Ljótar fregnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Ungri stúlku var neitað um skólamáltíð vegna þess að hún hafði ekki tekið þátt í áskriftarkerfi að skólamáltíðum í grunnskóla í Reykjavík í vikunni. Úr öðrum skóla heyrðist af því að nemendur í áskriftarkerfinu og hinir, sem koma með heimabúið nesti, fái ekki að sitja saman. Á yfirborðinu virðast þetta smámál, en svo er ekki þegar að er gætt. Ekki er hægt að draga aðra ályktun en að með þessu kerfi borgarinnar sé verið að mismuna nemendum að óþörfu. Ástæður fyrir því að nemendur taka ekki þátt í áskriftarkerfi að skólamáltíðum geta verið margvíslegar. Í sumum tilvikum eru foreldrar hreinlega ekki ánægðir með matinn sem er í boði, í öðrum geta þær verið efnahagslegar, stafað af sérstökum áherslum í mataræði eða verið trúarlegs eðlis. Það er engin ástæða til að draga athygli annarra nemenda að slíku með því að láta þá sem neyta matar að heiman sitja á sérstöku afmörkuðu svæði. Nógu erfitt getur verið fyrir krakka að skera sig úr fjöldanum. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst miklum áhyggjum af stöðu minnihlutahópa í breska skólakerfinu. Í því samhengi hefur hann bent á að ungir svartir karlmenn í Bretlandi eru líklegri til að lenda í fangelsi á lífsleiðinni en ljúka háskólaprófi. Hann hefur krafist þess að sjá gögn frá fremstu háskólum landsins, þar með töldum Oxford háskóla, um hvernig umsóknir fólks af minnihlutahópum séu meðhöndlaðar. Framtak Camerons er aðdáunarvert, og raunar nokkuð merkilegt miðað við hans eigin bakgrunn. Váleg tíðindi úr fangelsum og háskólum sýna líka að aðlögun að nýju samfélagi er langtímaverkefni. Því lýkur ekki með annarri kynslóð, heldur miklu síðar. Annað athyglisvert í því samhengi er að þeir sem líklegastir eru í Bretlandi til að ganga öfgaöflum, á borð við ISIS, á hönd eru gjarnan annarrar eða þriðju kynslóðar innflytjendur. Þrátt fyrir að hafa alið alla sína hunds- og kattartíð í Bretlandi finnst þessu fólki það enn ekki vera hluti af heildinni. Bretar hafa mörg hundruð ára reynslu af innflytjendum. Það höfum við Íslendingar ekki. Við eigum að líta til grannþjóðanna til að læra hvernig taka eigi á móti nýju fólki. Mistök annarra eru víti til varnaðar. Dæmin úr skólunum benda til þess að við séum að reisa girðingar að óþörfu. Viðbrögð formanns Félags skólastjórnenda eru heldur ekki traustvekjandi. Hún telur að mál sem þessi eigi ekkert erindi í fjölmiðla og séu best afgreidd í kyrrþey. Staðreyndin er hins vegar sú að skólakerfi sem neitar börnum um mat, skipar börnum sess eftir því hvað þau fá sér á matmálstímum og frábiður sér umfjöllun, er ekki líklegt til að taka umkvörtunum vel. Auðvitað eru kerfi og ferlar nauðsynleg í umfangsmiklu skólastarfi. Kerfið þarf hins vegar að vera með manneskjulegt andlit. Þar skiptir fólkið á gólfinu öllu máli. Þess vegna hefði átt að segja: „Auðvitað vina mín, fáðu þér pítsu.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 „Hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið“ Formaður Félags skólastjórnenda gagnrýnir umfjöllun um mataráskriftir grunnskólabarna. 11. febrúar 2016 17:15 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Stífar reglur vegna mataráskriftar þolraun fyrir stúlku Unglingsstúlka í Árbæjarskóla þarf að sitja ein í matmálstímum sökum reglna skólans. Hún hefur þurft að leita sér aðstoðar vegna málsins. 12. febrúar 2016 16:15 Vill að dóttir sín skipti um skóla Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. 11. febrúar 2016 19:45 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ungri stúlku var neitað um skólamáltíð vegna þess að hún hafði ekki tekið þátt í áskriftarkerfi að skólamáltíðum í grunnskóla í Reykjavík í vikunni. Úr öðrum skóla heyrðist af því að nemendur í áskriftarkerfinu og hinir, sem koma með heimabúið nesti, fái ekki að sitja saman. Á yfirborðinu virðast þetta smámál, en svo er ekki þegar að er gætt. Ekki er hægt að draga aðra ályktun en að með þessu kerfi borgarinnar sé verið að mismuna nemendum að óþörfu. Ástæður fyrir því að nemendur taka ekki þátt í áskriftarkerfi að skólamáltíðum geta verið margvíslegar. Í sumum tilvikum eru foreldrar hreinlega ekki ánægðir með matinn sem er í boði, í öðrum geta þær verið efnahagslegar, stafað af sérstökum áherslum í mataræði eða verið trúarlegs eðlis. Það er engin ástæða til að draga athygli annarra nemenda að slíku með því að láta þá sem neyta matar að heiman sitja á sérstöku afmörkuðu svæði. Nógu erfitt getur verið fyrir krakka að skera sig úr fjöldanum. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst miklum áhyggjum af stöðu minnihlutahópa í breska skólakerfinu. Í því samhengi hefur hann bent á að ungir svartir karlmenn í Bretlandi eru líklegri til að lenda í fangelsi á lífsleiðinni en ljúka háskólaprófi. Hann hefur krafist þess að sjá gögn frá fremstu háskólum landsins, þar með töldum Oxford háskóla, um hvernig umsóknir fólks af minnihlutahópum séu meðhöndlaðar. Framtak Camerons er aðdáunarvert, og raunar nokkuð merkilegt miðað við hans eigin bakgrunn. Váleg tíðindi úr fangelsum og háskólum sýna líka að aðlögun að nýju samfélagi er langtímaverkefni. Því lýkur ekki með annarri kynslóð, heldur miklu síðar. Annað athyglisvert í því samhengi er að þeir sem líklegastir eru í Bretlandi til að ganga öfgaöflum, á borð við ISIS, á hönd eru gjarnan annarrar eða þriðju kynslóðar innflytjendur. Þrátt fyrir að hafa alið alla sína hunds- og kattartíð í Bretlandi finnst þessu fólki það enn ekki vera hluti af heildinni. Bretar hafa mörg hundruð ára reynslu af innflytjendum. Það höfum við Íslendingar ekki. Við eigum að líta til grannþjóðanna til að læra hvernig taka eigi á móti nýju fólki. Mistök annarra eru víti til varnaðar. Dæmin úr skólunum benda til þess að við séum að reisa girðingar að óþörfu. Viðbrögð formanns Félags skólastjórnenda eru heldur ekki traustvekjandi. Hún telur að mál sem þessi eigi ekkert erindi í fjölmiðla og séu best afgreidd í kyrrþey. Staðreyndin er hins vegar sú að skólakerfi sem neitar börnum um mat, skipar börnum sess eftir því hvað þau fá sér á matmálstímum og frábiður sér umfjöllun, er ekki líklegt til að taka umkvörtunum vel. Auðvitað eru kerfi og ferlar nauðsynleg í umfangsmiklu skólastarfi. Kerfið þarf hins vegar að vera með manneskjulegt andlit. Þar skiptir fólkið á gólfinu öllu máli. Þess vegna hefði átt að segja: „Auðvitað vina mín, fáðu þér pítsu.“
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
„Hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið“ Formaður Félags skólastjórnenda gagnrýnir umfjöllun um mataráskriftir grunnskólabarna. 11. febrúar 2016 17:15
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Stífar reglur vegna mataráskriftar þolraun fyrir stúlku Unglingsstúlka í Árbæjarskóla þarf að sitja ein í matmálstímum sökum reglna skólans. Hún hefur þurft að leita sér aðstoðar vegna málsins. 12. febrúar 2016 16:15
Vill að dóttir sín skipti um skóla Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. 11. febrúar 2016 19:45
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun