Þá verður Sigmundur að opna B5 og ekkert vesen Magnús Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2016 12:00 Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíó Paradís þar sem Stockfish fer fram næstu daga. Visir/Ernir Stockfish er nú haldin í annað sinn undir þessu nafni til heiðurs skreiðinni, elstu útflutningsvöru Íslendinga,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Stockfish-kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í Bíói Paradís í dag. „Hátíðin byggir gömlum grunni Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík sem var fyrst haldin 1978 og þetta er hátíð kvikmyndagerðarmanna þar sem öll fagfélög í kvikmyndagerð koma að hátíðinni. Við erum þar af leiðandi með mjög skemmtilega stjórn sem er skipuð fulltrúum þessara fagfélaga. Við erum til að mynda með kvikmyndagerðarmenn sem hafa verið áberandi eins og Friðrik Þór en svo er Sjón líka í stjórninni fyrir hönd rithöfunda, fulltrúi frá framleiðendum, leikurum, konum í kvikmyndagerð, kvikmyndatökustjórum og þannig mætti áfram telja. Með þessu myndast skemmtileg stemning og ólík sýn á hverjum við bjóðum og hvernig við getum hjálpað íslenskum kvikmyndagerðarmönnum að mynda ný tengsl í kvikmyndagerð. Tengslin eru ákaflega mikilvægur þáttur í kvikmyndagerðinni og við erum því að leitast við að færa þekkingu og tækifæri hingað heim. En Stockfish er líka áhorfendahátíð þannig að það er ókeypis á viðburðina og fagsamkomurnar á vegum hátíðarinnar og allir velkomnir. Sérstaða hátíðarinnar felst í þessari tengslamyndun og því að við erum með þrjátíu handvaldar kvikmyndir á dagskrá. Þetta er í raun hátíð sem er smá í sniðum en hún ætlar sér líka að vera smá í sniðum til þess að fólk hafi tækifæri til þess að ná utan um það sem hátíðin hefur að bjóða.“Bandaríska myndin The Diary of a Teenage Girl er opnunarmynd Stockfish í ár.Eddan og Óskarinn Stockfish var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári þar sem einnig var unnið með sama grunnmarkmið og Ása segir að þau hafi vissulega orðið vör við að hátíðin hafi skilað árangri. „Það var ýmislegt sem gerðist í fyrra en eðli kvikmyndagerðar er að hún tekur langan tíma og það er ekki mitt hlutverk að segja frá slíkri tengslamyndun. Málið er að hlutirnir gerast oft hægt en við tókum eftir því að innlendir kvikmyndagerðarmenn voru mjög ánægðir og það var okkar markmið. Við tengdum hátíðina í fyrra við Edduna með tímasetningunni og við gerum það aftur í ár. Reyndar verður þetta með aðeins öðru sniði í ár en við erum meðal annars að kynna íslensk verk í vinnslu fyrir erlendum fagaðilum þannig að þetta fólk geti séð allt það sem er í gangi hérna heima. Svo er líka gaman að því að Óskarinn er líka 28. febrúar sem er bæði lokadagur Stockfish og Eddan er líka þá um kvöldið. Þannig að þetta verður rosalegur dagur sem endar vonandi á því að einn af gestum okkar, Jóhann Jóhannsson sem er tilnefndur til Óskarsverðlauna, vinni Óskarinn. Þá verður partí og Sigmundur verður að gjöra svo vel og opna B5 fyrir íslensku kvikmyndagerðarfólki og hafa opið alla vikuna,“ segir Ása og skemmtir sér við tilhugsunina.Listrænt og aðgengilegt„Okkar markmið er að vera með fjölbreyttar myndir og rjómann af því sem er í gangi hverju sinni. Við erum bæði með mjög listrænar myndir en líka afar aðgengilegar myndir eins og til að mynda opnunarmyndina sem er bandarísk og heitir The Diary of a Teenage Girl. Mynd sem nær afar vel til áhorfenda og við opnum hátíðina með því að taka á móti Söru Gunnarsdóttur teiknara sem er búin að koma sér vel fyrir í bandarískri kvikmyndagerð. Hún er með þann hluta myndarinnar sem er teiknaður og það er mjög flott hjá henni. Það er fullt af Íslendingum að gera góða hluti í kvikmyndagerð úti í heimi og við leitumst við að bjóða þessu fólki heim og kynna hvað það er að gera.“„Það er líka gaman að segja frá því að við erum með fullt af viðburðum og í því samhengi langar mig til þess að nefna að á laugardaginn verða pallborðsumræður um kvikmyndir og sjónvarp. Þar verða á meðal þátttakenda Jóhann Jóhannsson, Hilmar Örn, Ólafur Arnalds og Biggi Hilmars, allir hoknir af reynslu í þessu. Þarna verður fjallað um samstarf tónskálda við leikstjóra og framleiðendur. Þetta er sérstaklega áhugavert af því að nú erum við tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmynd og við erum nú ekki tilnefnd til Óskarsins á hverju ári.“ Þrjátíu kvikmyndir og fjöldi viðburða er ansi mikið að komast yfir á tíu dögum, jafnvel fyrir allra duglegustu og afkastamestu áhorfendur og því tók Ása það að sér að nefna fjórar frábærar myndir sem hún vill hvetja fólk sérstaklega til þess að leitast við að ná í þessari atrennu. „Ungverska myndin Son of Saul eftir leikstjórann László Nemes er á meðal þeirra mynda sem eru tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár og við erum reyndar með fleiri tilnefndar myndir á hátíðinni í ár. En í þessu tilviki tókst okkur að fá leikmyndahönnuðinn til þess að koma til okkar og vera á meðal gesta. Þetta er mögnuð mynd um helförina og það eru margir sem spá þessari mynd sigri í ár.“„The Witch frá Bandaríkjunum er frábær kvikmynd eftir leikstjórann Robert Eggers sem er upprunalega leikmynda- og búningahönnuður. Hann er að frumsýna þessa mynd í Bandaríkjunum þessa dagana og hefur því miður ekki tíma til að koma en ætlar að vera með okkur í spurt og svarað á Skype sem verður mjög forvitnilegt.“„Svo langar mig til þess að nefna að Reykjavík Short&Docs verður hluti af Stockfish í ár og við erum með nokkrar vel valdar heimildarmyndir og stuttmyndir. Sérstaklega langar mig til þess að nefna myndina The Look of Silence eftir Joshua Oppenheimer sem gerði The Act of Killing sem er talin hafa brotið blað í heimildarmyndagerð í heiminum. Þessi nýjasta mynd hans er í raun sjálfstætt framhald þeirrar myndir og það er gaman að segja frá því að hún er líka tilnefnd til Óskarsverðlauna svo aftur grípum við til tækninnar og hann ætlar líka að vera með okkur á Skype.“„En svo langar mig að lokum að nefna þýsku myndina Victoria eftir Sebastian Schipper. Þessi mynd er gríðarlega forvitnileg og ekki síst fyrir þær sakir að hún er tekin í einni töku. Kvikmyndatökumaðurinn, Sturla Brandth Grøvlen, verður gestur hátíðarinnar og ætlar að taka þátt í spurt og svarað í tengslum við sýningu myndarinnar. En hann er okkur ekki alveg ókunnugur því hann var tökumaður Hrúta. Að auki er hann núna að vinna í öðru íslensku verkefni þannig að hann hefur svona ákveðna tengingu hingað. en við höfum aldrei séð annað eins og að sjá þessa mynd halda í einni töku. Það er ótrúlegt kvikmyndalegt afrek. Þetta er líka aðgengileg, spennandi og skemmtileg mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“ Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stockfish er nú haldin í annað sinn undir þessu nafni til heiðurs skreiðinni, elstu útflutningsvöru Íslendinga,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Stockfish-kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í Bíói Paradís í dag. „Hátíðin byggir gömlum grunni Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík sem var fyrst haldin 1978 og þetta er hátíð kvikmyndagerðarmanna þar sem öll fagfélög í kvikmyndagerð koma að hátíðinni. Við erum þar af leiðandi með mjög skemmtilega stjórn sem er skipuð fulltrúum þessara fagfélaga. Við erum til að mynda með kvikmyndagerðarmenn sem hafa verið áberandi eins og Friðrik Þór en svo er Sjón líka í stjórninni fyrir hönd rithöfunda, fulltrúi frá framleiðendum, leikurum, konum í kvikmyndagerð, kvikmyndatökustjórum og þannig mætti áfram telja. Með þessu myndast skemmtileg stemning og ólík sýn á hverjum við bjóðum og hvernig við getum hjálpað íslenskum kvikmyndagerðarmönnum að mynda ný tengsl í kvikmyndagerð. Tengslin eru ákaflega mikilvægur þáttur í kvikmyndagerðinni og við erum því að leitast við að færa þekkingu og tækifæri hingað heim. En Stockfish er líka áhorfendahátíð þannig að það er ókeypis á viðburðina og fagsamkomurnar á vegum hátíðarinnar og allir velkomnir. Sérstaða hátíðarinnar felst í þessari tengslamyndun og því að við erum með þrjátíu handvaldar kvikmyndir á dagskrá. Þetta er í raun hátíð sem er smá í sniðum en hún ætlar sér líka að vera smá í sniðum til þess að fólk hafi tækifæri til þess að ná utan um það sem hátíðin hefur að bjóða.“Bandaríska myndin The Diary of a Teenage Girl er opnunarmynd Stockfish í ár.Eddan og Óskarinn Stockfish var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári þar sem einnig var unnið með sama grunnmarkmið og Ása segir að þau hafi vissulega orðið vör við að hátíðin hafi skilað árangri. „Það var ýmislegt sem gerðist í fyrra en eðli kvikmyndagerðar er að hún tekur langan tíma og það er ekki mitt hlutverk að segja frá slíkri tengslamyndun. Málið er að hlutirnir gerast oft hægt en við tókum eftir því að innlendir kvikmyndagerðarmenn voru mjög ánægðir og það var okkar markmið. Við tengdum hátíðina í fyrra við Edduna með tímasetningunni og við gerum það aftur í ár. Reyndar verður þetta með aðeins öðru sniði í ár en við erum meðal annars að kynna íslensk verk í vinnslu fyrir erlendum fagaðilum þannig að þetta fólk geti séð allt það sem er í gangi hérna heima. Svo er líka gaman að því að Óskarinn er líka 28. febrúar sem er bæði lokadagur Stockfish og Eddan er líka þá um kvöldið. Þannig að þetta verður rosalegur dagur sem endar vonandi á því að einn af gestum okkar, Jóhann Jóhannsson sem er tilnefndur til Óskarsverðlauna, vinni Óskarinn. Þá verður partí og Sigmundur verður að gjöra svo vel og opna B5 fyrir íslensku kvikmyndagerðarfólki og hafa opið alla vikuna,“ segir Ása og skemmtir sér við tilhugsunina.Listrænt og aðgengilegt„Okkar markmið er að vera með fjölbreyttar myndir og rjómann af því sem er í gangi hverju sinni. Við erum bæði með mjög listrænar myndir en líka afar aðgengilegar myndir eins og til að mynda opnunarmyndina sem er bandarísk og heitir The Diary of a Teenage Girl. Mynd sem nær afar vel til áhorfenda og við opnum hátíðina með því að taka á móti Söru Gunnarsdóttur teiknara sem er búin að koma sér vel fyrir í bandarískri kvikmyndagerð. Hún er með þann hluta myndarinnar sem er teiknaður og það er mjög flott hjá henni. Það er fullt af Íslendingum að gera góða hluti í kvikmyndagerð úti í heimi og við leitumst við að bjóða þessu fólki heim og kynna hvað það er að gera.“„Það er líka gaman að segja frá því að við erum með fullt af viðburðum og í því samhengi langar mig til þess að nefna að á laugardaginn verða pallborðsumræður um kvikmyndir og sjónvarp. Þar verða á meðal þátttakenda Jóhann Jóhannsson, Hilmar Örn, Ólafur Arnalds og Biggi Hilmars, allir hoknir af reynslu í þessu. Þarna verður fjallað um samstarf tónskálda við leikstjóra og framleiðendur. Þetta er sérstaklega áhugavert af því að nú erum við tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmynd og við erum nú ekki tilnefnd til Óskarsins á hverju ári.“ Þrjátíu kvikmyndir og fjöldi viðburða er ansi mikið að komast yfir á tíu dögum, jafnvel fyrir allra duglegustu og afkastamestu áhorfendur og því tók Ása það að sér að nefna fjórar frábærar myndir sem hún vill hvetja fólk sérstaklega til þess að leitast við að ná í þessari atrennu. „Ungverska myndin Son of Saul eftir leikstjórann László Nemes er á meðal þeirra mynda sem eru tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár og við erum reyndar með fleiri tilnefndar myndir á hátíðinni í ár. En í þessu tilviki tókst okkur að fá leikmyndahönnuðinn til þess að koma til okkar og vera á meðal gesta. Þetta er mögnuð mynd um helförina og það eru margir sem spá þessari mynd sigri í ár.“„The Witch frá Bandaríkjunum er frábær kvikmynd eftir leikstjórann Robert Eggers sem er upprunalega leikmynda- og búningahönnuður. Hann er að frumsýna þessa mynd í Bandaríkjunum þessa dagana og hefur því miður ekki tíma til að koma en ætlar að vera með okkur í spurt og svarað á Skype sem verður mjög forvitnilegt.“„Svo langar mig til þess að nefna að Reykjavík Short&Docs verður hluti af Stockfish í ár og við erum með nokkrar vel valdar heimildarmyndir og stuttmyndir. Sérstaklega langar mig til þess að nefna myndina The Look of Silence eftir Joshua Oppenheimer sem gerði The Act of Killing sem er talin hafa brotið blað í heimildarmyndagerð í heiminum. Þessi nýjasta mynd hans er í raun sjálfstætt framhald þeirrar myndir og það er gaman að segja frá því að hún er líka tilnefnd til Óskarsverðlauna svo aftur grípum við til tækninnar og hann ætlar líka að vera með okkur á Skype.“„En svo langar mig að lokum að nefna þýsku myndina Victoria eftir Sebastian Schipper. Þessi mynd er gríðarlega forvitnileg og ekki síst fyrir þær sakir að hún er tekin í einni töku. Kvikmyndatökumaðurinn, Sturla Brandth Grøvlen, verður gestur hátíðarinnar og ætlar að taka þátt í spurt og svarað í tengslum við sýningu myndarinnar. En hann er okkur ekki alveg ókunnugur því hann var tökumaður Hrúta. Að auki er hann núna að vinna í öðru íslensku verkefni þannig að hann hefur svona ákveðna tengingu hingað. en við höfum aldrei séð annað eins og að sjá þessa mynd halda í einni töku. Það er ótrúlegt kvikmyndalegt afrek. Þetta er líka aðgengileg, spennandi og skemmtileg mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira