Erlent

Zika vírusinn fannst í Texas

Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Sá sem um ræðir hafði ekki ferðast til smitsvæðanna en maki hans hafði nýverið komið heim frá Venesúela. Alvarlegustu áhrif veirunnar eru þau að barnshafandi konur fæða vansköpuð börn með svokölluð dverghöfuð. Þá hafa tvö tilfelli einnig komið upp í Ástralíu en þar var um fólk að ræða sem var nýkomið frá Karabíska hafinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×