Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2016 15:47 „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. Vísir/Pjetur Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14. Flóttamenn Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14.
Flóttamenn Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira