Byrjum á að mynda þríhyrning í salnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 11:00 Hanna Dóra í góðum félagsskap þeirra Kjartans, Ármanns og Sigurðar Ingva sem mynda Chalumeaux-tríóið. Mynd/Úr einkasafni Á hádegistónleikum Chalumeaux-tríósins og Hönnu Dóru Sturludóttur messósóprans í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag verður frumflutt verk eftir Jónas Tómasson tónskáld. „Ég tel mig geta sagt að efnisskráin sé áhugaverð og skemmtileg,“ segir Ármann Helgason, einn þeirra sem mynda Chalumeaux-tríóið. Hinir eru Kjartan Óskarsson og Sigurður Ingvi Snorrason. „Við þremenningarnir byrjum á að mynda þríhyrning í salnum meðan við flytjum Mörsug, verkið hans Hjálmars H. Ragnarssonar, og sameinumst svo á sviðinu þar sem Hanna Dóra bætist í hópinn,“ lýsir Ármann. Hann segir andstæður ríkja í hinu nýja tónverki Jónasar við Maríuversið Alma Redemptoris Mater, og þar verði styttri klarínetturnar notaðar. „Við erum með allar gerðir af klarínettum, heilmiklar pípulagnir,“ segir Ármann glaðlega og lofar litríkum tónum. Auk fyrrgreindra verka Ísfirðinganna Hjálmars og Jónasar flytur hópurinn verkið Trio trionfante eftir Pál P. Pálsson sem var sérstaklega samið fyrir Chalumeaux-tríóið árið 2002, einnig fjögur kóralforspil eftir Johann Sebastian Bach og Vögguvísur kattarins eftir Igor Stravinsky, verk sem byggist á þjóðlögum úr safni rússnesks þjóðlagasafnara. Það er oftast sungið á rússnesku en verður nú á þýsku. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 í dag í Hátíðasal háskólans. Enginn aðgangseyrir er að þeim og allir eru velkomnir. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Á hádegistónleikum Chalumeaux-tríósins og Hönnu Dóru Sturludóttur messósóprans í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag verður frumflutt verk eftir Jónas Tómasson tónskáld. „Ég tel mig geta sagt að efnisskráin sé áhugaverð og skemmtileg,“ segir Ármann Helgason, einn þeirra sem mynda Chalumeaux-tríóið. Hinir eru Kjartan Óskarsson og Sigurður Ingvi Snorrason. „Við þremenningarnir byrjum á að mynda þríhyrning í salnum meðan við flytjum Mörsug, verkið hans Hjálmars H. Ragnarssonar, og sameinumst svo á sviðinu þar sem Hanna Dóra bætist í hópinn,“ lýsir Ármann. Hann segir andstæður ríkja í hinu nýja tónverki Jónasar við Maríuversið Alma Redemptoris Mater, og þar verði styttri klarínetturnar notaðar. „Við erum með allar gerðir af klarínettum, heilmiklar pípulagnir,“ segir Ármann glaðlega og lofar litríkum tónum. Auk fyrrgreindra verka Ísfirðinganna Hjálmars og Jónasar flytur hópurinn verkið Trio trionfante eftir Pál P. Pálsson sem var sérstaklega samið fyrir Chalumeaux-tríóið árið 2002, einnig fjögur kóralforspil eftir Johann Sebastian Bach og Vögguvísur kattarins eftir Igor Stravinsky, verk sem byggist á þjóðlögum úr safni rússnesks þjóðlagasafnara. Það er oftast sungið á rússnesku en verður nú á þýsku. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 í dag í Hátíðasal háskólans. Enginn aðgangseyrir er að þeim og allir eru velkomnir.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira