Snarky Puppy heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 08:00 Hljómsveitin Snarky Puppy er skipuð miklum þungavigtarmönnum og vann Grammy-verðlaun á dögunum. mynd/getty Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is. Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is.
Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira