Conor: Held áfram þar til ég er kominn með öll beltin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2016 10:30 Conor McGregor var heimsóttur í SGB-æfingasalinn í Dublin í gær þar sem Severe MMA tók áhugavert viðtal við hann. McGregor fer að leggja í hann til Las Vegas þar sem hann mun keppa um heimsmeistaratitilinn í léttvigt gegn Rafael dos Anjos. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt. „Ég er að velja þá bardaga sem ég vil og gera það sem ég vil. Þegar maður rakar inn 400 milljónum dollara fyrir fyrirtækið tvö kvöld í röð þá getur maður gert það sem maður vill. Mitt líf er orðið þannig að ég geri nákvæmlega það sem ég vil gera,“ segir Conor en það fer í taugarnar á mörgum hversu mikil völd hann virðist hafa hjá UFC. Þessi völd koma þó ekki á óvart enda er hann gullkálfur sambandsins. Conor hefur verið tíðrætt um aumingjaskap annarra bardagamanna í UFC upp á síðkastið og nýtir hvert tækifæri til þess að bauna á aðra. „Ég hef unnið fyrir þessu með mikilli vinnu og fórnum. Hvert sem ég lít í kringum mig í UFC þá sé ég menn þykjast vera að skila einhverri vinnu. Ég legg á mig alvöru vinnu og þess vegna er ég með fullkomna stjórn á þessum leik.“ Þar sem Írinn er að fara upp um einn þyngdarflokk þá þarf hann ekki að leggja á sig mikinn niðurskurð líkt og venjulega. Ef honum tekst að vinna Dos Anjos er þegar byrjað að tala um að hann fari upp í þriðja þyngdarflokkinn og keppi um beltið þar á UFC 200 næsta sumar. Sá flokkur er veltivigtin sem Gunnar Nelson keppir í. „Af hverju ekki að fara upp um fleiri þyngdarflokk? Þar eru menn hægari og stífari. Ég mun halda áfram þar til ég er kominn með öll beltin. Þú sást mig með Fjallinu sem er risastór gaur. Ég pakkaði honum saman þannig að ég get vel farið alla leið,“ segir Írinn sem augljóslega útilokar ekki að fara alla leið upp í þungavigtina. „Það eru aumingjar út um allt í þessari íþrótt. Ég er hér til að berjast og vinna öll beltin. Svo læt ég mig hverfa.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan en þar talar Conor um margt fleira.UFC 196 fer fram þann 5. mars næstkomandi og verður í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor ætlar sér beltið í léttvigtinni þegar hann mætir Rafael dos Anjos í byrjun mars. 5. febrúar 2016 12:00 Conor rífst við þungavigtarmeistarann Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. 8. febrúar 2016 23:15 „Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“ Þjálfari Rafael dos Anjos telur Íslandsvininn Conor McGregor ekkert hafa að gera í sinn mann í léttvigtinni. 17. febrúar 2016 17:11 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Conor McGregor var heimsóttur í SGB-æfingasalinn í Dublin í gær þar sem Severe MMA tók áhugavert viðtal við hann. McGregor fer að leggja í hann til Las Vegas þar sem hann mun keppa um heimsmeistaratitilinn í léttvigt gegn Rafael dos Anjos. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt. „Ég er að velja þá bardaga sem ég vil og gera það sem ég vil. Þegar maður rakar inn 400 milljónum dollara fyrir fyrirtækið tvö kvöld í röð þá getur maður gert það sem maður vill. Mitt líf er orðið þannig að ég geri nákvæmlega það sem ég vil gera,“ segir Conor en það fer í taugarnar á mörgum hversu mikil völd hann virðist hafa hjá UFC. Þessi völd koma þó ekki á óvart enda er hann gullkálfur sambandsins. Conor hefur verið tíðrætt um aumingjaskap annarra bardagamanna í UFC upp á síðkastið og nýtir hvert tækifæri til þess að bauna á aðra. „Ég hef unnið fyrir þessu með mikilli vinnu og fórnum. Hvert sem ég lít í kringum mig í UFC þá sé ég menn þykjast vera að skila einhverri vinnu. Ég legg á mig alvöru vinnu og þess vegna er ég með fullkomna stjórn á þessum leik.“ Þar sem Írinn er að fara upp um einn þyngdarflokk þá þarf hann ekki að leggja á sig mikinn niðurskurð líkt og venjulega. Ef honum tekst að vinna Dos Anjos er þegar byrjað að tala um að hann fari upp í þriðja þyngdarflokkinn og keppi um beltið þar á UFC 200 næsta sumar. Sá flokkur er veltivigtin sem Gunnar Nelson keppir í. „Af hverju ekki að fara upp um fleiri þyngdarflokk? Þar eru menn hægari og stífari. Ég mun halda áfram þar til ég er kominn með öll beltin. Þú sást mig með Fjallinu sem er risastór gaur. Ég pakkaði honum saman þannig að ég get vel farið alla leið,“ segir Írinn sem augljóslega útilokar ekki að fara alla leið upp í þungavigtina. „Það eru aumingjar út um allt í þessari íþrótt. Ég er hér til að berjast og vinna öll beltin. Svo læt ég mig hverfa.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan en þar talar Conor um margt fleira.UFC 196 fer fram þann 5. mars næstkomandi og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor ætlar sér beltið í léttvigtinni þegar hann mætir Rafael dos Anjos í byrjun mars. 5. febrúar 2016 12:00 Conor rífst við þungavigtarmeistarann Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. 8. febrúar 2016 23:15 „Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“ Þjálfari Rafael dos Anjos telur Íslandsvininn Conor McGregor ekkert hafa að gera í sinn mann í léttvigtinni. 17. febrúar 2016 17:11 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor ætlar sér beltið í léttvigtinni þegar hann mætir Rafael dos Anjos í byrjun mars. 5. febrúar 2016 12:00
Conor rífst við þungavigtarmeistarann Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. 8. febrúar 2016 23:15
„Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“ Þjálfari Rafael dos Anjos telur Íslandsvininn Conor McGregor ekkert hafa að gera í sinn mann í léttvigtinni. 17. febrúar 2016 17:11
Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30