Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 70-77 | Fjórði sigur Hauka í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 17. febrúar 2016 22:00 Finnur Atli Magnússon var stigahæstur Hauka í kvöld og hér fagnar hann innilega. vísir/anton brink Haukar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 70-77, í Ásgarði í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Haukar virtust vera búnir að landa sigrinum en þeir leiddu með sex stigum, 57-63, þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. En Stjörnumenn voru ekki dauðir úr öllum æðum og leiddir áfram af Tómasi Heiðari Tómassyni skoruðu þeir átta stig í röð og náðu forystunni, 65-63, þegar hálf mínúta var eftir. Skot Emils Barja geigaði að loknu leikhléi Hauka sem neyddust til að senda Tómas Heiðar á vítalínuna. Hann hitti úr fyrra vítinu en brenndi af því seinna og Haukar fengu tækifæri til að jafna. Boltinn var í höndunum á yngsta manninum á vellinum, Kára Jónssyni, sem átti að taka lokaskotið. Tómas Heiðar spilaði nær fullkomna vörn á Kára en þessi 18 ára frábæri leikmaður fann einhvern veginn smá pláss til að láta skotið ríða af. Og það söng í netinu; þrjár sekúndur á klukkunni og staðan 66-66. Al'lonzo Coleman reyndi síðasta skot venjulegs leiktíma sem geigaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndust Haukarnir sterkari. Coleman skoraði reyndar fyrstu stig framlengingarinnar en Haukar svöruðu með 11-0 kafla og gengu þar með frá leiknum. Vörn gestanna var frábær og Stjörnumenn áttu engin svör við henni. Lokatölur 70-77, Haukum í vil. Frábær sigur hjá Haukunum, þrátt fyrir að fá ekkert framlag frá Bandaríkjamanninum Brandon Mobley. Hann skoraði aðeins tvö stig og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. Á móti kemur að Justin Shouse gat ekki leikið með Stjörnunni í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Þór í síðustu umferð og þá var Marvin Valdimarsson ekki 100% klár.Kári tryggði Haukum framlengingu með magnaðri körfu.vísir/antonSóknarleikur beggja liða var gríðarlega stirður í 1. leikhluta en til marks um það hittu þau aðeins úr samtals 10 af 39 skotum sínum utan af velli. Magnús Bjarki Guðmundsson kom inn í byrjunarlið Stjörnunnar fyrir Justin og það var greinilegt að dagsskipun Hauka var að láta reyna á strákinn. Emil sótti grimmt á Magnús í upphafi leiks en hitti ekki neitt en aðeins eitt af sex skotum hans fór ofan í í 1. leikhluta. Magnús stóð fyrir sínu í vörninni og setti auk þess niður tvo þrista í fyrri hálfleik. Haukur Óskarsson var sprækastur Haukamanna í sókninni en hann skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. Mobley náði sér hins vegar engan veginn á strik en hann skoraði ekki stig í fyrri hálfleik og tók aðeins eitt frákast. Tómas Þórður Hilmarsson spilaði hörkuvörn á Mobley sem lenti í villuvandræðum í 2. leikhluta. Landi Mobleys í Stjörnuliðinu, Coleman, var sveiflukenndur í fyrri hálfleik. Kristinn Marinósson fékk það verkefni að dekka Coleman eftir að hann kom inn á og fórst það vel úr hendi framan af. En um miðjan 2. leikhluta var eins og einhver hefði kveikt á rofa á Coleman. Hann fór að ná sér í betri stöður undir körfunni og skoraði níu af síðustu 11 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. En á meðan Coleman bæði heitur og kaldur þá voru skytturnar úr Grafarvoginum, Tómas Heiðar og Arnþór Freyr Guðmundsson, bara kaldar en þeir félagar brenndu af öllum 11 skotum sínum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það var skotnýting Stjörnunnar mun betri en Hauka (39%-24%). Haukar voru hins vegar duglegir að koma sér á línuna en þeir skoruðu 10 stig úr vítum í fyrri hálfleik. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik en liðin skiptust alls 16 sinnum á forystunni í kvöld. Arnþór Freyr kom Stjörnunni í 45-42 með sinni fyrstu körfu en þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu 14 stig gegn aðeins þremur og þeir leiddu með átta stigum, 48-56, að 3. leikhluta loknum. Lokakarfa leikhlutans var eftirminnileg en Haukur grýtti þá boltanum yfir endilangan völlinn og ofan í körfu Stjörnumanna. Þessi þrjú stig reyndust dýrmæt þegar uppi var staðið. Haukar voru með yfirhöndina lengst af 4. leikhluta og náðu mest níu stiga forskoti, 50-59. En sem fyrr sagði gáfust Stjörnumenn ekki upp og voru komnir í lykilstöðu til að vinna leikinn. Kári sá hins vegar til þess að það gerðist ekki og í framlengingunni var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda.Coleman skoraði 20 stig og tók 19 fráköst í liði Stjörnunnar.vísir/antonFinnur Atli Magnússon var stigahæstur í liði Hauka en hann lék sinn besta leik í rauðu treyjunni í kvöld. Finnur skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og varði fjögur skot. Haukur og Kári voru báðir með 19 stig en sá síðarnefndi gaf einnig sex stoðsendingar. Emil hitti illa en skilaði samt fínum tölum; 12 stigum, 11 fráköstum og sex stoðsendingum. Kristinn spilaði svo frábæra vörn á Coleman fyrir utan smá kafla í 2. leikhluta. Coleman var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig en 14 þeirra komu í fyrri hálfleik. Hann tók einnig 19 fráköst. Tómas Heiðar hitti illa en skoraði samt 13 stig og var góður á lokamínútum venjulegs leiktíma. Það sama má segja um Marvin sem skoraði níu stig af bekknum. Þá skilaði Ágúst Angantýsson 10 stigum og fimm fráköstum, einnig af bekknum.Tölfræði leiks:Stjarnan-Haukar 70-77 (13-14, 22-18, 13-24, 18-10, 4-11)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 20/19 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 10/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 6/8 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.Haukar: Finnur Atli Magnússon 20/13 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 19/5 fráköst, Kári Jónsson 19/6 stoðsendingar, Emil Barja 12/11 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 3/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Brandon Mobley 2/6 fráköst.Hrafn var ekki sáttur með hversu sjaldan Coleman fór á vítalínuna.vísir/antonHrafn: Stórkostlega gaman að Coleman uppskeri svona fyrir að fara á körfuna í hvert einasta skipti Þrátt fyrir tap fyrir Haukum í Ásgarði í kvöld var Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, ánægður með framlag sinna manna. "Ég er stoltur af strákunum. Við vissum að þetta yrði kannski svolítið þungt sóknarlega," sagði Hrafn en Justin Shouse lék ekki með Stjörnunni í kvöld vegna meiðsla. "Við ákváðum að leggja allt í sölurnar í vörninni og mér fannst við gera það. Við spiluðum frábæra vörn allan leikinn. Við höfðum alltaf trú á þessu og héldum áfram að berjast og vorum nánast komnir með þennan leik. "Tómas Heiðar (Tómasson) spilaði frábæra vörn á Kára undir lokin en hann setti bara örlítið betra skot niður. Við hefðum þurft að taka þetta í venjulegum leiktíma því áttum ekki nóg eftir fyrir framlenginguna." Það vantaði ekki einungis Justin í lið Stjörnunnar heldur spilaði Marvin Valdimarsson mun meira en áætlað var og þá er Tómas Heiðar veikur þrátt fyrir að hann hafi reynt að leyna því að sögn Hrafns. "Við lentum í pínu erfiðleikum en mér fannst við vinna okkur frábærlega í gegnum það. Og þegar uppi er staðið hentu þeir boltanum einu sinni yfir allan völlinn og ofan í og hittu úr kraftaverkaskoti í lokin. Við héldum þetta ekki alveg út," sagði Hrafn sem vonast til að endurheimta Justin í næstu viku. Þjálfarinn furðaði sig á því hversu sjaldan Al'lonzo Coleman fór á vítalínuna í kvöld en hann tók aðeins fjögur vítaskot þrátt fyrir að spila allar 45 mínúturnar í leiknum. "Planið var að fara svolítið í gegnum Kanann hjá okkur í kvöld. Hann spilaði 45 mínútur og var með boltann nánast allan leikinn og það skilaði sér í persónulegu meti hjá honum; hann skaut heilum fjórum vítum. Það er helmingsbæting frá því í síðustu leikjum," sagði Hrafn. "Það er stórkostlega gaman að hann uppskeri svona fyrir að fara á körfuna í hvert einasta skipti," sagði þjálfarinn að lokum.Ívar og strákarnir hans hafa unnið fjóra leiki í röð.vísir/antonÍvar: Stórkostlegt skot hjá Kára Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum kátur eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld en hans menn hafa nú unnið fjóra leiki í röð. "Þetta var ótrúlegur leikur og mikil barátta. Þetta er í annað sinn eftir áramót sem við lendum í svona miklum baráttuleik," sagði Ívar eftir leik. "Við lentum líka í því gegn Tindastóli. Þetta eru svona úrslitakeppnisleikir þar sem varnirnar eru gríðarlega sterkar og það er ekkert gefið eftir. Þannig að ég er stoltur af liðinu." Haukar leiddu með sex stigum, 57-63, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. En eftir níu Stjörnustig í röð voru Hafnfirðingar komnir með bakið upp við vegg. Kári Jónsson sá svo til þess að leikurinn færi í framlengingu þegar hann setti niður ótrúlega þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru eftir. "Sem betur fer var Kári lítill í þessu tilfelli. Hann fór eiginlega undir handarkrikann á Tómasi (Heiðari Tómassyni) og setti þetta niður. Þetta var stórkostlegt skot hjá Kára. Um leið og hann var búinn að losa boltann vissi hann að boltinn færi ofan í," sagði Ívar um skotið hjá Kára. Þjálfarinn hrósaði einnig Kristni Marinóssyni fyrir varnarleik hans á Al'lonzo Coleman. "Vörnin okkar var frábær. Kiddi spilaði stórkostlega vörn á Coleman. Hann var í honum allan leikinn, út um allan völl og hann var frábær í þessum leik líkt og Finnur (Atli Magnússon). Haukar fengu ekkert framlag frá Brandon Mobley í kvöld og Ívar var skiljanlega óhress með hans frammistöðu. "Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því við vorum að spila án útlendings í þessum leik. Það var mínus framlag frá honum í dag," sagði Ívar um Mobley sem fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. "Hann lét þá æsa sig og hann þarf bara að læra. Það þarf að fara aðeins yfir málin með honum. Þeir voru skynsamir, ýttu honum og hann æstist fyrir litlar sakir."[Bein lýsing]Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Haukar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 70-77, í Ásgarði í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Haukar virtust vera búnir að landa sigrinum en þeir leiddu með sex stigum, 57-63, þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. En Stjörnumenn voru ekki dauðir úr öllum æðum og leiddir áfram af Tómasi Heiðari Tómassyni skoruðu þeir átta stig í röð og náðu forystunni, 65-63, þegar hálf mínúta var eftir. Skot Emils Barja geigaði að loknu leikhléi Hauka sem neyddust til að senda Tómas Heiðar á vítalínuna. Hann hitti úr fyrra vítinu en brenndi af því seinna og Haukar fengu tækifæri til að jafna. Boltinn var í höndunum á yngsta manninum á vellinum, Kára Jónssyni, sem átti að taka lokaskotið. Tómas Heiðar spilaði nær fullkomna vörn á Kára en þessi 18 ára frábæri leikmaður fann einhvern veginn smá pláss til að láta skotið ríða af. Og það söng í netinu; þrjár sekúndur á klukkunni og staðan 66-66. Al'lonzo Coleman reyndi síðasta skot venjulegs leiktíma sem geigaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndust Haukarnir sterkari. Coleman skoraði reyndar fyrstu stig framlengingarinnar en Haukar svöruðu með 11-0 kafla og gengu þar með frá leiknum. Vörn gestanna var frábær og Stjörnumenn áttu engin svör við henni. Lokatölur 70-77, Haukum í vil. Frábær sigur hjá Haukunum, þrátt fyrir að fá ekkert framlag frá Bandaríkjamanninum Brandon Mobley. Hann skoraði aðeins tvö stig og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. Á móti kemur að Justin Shouse gat ekki leikið með Stjörnunni í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Þór í síðustu umferð og þá var Marvin Valdimarsson ekki 100% klár.Kári tryggði Haukum framlengingu með magnaðri körfu.vísir/antonSóknarleikur beggja liða var gríðarlega stirður í 1. leikhluta en til marks um það hittu þau aðeins úr samtals 10 af 39 skotum sínum utan af velli. Magnús Bjarki Guðmundsson kom inn í byrjunarlið Stjörnunnar fyrir Justin og það var greinilegt að dagsskipun Hauka var að láta reyna á strákinn. Emil sótti grimmt á Magnús í upphafi leiks en hitti ekki neitt en aðeins eitt af sex skotum hans fór ofan í í 1. leikhluta. Magnús stóð fyrir sínu í vörninni og setti auk þess niður tvo þrista í fyrri hálfleik. Haukur Óskarsson var sprækastur Haukamanna í sókninni en hann skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. Mobley náði sér hins vegar engan veginn á strik en hann skoraði ekki stig í fyrri hálfleik og tók aðeins eitt frákast. Tómas Þórður Hilmarsson spilaði hörkuvörn á Mobley sem lenti í villuvandræðum í 2. leikhluta. Landi Mobleys í Stjörnuliðinu, Coleman, var sveiflukenndur í fyrri hálfleik. Kristinn Marinósson fékk það verkefni að dekka Coleman eftir að hann kom inn á og fórst það vel úr hendi framan af. En um miðjan 2. leikhluta var eins og einhver hefði kveikt á rofa á Coleman. Hann fór að ná sér í betri stöður undir körfunni og skoraði níu af síðustu 11 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. En á meðan Coleman bæði heitur og kaldur þá voru skytturnar úr Grafarvoginum, Tómas Heiðar og Arnþór Freyr Guðmundsson, bara kaldar en þeir félagar brenndu af öllum 11 skotum sínum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það var skotnýting Stjörnunnar mun betri en Hauka (39%-24%). Haukar voru hins vegar duglegir að koma sér á línuna en þeir skoruðu 10 stig úr vítum í fyrri hálfleik. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik en liðin skiptust alls 16 sinnum á forystunni í kvöld. Arnþór Freyr kom Stjörnunni í 45-42 með sinni fyrstu körfu en þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu 14 stig gegn aðeins þremur og þeir leiddu með átta stigum, 48-56, að 3. leikhluta loknum. Lokakarfa leikhlutans var eftirminnileg en Haukur grýtti þá boltanum yfir endilangan völlinn og ofan í körfu Stjörnumanna. Þessi þrjú stig reyndust dýrmæt þegar uppi var staðið. Haukar voru með yfirhöndina lengst af 4. leikhluta og náðu mest níu stiga forskoti, 50-59. En sem fyrr sagði gáfust Stjörnumenn ekki upp og voru komnir í lykilstöðu til að vinna leikinn. Kári sá hins vegar til þess að það gerðist ekki og í framlengingunni var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda.Coleman skoraði 20 stig og tók 19 fráköst í liði Stjörnunnar.vísir/antonFinnur Atli Magnússon var stigahæstur í liði Hauka en hann lék sinn besta leik í rauðu treyjunni í kvöld. Finnur skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og varði fjögur skot. Haukur og Kári voru báðir með 19 stig en sá síðarnefndi gaf einnig sex stoðsendingar. Emil hitti illa en skilaði samt fínum tölum; 12 stigum, 11 fráköstum og sex stoðsendingum. Kristinn spilaði svo frábæra vörn á Coleman fyrir utan smá kafla í 2. leikhluta. Coleman var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig en 14 þeirra komu í fyrri hálfleik. Hann tók einnig 19 fráköst. Tómas Heiðar hitti illa en skoraði samt 13 stig og var góður á lokamínútum venjulegs leiktíma. Það sama má segja um Marvin sem skoraði níu stig af bekknum. Þá skilaði Ágúst Angantýsson 10 stigum og fimm fráköstum, einnig af bekknum.Tölfræði leiks:Stjarnan-Haukar 70-77 (13-14, 22-18, 13-24, 18-10, 4-11)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 20/19 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 10/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 6/8 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.Haukar: Finnur Atli Magnússon 20/13 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 19/5 fráköst, Kári Jónsson 19/6 stoðsendingar, Emil Barja 12/11 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 3/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Brandon Mobley 2/6 fráköst.Hrafn var ekki sáttur með hversu sjaldan Coleman fór á vítalínuna.vísir/antonHrafn: Stórkostlega gaman að Coleman uppskeri svona fyrir að fara á körfuna í hvert einasta skipti Þrátt fyrir tap fyrir Haukum í Ásgarði í kvöld var Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, ánægður með framlag sinna manna. "Ég er stoltur af strákunum. Við vissum að þetta yrði kannski svolítið þungt sóknarlega," sagði Hrafn en Justin Shouse lék ekki með Stjörnunni í kvöld vegna meiðsla. "Við ákváðum að leggja allt í sölurnar í vörninni og mér fannst við gera það. Við spiluðum frábæra vörn allan leikinn. Við höfðum alltaf trú á þessu og héldum áfram að berjast og vorum nánast komnir með þennan leik. "Tómas Heiðar (Tómasson) spilaði frábæra vörn á Kára undir lokin en hann setti bara örlítið betra skot niður. Við hefðum þurft að taka þetta í venjulegum leiktíma því áttum ekki nóg eftir fyrir framlenginguna." Það vantaði ekki einungis Justin í lið Stjörnunnar heldur spilaði Marvin Valdimarsson mun meira en áætlað var og þá er Tómas Heiðar veikur þrátt fyrir að hann hafi reynt að leyna því að sögn Hrafns. "Við lentum í pínu erfiðleikum en mér fannst við vinna okkur frábærlega í gegnum það. Og þegar uppi er staðið hentu þeir boltanum einu sinni yfir allan völlinn og ofan í og hittu úr kraftaverkaskoti í lokin. Við héldum þetta ekki alveg út," sagði Hrafn sem vonast til að endurheimta Justin í næstu viku. Þjálfarinn furðaði sig á því hversu sjaldan Al'lonzo Coleman fór á vítalínuna í kvöld en hann tók aðeins fjögur vítaskot þrátt fyrir að spila allar 45 mínúturnar í leiknum. "Planið var að fara svolítið í gegnum Kanann hjá okkur í kvöld. Hann spilaði 45 mínútur og var með boltann nánast allan leikinn og það skilaði sér í persónulegu meti hjá honum; hann skaut heilum fjórum vítum. Það er helmingsbæting frá því í síðustu leikjum," sagði Hrafn. "Það er stórkostlega gaman að hann uppskeri svona fyrir að fara á körfuna í hvert einasta skipti," sagði þjálfarinn að lokum.Ívar og strákarnir hans hafa unnið fjóra leiki í röð.vísir/antonÍvar: Stórkostlegt skot hjá Kára Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum kátur eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld en hans menn hafa nú unnið fjóra leiki í röð. "Þetta var ótrúlegur leikur og mikil barátta. Þetta er í annað sinn eftir áramót sem við lendum í svona miklum baráttuleik," sagði Ívar eftir leik. "Við lentum líka í því gegn Tindastóli. Þetta eru svona úrslitakeppnisleikir þar sem varnirnar eru gríðarlega sterkar og það er ekkert gefið eftir. Þannig að ég er stoltur af liðinu." Haukar leiddu með sex stigum, 57-63, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. En eftir níu Stjörnustig í röð voru Hafnfirðingar komnir með bakið upp við vegg. Kári Jónsson sá svo til þess að leikurinn færi í framlengingu þegar hann setti niður ótrúlega þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru eftir. "Sem betur fer var Kári lítill í þessu tilfelli. Hann fór eiginlega undir handarkrikann á Tómasi (Heiðari Tómassyni) og setti þetta niður. Þetta var stórkostlegt skot hjá Kára. Um leið og hann var búinn að losa boltann vissi hann að boltinn færi ofan í," sagði Ívar um skotið hjá Kára. Þjálfarinn hrósaði einnig Kristni Marinóssyni fyrir varnarleik hans á Al'lonzo Coleman. "Vörnin okkar var frábær. Kiddi spilaði stórkostlega vörn á Coleman. Hann var í honum allan leikinn, út um allan völl og hann var frábær í þessum leik líkt og Finnur (Atli Magnússon). Haukar fengu ekkert framlag frá Brandon Mobley í kvöld og Ívar var skiljanlega óhress með hans frammistöðu. "Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því við vorum að spila án útlendings í þessum leik. Það var mínus framlag frá honum í dag," sagði Ívar um Mobley sem fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. "Hann lét þá æsa sig og hann þarf bara að læra. Það þarf að fara aðeins yfir málin með honum. Þeir voru skynsamir, ýttu honum og hann æstist fyrir litlar sakir."[Bein lýsing]Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira