Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction.
Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.
Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017.