Seigt í því gamla stjórnarmaðurinn skrifar 3. febrúar 2016 09:15 Reglulega heyrast dómsdagsspár um að hefðbundnir miðlar líði undir lok. Þetta hefur heyrst um allt í senn sjónvarp, prentaðar bækur, dagblöð og tímarit. Hér á landi hefur umræða sem þessi verið áberandi í tengslum við innreið Netflix á markaðinn. Málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt. Raunar eru ýmis merki um að „gömlu“ miðlarnir séu mun lífseigari en halda mætti af umræðunni. Þannig er það staðreynd að sala á prentuðum bókum í Bretlandi er í talsverðri sókn (sala barnabóka jókst t.d. um 11% milli ára) á meðan sala rafbóka hefur dregist nokkuð saman. Einnig er það staðreynd að lestur tímarita hefur haldið velli og gott betur með tilkomu internetsins. Sala tímarita í heiminum jókst um 7% milli áranna 2014 og 2015. Ýmis hraustleikamerki er líka að finna í sjónvarpsbransanum. Sky PLC, rekstrarfélag Sky-sjónvarpsrisans í Bretlandi, sem nú rekur einnig miðla undir sama nafni í Þýskalandi og á Ítalíu, heldur áfram að ganga vel. Á síðari hluta síðasta árs námu tekjur félagsins tæplega 1.100 milljörðum og hagnaðurinn tæpum 150 milljörðum íslenskra króna. Það sem meira er, þá vann félagið tæplega 340 þúsund nýja áskrifendur. Um er að ræða mestu fjölgun áskrifenda í ríflega tíu ár. Það er því fátt sem bendir til þess að rekstrarmódel Sky, sem er fyrirmynd flestra evrópskra sjónvarpsfyrirtækja, sé á barmi þess að verða úrelt. Netflix var einnig að birta tölur fyrir síðasta ársfjórðung, en þjónusta félagsins er nú í boði nánast alls staðar í heiminum. Náttúrulega var því mikill vöxtur í áskriftum á fjórðungnum. Tekjur félagsins námu um 236 milljörðum króna. Þrátt fyrir það var hagnaðurinn félagsins aðeins um 5,5 milljarðar króna. Ekki mikið af þessum gríðarlega tekjustofni. Hvað framtíðina varðar er erfitt að sjá hvaðan frekari tekjuvöxtur á að koma, enda allur heimurinn nú undir. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 110x EBIDTA í Kauphöllinni í New York, meðan Sky er metið á rétt ríflega 10x EBIDTA í London. Önnur hefðbundin sjónvarpsfyrirtæki eru svo gjarnan með enn lægri margfaldara. Meira að segja forstjóri Netflix hefur látið hafa eftir sér að félagið sé ofmetið af fjárfestum. Netflix hefur enn ekki tekist að gera arðbært félag úr öllum sínum tekjum. Sky og önnur hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki hafa hins vegar áratugareynslu af því. Sennilegt er að fjárfestar átti sig á þessu með tímanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Reglulega heyrast dómsdagsspár um að hefðbundnir miðlar líði undir lok. Þetta hefur heyrst um allt í senn sjónvarp, prentaðar bækur, dagblöð og tímarit. Hér á landi hefur umræða sem þessi verið áberandi í tengslum við innreið Netflix á markaðinn. Málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt. Raunar eru ýmis merki um að „gömlu“ miðlarnir séu mun lífseigari en halda mætti af umræðunni. Þannig er það staðreynd að sala á prentuðum bókum í Bretlandi er í talsverðri sókn (sala barnabóka jókst t.d. um 11% milli ára) á meðan sala rafbóka hefur dregist nokkuð saman. Einnig er það staðreynd að lestur tímarita hefur haldið velli og gott betur með tilkomu internetsins. Sala tímarita í heiminum jókst um 7% milli áranna 2014 og 2015. Ýmis hraustleikamerki er líka að finna í sjónvarpsbransanum. Sky PLC, rekstrarfélag Sky-sjónvarpsrisans í Bretlandi, sem nú rekur einnig miðla undir sama nafni í Þýskalandi og á Ítalíu, heldur áfram að ganga vel. Á síðari hluta síðasta árs námu tekjur félagsins tæplega 1.100 milljörðum og hagnaðurinn tæpum 150 milljörðum íslenskra króna. Það sem meira er, þá vann félagið tæplega 340 þúsund nýja áskrifendur. Um er að ræða mestu fjölgun áskrifenda í ríflega tíu ár. Það er því fátt sem bendir til þess að rekstrarmódel Sky, sem er fyrirmynd flestra evrópskra sjónvarpsfyrirtækja, sé á barmi þess að verða úrelt. Netflix var einnig að birta tölur fyrir síðasta ársfjórðung, en þjónusta félagsins er nú í boði nánast alls staðar í heiminum. Náttúrulega var því mikill vöxtur í áskriftum á fjórðungnum. Tekjur félagsins námu um 236 milljörðum króna. Þrátt fyrir það var hagnaðurinn félagsins aðeins um 5,5 milljarðar króna. Ekki mikið af þessum gríðarlega tekjustofni. Hvað framtíðina varðar er erfitt að sjá hvaðan frekari tekjuvöxtur á að koma, enda allur heimurinn nú undir. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 110x EBIDTA í Kauphöllinni í New York, meðan Sky er metið á rétt ríflega 10x EBIDTA í London. Önnur hefðbundin sjónvarpsfyrirtæki eru svo gjarnan með enn lægri margfaldara. Meira að segja forstjóri Netflix hefur látið hafa eftir sér að félagið sé ofmetið af fjárfestum. Netflix hefur enn ekki tekist að gera arðbært félag úr öllum sínum tekjum. Sky og önnur hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki hafa hins vegar áratugareynslu af því. Sennilegt er að fjárfestar átti sig á þessu með tímanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira