Hvað er Zika? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:00 Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku. vísir/epa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku. Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku.
Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52
Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03
Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38