Bíó og sjónvarp

Rúnar Ingi fékk símtal frá HBO

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sansa Stark og Theon Greyjoy, eða Reek.
Sansa Stark og Theon Greyjoy, eða Reek. Vísir/HBO
Kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Ingi Einarsson leikstýrði nýjustu stiklunni að sjöttu seríu af sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones. Hann upplýsir á Facebook-síðu sinni að HBO hafi boðið honum að fljúga til Belfast á Norður-Írlandi þar sem tökur fóru fram.

„Það gefur að skilja að þetta var tækifæri sem ég gat ómögulega staðist,“ segir Rúnar Ingi. Stiklan var sýnd á HBO í fyrrakvöld og hafa rúmlega fimm milljónir manna horft á hana á YouTube.

Rúnar Ingi naut þess greinilega að vinna við þættina en hann segist hafa verið umkringdur fagfólki sem unnið hefur verið þáttinn undanfarin ár. Hann hefur verið afkastamikill í leikstjórn auglýsinga undanfarin misseri og var í viðtali við Shots Magazine um árið.

Stikluna má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Öryggismyndband í anda Into The Wild

Leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson leikstýrir nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir öll flug en það sýnir erlendan ferðamann á flakki um Ísland og eru öryggisatriðin teiknuð í náttúruna.

Rúnar Ingi í Shots Magazine

„Þetta er algjör snilld. Það hefur lengi verið draumur minn að komast þarna inn,“ segir auglýsingaleikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×