Lara Croft hefur aldrei litið betur út Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2016 09:30 Lara Croft er orðin nokkuð hættuleg. Ævintýrakonan Lara Croft er orðin tuttugu ára gömul en fyrsti leikurinn í þessari vinsælu seríu kom út árið 1996 og sló í gegn. Þá var hún brjóstgóð ofurhetja í pínulitlum buxum sem felldi jafnt menn sem risaeðlur án þess að svitna. Serían var svo endurræst árið 2013 og gerð aðeins raunverulegri. Aðeins. Nýjasti leikurinn um Löru Croft er líklegast sá besti og er greinilegt að Crystal Dynamics vita hvað þeir eru að gera. Í ROTTR má finna góða blöndu af klisju og alvarleika og útlit leiksins er einfaldlega frábært. Þá er mjög mikið að sjá og gera í leiknum og oft á tíðum er erfitt að halda dampi þar sem maður vill helst kíkja undir hvern stein og á bakvið hvert tré.Leikurinn Rise of the Tomb Raider var gefinn út fyrir Xbox One og 360 í nóvember. Á dögunum var hann hins vegar gefinn út fyrir PC og til stendur að gefa hann út fyrir PS4 seinna á þessu ári. Um er að ræða annan leikinn um ævintýrakonuna frægu frá því að serían var, eins og áður hefur komið, endurreist fyrir þremur árum. Þá var Lara Croft táningur sem varð skipreka á undarlegri eyju og þurfti að berjast fyrir lífi sínu. Að þessu sinni drepur hún haug manna og dýra á eigin forsendum þar sem Lara fylgir vísbendingum sem faðir hennar skildi eftir sig í leit að undraverðum fornmuni sem sagður er geta veitt endalaust líf. Í leiðinni þarf hún að fletta ofan af sögu gripsins og mannsins sem bar hann. Í grunninn gengur Tomb Raider út á að lifa af í mjög svo óvinveittu umhverfi, safna birgðum, byggja vopn og finna fornmuni. Þá þarf Lara að læra ýmis tungumál og verða öflugri bardagakona svo auðveldara sé að ganga frá málaliðum á nýstárlega máta.Spilarar leita að fjársjóðum á fallegum stöðum.Karakterkerfi leiksins er mjög gott og þá er einnig hægt að betrumbæta öll vopnin sem Lara beitir gegn dýrum og málaliðum skuggalegra samtaka sem elta hana við hvert fótmál og leita að sama fornmuni. Þrautir leiksins eru gífurlega skemmtilegar og krefjandi, en þær mættu jafnvel vera fleiri. Með skemmtilegri atburðum leiksins eru fjársjóðsleitir sem hægt er að taka elta uppi og tengjast sögu leiksins í raun ekki. Bardagar Löru fela oftar en ekki í sér að laumast úr einu fylgsni í annað og koma óvinum að óvörum. Þó er nóg um skotbardaga í ROTTR og skotkerfi leiksins virkar einnig vel. Jafnvel of vel, þar sem oft á tíðum er ónauðsynlegt að laumupúkast og þess í stað hægt að hlaupa bara um skjótandi.Það sem er hægt að setja út á í PC útgáfunni er til dæmis það að örvatakkarnir bjóða oft á tíðum ekki upp á jafn mikla nákvæmni í hreyfingum og fjarstýringar leikjatölva. Því gerðist það tiltölulega oft að ég hoppaði fram af klettasyllum og hitti ekki á brúnir sem ég ætlaði mér að grípa í. Það sem einkennir PC útgáfu ROTTR þó sérstaklega útlitið. Grafíkin er mjög góð og með réttu tölvunum er hægt að gera hana einstaka. Spilunin er skemmtileg og þrautirnar eru krefjandi. Bardagar eru einnig skemmtilegir, svæði leiksins eru stór og stútfull af hlutum til að finna. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Protoss koma til bjargar Sautján ára saga Starcraft er komin að leiðarlokum. 6. desember 2015 10:30 Erfið en mjúk fyrstu skref Master Chief á Xbox One Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. 6. janúar 2016 11:00 Endurfæddur Nathan Drake Uncharted: The Nathan Drake Collection gerir góða leiki betri. 5. nóvember 2015 10:00 Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30 Biðin eftir góðum handboltaleik heldur áfram Framleiðendurnir Handball 16 fá þó aukastig fyrir viðleitnina, en markaðurinn fyrir handboltaleiki er væntanlega ekki beysinn. Íslenskir leikmenn eru á sínum stað. 25. janúar 2016 15:30 Jólunum vel varið í kjarnorkuauðn Boston Fallout 4 er án efa einn af tölvuleikjum ársins. 19. nóvember 2015 10:00 Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00 Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30 Frískað upp á slappa seríu Assassins Creed Syndicate er níundi leikurinn í seríunni og flytur hana að nýjum hæðum. 12. nóvember 2015 10:00 Leikirnir sem beðið er eftir Óhætt er að segja að árið lofi góðu og eru margir efnilegir leikir á leiðinni. 15. janúar 2016 08:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ævintýrakonan Lara Croft er orðin tuttugu ára gömul en fyrsti leikurinn í þessari vinsælu seríu kom út árið 1996 og sló í gegn. Þá var hún brjóstgóð ofurhetja í pínulitlum buxum sem felldi jafnt menn sem risaeðlur án þess að svitna. Serían var svo endurræst árið 2013 og gerð aðeins raunverulegri. Aðeins. Nýjasti leikurinn um Löru Croft er líklegast sá besti og er greinilegt að Crystal Dynamics vita hvað þeir eru að gera. Í ROTTR má finna góða blöndu af klisju og alvarleika og útlit leiksins er einfaldlega frábært. Þá er mjög mikið að sjá og gera í leiknum og oft á tíðum er erfitt að halda dampi þar sem maður vill helst kíkja undir hvern stein og á bakvið hvert tré.Leikurinn Rise of the Tomb Raider var gefinn út fyrir Xbox One og 360 í nóvember. Á dögunum var hann hins vegar gefinn út fyrir PC og til stendur að gefa hann út fyrir PS4 seinna á þessu ári. Um er að ræða annan leikinn um ævintýrakonuna frægu frá því að serían var, eins og áður hefur komið, endurreist fyrir þremur árum. Þá var Lara Croft táningur sem varð skipreka á undarlegri eyju og þurfti að berjast fyrir lífi sínu. Að þessu sinni drepur hún haug manna og dýra á eigin forsendum þar sem Lara fylgir vísbendingum sem faðir hennar skildi eftir sig í leit að undraverðum fornmuni sem sagður er geta veitt endalaust líf. Í leiðinni þarf hún að fletta ofan af sögu gripsins og mannsins sem bar hann. Í grunninn gengur Tomb Raider út á að lifa af í mjög svo óvinveittu umhverfi, safna birgðum, byggja vopn og finna fornmuni. Þá þarf Lara að læra ýmis tungumál og verða öflugri bardagakona svo auðveldara sé að ganga frá málaliðum á nýstárlega máta.Spilarar leita að fjársjóðum á fallegum stöðum.Karakterkerfi leiksins er mjög gott og þá er einnig hægt að betrumbæta öll vopnin sem Lara beitir gegn dýrum og málaliðum skuggalegra samtaka sem elta hana við hvert fótmál og leita að sama fornmuni. Þrautir leiksins eru gífurlega skemmtilegar og krefjandi, en þær mættu jafnvel vera fleiri. Með skemmtilegri atburðum leiksins eru fjársjóðsleitir sem hægt er að taka elta uppi og tengjast sögu leiksins í raun ekki. Bardagar Löru fela oftar en ekki í sér að laumast úr einu fylgsni í annað og koma óvinum að óvörum. Þó er nóg um skotbardaga í ROTTR og skotkerfi leiksins virkar einnig vel. Jafnvel of vel, þar sem oft á tíðum er ónauðsynlegt að laumupúkast og þess í stað hægt að hlaupa bara um skjótandi.Það sem er hægt að setja út á í PC útgáfunni er til dæmis það að örvatakkarnir bjóða oft á tíðum ekki upp á jafn mikla nákvæmni í hreyfingum og fjarstýringar leikjatölva. Því gerðist það tiltölulega oft að ég hoppaði fram af klettasyllum og hitti ekki á brúnir sem ég ætlaði mér að grípa í. Það sem einkennir PC útgáfu ROTTR þó sérstaklega útlitið. Grafíkin er mjög góð og með réttu tölvunum er hægt að gera hana einstaka. Spilunin er skemmtileg og þrautirnar eru krefjandi. Bardagar eru einnig skemmtilegir, svæði leiksins eru stór og stútfull af hlutum til að finna.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Protoss koma til bjargar Sautján ára saga Starcraft er komin að leiðarlokum. 6. desember 2015 10:30 Erfið en mjúk fyrstu skref Master Chief á Xbox One Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. 6. janúar 2016 11:00 Endurfæddur Nathan Drake Uncharted: The Nathan Drake Collection gerir góða leiki betri. 5. nóvember 2015 10:00 Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30 Biðin eftir góðum handboltaleik heldur áfram Framleiðendurnir Handball 16 fá þó aukastig fyrir viðleitnina, en markaðurinn fyrir handboltaleiki er væntanlega ekki beysinn. Íslenskir leikmenn eru á sínum stað. 25. janúar 2016 15:30 Jólunum vel varið í kjarnorkuauðn Boston Fallout 4 er án efa einn af tölvuleikjum ársins. 19. nóvember 2015 10:00 Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00 Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30 Frískað upp á slappa seríu Assassins Creed Syndicate er níundi leikurinn í seríunni og flytur hana að nýjum hæðum. 12. nóvember 2015 10:00 Leikirnir sem beðið er eftir Óhætt er að segja að árið lofi góðu og eru margir efnilegir leikir á leiðinni. 15. janúar 2016 08:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Erfið en mjúk fyrstu skref Master Chief á Xbox One Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. 6. janúar 2016 11:00
Endurfæddur Nathan Drake Uncharted: The Nathan Drake Collection gerir góða leiki betri. 5. nóvember 2015 10:00
Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30
Biðin eftir góðum handboltaleik heldur áfram Framleiðendurnir Handball 16 fá þó aukastig fyrir viðleitnina, en markaðurinn fyrir handboltaleiki er væntanlega ekki beysinn. Íslenskir leikmenn eru á sínum stað. 25. janúar 2016 15:30
Jólunum vel varið í kjarnorkuauðn Boston Fallout 4 er án efa einn af tölvuleikjum ársins. 19. nóvember 2015 10:00
Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00
Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30
Frískað upp á slappa seríu Assassins Creed Syndicate er níundi leikurinn í seríunni og flytur hana að nýjum hæðum. 12. nóvember 2015 10:00
Leikirnir sem beðið er eftir Óhætt er að segja að árið lofi góðu og eru margir efnilegir leikir á leiðinni. 15. janúar 2016 08:45