Náttúruölflin í aðalhlutverki á Evrópumótaröð kvenna 16. febrúar 2016 20:30 Ko hafði ríka ástæðu til að brosa á lokaholunni. Getty. Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa New Zealand Open sem fram fór um helgina en mótið er það fyrsta á Evrópumótaröð kvenna á árinu. Ko er aðeins 18 ára gömul en þetta er í þriðja sinn sem hún sigrar á mótinu, sem endaði þó á mjög undarlegan hátt þar sem stór jarðskjálfti, 5.8 á richter skók svæðið á lokahringnum þar sem mótið fór fram. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem gerði kylfingum og áhorfendum lífið leitt en Ko, sem hafði eins höggs forystu fyrir lokahringinn, náði að klára á 10 undir pari og að lokum sigraði hún með tveimur höggum. Felicity Johnson frá Englandi, Nanna Madsen frá Danmörku og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu enduðu jafnar í öðru sæti á 8 undir pari en næsta mót á mótaröðinni fer fram í Ástralíu um næstu helgi. Íslenska golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár en hún komst ekki inn í mótið á Nýja-Sjálandi þar sem margar þekktar golfkonur tóku þátt. Hún mun líklega leika í sínu fyrsta móti í byrjun maí og eftir það mun hún hafa þátttökurétt á flestum mótum mótaraðarinnar það sem eftir lifir ári en spennandi verður að fylgjast með henni á þessari sterku mótaröð. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa New Zealand Open sem fram fór um helgina en mótið er það fyrsta á Evrópumótaröð kvenna á árinu. Ko er aðeins 18 ára gömul en þetta er í þriðja sinn sem hún sigrar á mótinu, sem endaði þó á mjög undarlegan hátt þar sem stór jarðskjálfti, 5.8 á richter skók svæðið á lokahringnum þar sem mótið fór fram. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem gerði kylfingum og áhorfendum lífið leitt en Ko, sem hafði eins höggs forystu fyrir lokahringinn, náði að klára á 10 undir pari og að lokum sigraði hún með tveimur höggum. Felicity Johnson frá Englandi, Nanna Madsen frá Danmörku og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu enduðu jafnar í öðru sæti á 8 undir pari en næsta mót á mótaröðinni fer fram í Ástralíu um næstu helgi. Íslenska golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár en hún komst ekki inn í mótið á Nýja-Sjálandi þar sem margar þekktar golfkonur tóku þátt. Hún mun líklega leika í sínu fyrsta móti í byrjun maí og eftir það mun hún hafa þátttökurétt á flestum mótum mótaraðarinnar það sem eftir lifir ári en spennandi verður að fylgjast með henni á þessari sterku mótaröð.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira