Fowler efstur í Phoenix - McIlroy ofarlega í Dubai 5. febrúar 2016 16:45 Rickie Fowler slær á fyrsta hring. Getty Rickie Fowler leiðir eftir fyrsta hring á Phoenix Open en hann lék TPC Scottsdale völlinn á 65 höggum eða sex undir pari. Hann er þó ekki einn í forystu því Írinn Shane Lowry, og Japaninn Hideki Matsuyama, eru einnig á sex höggum undir pari. Ekki allir náðu að klára fyrsta hring vegna veðurs en skor þátttakenda var þó mjög gott þrátt fyrir það. Á Evrópumótaröðinni fer fram Omega Dubai Desert Classic á Emirates vellinum en eftir fyrsta hring þar leiðir Svíinn Alex Norren á sex undir pari. Rory McIlroy er þó ekki langt undan en hann lék fyrsta hring á fjórum undir pari, en hann átti einnig tilþrif dagsins þegar að hann fékk magnaðan fugl á 18. holu eftir að hafa sett upphafshögg sitt í vatnstorfæru. Bæði Omega Dubai Desert Classic og Phoenix Open eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rickie Fowler leiðir eftir fyrsta hring á Phoenix Open en hann lék TPC Scottsdale völlinn á 65 höggum eða sex undir pari. Hann er þó ekki einn í forystu því Írinn Shane Lowry, og Japaninn Hideki Matsuyama, eru einnig á sex höggum undir pari. Ekki allir náðu að klára fyrsta hring vegna veðurs en skor þátttakenda var þó mjög gott þrátt fyrir það. Á Evrópumótaröðinni fer fram Omega Dubai Desert Classic á Emirates vellinum en eftir fyrsta hring þar leiðir Svíinn Alex Norren á sex undir pari. Rory McIlroy er þó ekki langt undan en hann lék fyrsta hring á fjórum undir pari, en hann átti einnig tilþrif dagsins þegar að hann fékk magnaðan fugl á 18. holu eftir að hafa sett upphafshögg sitt í vatnstorfæru. Bæði Omega Dubai Desert Classic og Phoenix Open eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira