Vil að verkin geti staðið ein og sér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 10:00 Hluti af verki á sýningunni. Baldvin Ringsted opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri í dag klukkan 15 undir heitinu Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin. Hann útskýrir titilinn svo: Mér finnst Snarstefjun gott orð af því það er íslenskun á impróvisering en er aldrei notað. Ég veit að það vita ekki allir hvað orðið þýðir en það er bara skemmtilegt eitt og sér. Þannig eru verkin mín líka; það er alltaf eitthvað á bak við þau, saga eða meining, en ég vil líka að þau geti staðið ein og sér, bara fagurfræðilega. Annar hluti titilsins, Bárujárnsárin er vísun í költmynd frá 1988 eftir Penelope Spheeris þar sem annar hlutinn nefnist The Metal Years. Titillinn er bara íslenskaður því áður fyrr var Heawy Metal kallað bárujárnsrokk.“Listamaðurinn Baldvin Ringsted.Baldvin er með tvö málverk á sýningunni. En aðalverkið er vídeóverk þar sem hann spilar á gítar meðan þrjár konur öskra á hann. „Gítarinn spilar fullkomlega jafnhliða röddunum, í sömu tóntegundum og sama takti. Raddirnar túlka það sem maður hugsar oft um sjálfan sig; þú ert aumingi; þú átt aldrei eftir að geta þetta og annað í þeim dúr. En svo má eflaust skilja verkið á ýmsa vegu. Það er alveg velkomið.“ Sýningin stendur til 25. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Baldvin Ringsted opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri í dag klukkan 15 undir heitinu Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin. Hann útskýrir titilinn svo: Mér finnst Snarstefjun gott orð af því það er íslenskun á impróvisering en er aldrei notað. Ég veit að það vita ekki allir hvað orðið þýðir en það er bara skemmtilegt eitt og sér. Þannig eru verkin mín líka; það er alltaf eitthvað á bak við þau, saga eða meining, en ég vil líka að þau geti staðið ein og sér, bara fagurfræðilega. Annar hluti titilsins, Bárujárnsárin er vísun í költmynd frá 1988 eftir Penelope Spheeris þar sem annar hlutinn nefnist The Metal Years. Titillinn er bara íslenskaður því áður fyrr var Heawy Metal kallað bárujárnsrokk.“Listamaðurinn Baldvin Ringsted.Baldvin er með tvö málverk á sýningunni. En aðalverkið er vídeóverk þar sem hann spilar á gítar meðan þrjár konur öskra á hann. „Gítarinn spilar fullkomlega jafnhliða röddunum, í sömu tóntegundum og sama takti. Raddirnar túlka það sem maður hugsar oft um sjálfan sig; þú ert aumingi; þú átt aldrei eftir að geta þetta og annað í þeim dúr. En svo má eflaust skilja verkið á ýmsa vegu. Það er alveg velkomið.“ Sýningin stendur til 25. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira