Tók aldrei mark á svartsýnisröddum Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2016 10:47 Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði. Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði.
Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24
WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28