Snedeker stóð uppi sem sigurvegari í rokinu á Torrey Pines 2. febrúar 2016 16:30 Snedeker hafi enn meiri ástæðu til að brosa en í gær en venjulega. Getty Bandaríkjamaðurinn brosmildi, Brandt Snedeker, sigraði á Farmers Insurance mótinu sem kláraðist í gær, einum degi á eftir áætlun. Snedeker lék hringina fjóra á Torrey Pines á sex höggum undir pari, einu betur en Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi sem rétt missti 10 metra pútt á lokaholunni til að jafna við Snedeker. Lykillinn að sigrinum var klárlega lokahringurinn hjá Snedeker sem fór fram í ógeðslegu roki og rigningu, en hann var einn af þeim kylfingum sem kláraði leik á sunnudaginn og sá eini sem tókst að leika lokahringinn undir pari. Það gátu þó ekki allir klárað á sunnudaginn og því þurfti Snedeker að fylgjast með í gær,, mánudag, en skor hans hélt og áttundi sigur hans á PGA-mótaröðinni var því staðreynd. Snedeker lyfti því bikarnum án þess að þurfa að slá högg á lokadeginum, en meðalskorið á lokahringnum var 78 högg, sem er það hæsta á PGA-mótaröðinni í mörg ár. Í vikunni hefjast svo tvö sterk mót, Waste Management meistaramótið á PGA-mótaröðinni og Omega Desert Classic á Evrópumótaröðinni, en þar er Rory McIlroy meðal þátttakenda. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn brosmildi, Brandt Snedeker, sigraði á Farmers Insurance mótinu sem kláraðist í gær, einum degi á eftir áætlun. Snedeker lék hringina fjóra á Torrey Pines á sex höggum undir pari, einu betur en Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi sem rétt missti 10 metra pútt á lokaholunni til að jafna við Snedeker. Lykillinn að sigrinum var klárlega lokahringurinn hjá Snedeker sem fór fram í ógeðslegu roki og rigningu, en hann var einn af þeim kylfingum sem kláraði leik á sunnudaginn og sá eini sem tókst að leika lokahringinn undir pari. Það gátu þó ekki allir klárað á sunnudaginn og því þurfti Snedeker að fylgjast með í gær,, mánudag, en skor hans hélt og áttundi sigur hans á PGA-mótaröðinni var því staðreynd. Snedeker lyfti því bikarnum án þess að þurfa að slá högg á lokadeginum, en meðalskorið á lokahringnum var 78 högg, sem er það hæsta á PGA-mótaröðinni í mörg ár. Í vikunni hefjast svo tvö sterk mót, Waste Management meistaramótið á PGA-mótaröðinni og Omega Desert Classic á Evrópumótaröðinni, en þar er Rory McIlroy meðal þátttakenda.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira