með okkur niður í holur og yfir hóla og hæðir.“ Heiðdís Norðfjörð samdi söguna um hagamúsina Pílu pínu, óf hana utan um ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og hún og Ragga Gísla sömdu lög við ljóðin sem komu út á plötu 1980. Heiðdís skrifaði líka leikgerð sem búin er að liggja í skúffu í áratugi að sögn Söru. „Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri gróf efnið upp, vissi hversu vandað það er og mikið „költ“ og bauð mér að líta á það. Ég og bekkjarsystir mín úr leiklistarskólanum, Sigrún Huld Skúladóttir, unnum nýja leikgerð sem er í takt við samtímann en við vorum þó trúar texta Heiðdísar. Píla pína kemst að því í upphafi að mamma hennar er döpur vegna þess að hún þurfti að flýja stríð þegar kötturinn kom og hún veit ekkert hvað varð um fjölskylduna svo litla músin leggur í ferðalag til að reyna að finna hana. Við gerðum aðeins meira úr hetjunni okkar en í fyrri útgáfu og gáfum henni fleiri þrautir að leysa.“Píla pína lendir í ýmsum hremmingum, hér er það krummi sem ógnar henni. Mynd/MAkSara kveðst handviss um að leikritið eigi eftir að vekja spurningar hjá börnum og skapa samtal milli þeirra og foreldranna. „Textarnir halda sér og öll lögin sem voru á plötunni. Nokkrir sem hafa labbað inn á æfingar sperra eyrun þegar þeir heyra lögin, muna eftir þeim frá því „í gamla daga“ og fyllast gleði. Við erum með kór og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í tónlistarflutningnum með leikurunum, þar sem Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir er í titilhlutverkinu og Þórunn Lárusdóttir leikur mömmuna. Þetta er viðamesta sýningin hér á Akureyri í vetur og fyrsta stóra verkefnið sem unnið er af Menningarfélagi Akureyrar – MAk sem varð til eftir sameiningu sinfóníunnar, leikfélagsins og Hofs,“ segir Sara og bendir á síðuna mak.is. Leikendur í Pílu pínu eru: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Saga Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson.
Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira