Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2016 19:30 Brynjar Þór Björnsson lyftir bikarnum í Höllinni í dag. vísir/hanna KR varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta í ellefta sinn í sögu félagsins þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn, 95-79, í úrslitaleik í Laugardalshöll. Frá árinu 1991 var KR búið að fara sex sinnum í Höllina og tapa fimm sinnum, síðast fyrir Stjörnunni á ótrúlegan hátt í fyrra. Þessi skipti því miklu máli fyrir KR-inga og ekki síst Helga Má Magnússon sem var viðloðinn fjögur bikartöp þeirra svarthvítu. Helgi var staðráðinn í að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og fór fyrir sínum mönnum með 26 stigum og sex fráköstum. Þessi mikli höfðingi og leiðtogi í KR-liðinu leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og flytur til Washington með konu sinni. Þetta var því hans síðasti séns og Helgi spilaði þannig. Það var svo við hæfi að Helgi var valinn besti maður leiksins eða MVP.Björn Kristjánsson kom sterkur inn undir lokin og skoraði níu stig.vísir/hannaFyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, en Þórsarar voru yfir, 40-39, eftir fyrri hálfleikinn. KR komst einu sinni í sex stig forskot en Þórsarar, vel studdir af öllum Þorlákshafnarbæ sem mætti í Höllina, unnu sig til baka inn í leikinn. Vance Hall fór fyrir Þórsliðinu og skoraði 34 stig og tók sex fráköst, en hann þurfti að hafa fyrir stigunum. Hann og Ragnar Nathanaelsson voru bestu menn Þórs. Þó risinn Ragnar skoraði "aðeins" fimm stig tók hann 19 fráköst á 22 og hálfri mínútu. Hann var virkilega öflugur í teignum og breytti mörgum ákvörðunm KR-liðsins. Ragnar villaði út snemma í fjórða leikhluta sem fór illa með Þórsara, en Þorlákshafnarliðið var mjög ósátt við sumar ákvarðanir dómaranna. Tvær af villunum sem Ragnar fékk voru eiginlega út úr korti.Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, með bikarinn í dag.vísir/hannaKR sýndi mátt sinn og megin í seinni hálfleik. Liðið vann þriðja leikhlutann, 24-14, og þann fjórða, 32-25. Varnarleikur KR-liðsins var virkilega flottur en þegar leikurinn var í raun búinn var Þórsliðið aðeins búið að skora um 70 stig. Michael Craion (17 stig, 13 fráköst), Ægir Þor Steinsson (15 stig, 6 stoðsendingar) áttu líka góðan dag, en Craion lék algjörlega lausum hala eftir að Ragnar var farinn út af og gat ekki varið körfu Þórsliðsins. KR vissi að ef það spilaði sinn leik, sem það gerði í seinni hálfleik, getur ekkert lið á landinu snert það. Þórsarar gerðu afskaplega heiðarlega tilraun og hver veit hvað hefði gerst ef Ragnar stóri hefði hangið inn á. Það er bara ekki spurt að ef og hefði í bikarúrslitum. Þar er bara einn sigurvegari og í dag var það KR. Bikarmeistari í ellefta sinn.Helgi Már Magnússon var MVP í dag.vísir/HannaHelgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var manna kátastur að loknum bikarúrslitaleik KR og Þórs í dag sem KR vann, 95-79. Helgi hefur á glæstum ferli aldrei unnið bikarinn og var því hungraður í dag. Helgi spilaði líka þannig. Hann skoraði 26 stig og var kjörinn maður leiksins eftir sigurinn í sínum síðasta bikarúrslitaleik. Hann leggur skóna á hilluna í lok tímabils og flytur til Washington með konu sinni. "Ég var mjög gíraður en svo fékk ég víti til að koma mér í gang og þá slaknaði aðeins á mér. Svo fékk ég bara fullt af tækifærum til að gera hluti því Þór lagði eðlilega mikla áherslu á Mike," sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. "Þeir reyndu líka að loka á Brynjar og þessa stráka en það er ekki hægt að dekka alla með svona pressu. Því opnaðist aðeins fyrir mig og ég lét bara vaða." "Það er mikið búið að tala um hraðaupphlaupið mitt. Þvílík snerpa. Maður gerði þetta bara hægt og rólega. Ég hélt ég væri að fara að missa boltann en svo allt í einu var allt galopið þannig ég lagði boltann bara ofan í," sagði Helgi. Helgi viðurkenndi fúslega að hann þráði sigur í dag þar sem hann var kominn í Höllina í líklega síðasta sinn á ferlinum. "Það hefði verið mannskeppandi að tapa í dag og þá hefði ég verið rosalega lítill í mér. Allt í allt er þetta fimmti bikarúrslitaleikurinn minn. Ég á þrjá sem leikmaður og einn sem ungur pungur í jakkafötum á bekknum," sagði Helgi Már. "Ég hugsaði í dag að við verðum að vinna þetta og sem betur fer tókst það. Þórsararnir eru góðir og þessi Vance er svakalega góður. Þetta tókst og við erum svakalega kátir með þetta," sagði Helgi, en ætlar hann með bikarinn til Washington? "Það er ár í næsta bikarúrslitaleik þannig ég hlýt að fá að taka bikarinn með út. Maður verður að fá að sýna strákunum hann," sagði kampakátur Helgi Már Magnússon.Grétar Ingi Erlendsson skorar tvö af tíu stigum sínum í dag.vísir/HannaGrétar Ingi: Hentum þessu frá okkur Grétar Ingi Erlendsson, miðherji Þórs, var svekktur en gat þó leyft sér aðeins að brosa eftir tapið í dag þegar Vísir ræddi við hann. "KR er alltaf sterkt. Það er bara þannig. Við gerðum alltof mörg mistök sem er hættulegt á móti svona liði. Við lendum of mikið undir og komumst aldrei inn í leikinn aftur," sagði Grétar Ingi. Þórsarar kvörtuðu sáran yfir dómurunum á meðan leik stóð, en þeim fannst Ragnar Nathanaelsson til dæmis ekki fá sanngjarna meðferð. "Maður vill fá að spila fastar í svona leik en KR-ingar lentu líka í villvandræðum. Í heildina var leikurinn mjög vel dæmdur. Betra liðið vann í dag, ekkert annað er hægt að segja," sagði Grétar, en hvar tapaði Þór leiknum? "Ég hefði viljað að við gerðum færri mistök því það skilur liðin að. Við vorum að berjast mjög vel á köflum en hentum þessu frá okkur með klaufalegum mistökum sem er ófyrirgefanlegt í svona leik." Þórsliðið er ungt og efnilegt og á vonandi eftir fleiri ferðir í Höllina. "Ég er 32 ára og ég er sjö árum eldri en næsti maður. Þetta er ungt lið þannig ég treysti því að þetta lið komist í Höllina aftur," sagði Grétar sem fylgdist með Græna Drekanum og fjölmörgum stuðningsmönnum Þórs syngja í stúkunni. "Það er bara snilld að sjá þetta. Fólk áttar sig ekki á því að þetta er allur bærinn kominn til að sjá okkur. Það er frábært að fá svona stuðning," sagði Grétar Ingi Erlendsson.Finnur Freyr tolleraður í dag.vísir/hannaFinnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin tvö í úrslitum í fyrra Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr.Ægir Þór Steinarsson með boltann fyrir KR í dag.vísir/hannaÆgir Þór: Þurftum ekki að gera neitt ótrúlegt "Þetta var alveg órúlega sætt," sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður KR, við Vísi eftir sigurinn í dag. "Ég verð að hrósa Þórsliðinu fyrir að spila ótrúlega vel í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þá í seinni hálfleik." Ægir Þór skoraði 15 stig og var virkilega öflugur í vörninni sem oftar hjá KR. "Við spiluðum saman sem lið og settum stór skot ofan í. Ég gæti í heildina ekki verið stoltari af liðinu," sagði Ægir sem brosti út að eyrum þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik. En hvað gerðist í seinni hálfleik þegar KR tók völdin í leiknum? "Við fórum að einfalda hlutina og sækja á styrkleika okkar. Við héldum áfram og héldum haus og uppskárum." Mikið var talað um fjölmörg bikartöp KR í aðdraganda leiksins en leikmennirnir létu það ekkert á sig fá. "Það sem gerðist áður hefur ekkert með daginn í dag að segja. Við slípuðum okkur bara saman. Við vissum að við þyrftum ekki að gera neitt ótrúlegt heldur bara spila okkar leik. Þetta er stór leikur. Það þurfti taugar til að klára þetta og við höfðum þær," sagði Ægir. KR á svo annan stórleik í næstu viku þegar liðið mætir Keflavík í það sem verður væntanlega úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. "Þessi leikur á að hjálpa okkur þar. Við fögnum í kvöld en einbeitum okkur svo að Keflavík. Við ætlum að vinna þann leik líka, tryggja okkur efsta sætið og taka rest," sagði Ægir Þór Steinarsson.Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson fagna innilega í Höllinni.vísir/hannaVance Hall var magnaður í liði Þórs en það dugði ekki til.vísir/hannaTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta í ellefta sinn í sögu félagsins þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn, 95-79, í úrslitaleik í Laugardalshöll. Frá árinu 1991 var KR búið að fara sex sinnum í Höllina og tapa fimm sinnum, síðast fyrir Stjörnunni á ótrúlegan hátt í fyrra. Þessi skipti því miklu máli fyrir KR-inga og ekki síst Helga Má Magnússon sem var viðloðinn fjögur bikartöp þeirra svarthvítu. Helgi var staðráðinn í að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og fór fyrir sínum mönnum með 26 stigum og sex fráköstum. Þessi mikli höfðingi og leiðtogi í KR-liðinu leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og flytur til Washington með konu sinni. Þetta var því hans síðasti séns og Helgi spilaði þannig. Það var svo við hæfi að Helgi var valinn besti maður leiksins eða MVP.Björn Kristjánsson kom sterkur inn undir lokin og skoraði níu stig.vísir/hannaFyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, en Þórsarar voru yfir, 40-39, eftir fyrri hálfleikinn. KR komst einu sinni í sex stig forskot en Þórsarar, vel studdir af öllum Þorlákshafnarbæ sem mætti í Höllina, unnu sig til baka inn í leikinn. Vance Hall fór fyrir Þórsliðinu og skoraði 34 stig og tók sex fráköst, en hann þurfti að hafa fyrir stigunum. Hann og Ragnar Nathanaelsson voru bestu menn Þórs. Þó risinn Ragnar skoraði "aðeins" fimm stig tók hann 19 fráköst á 22 og hálfri mínútu. Hann var virkilega öflugur í teignum og breytti mörgum ákvörðunm KR-liðsins. Ragnar villaði út snemma í fjórða leikhluta sem fór illa með Þórsara, en Þorlákshafnarliðið var mjög ósátt við sumar ákvarðanir dómaranna. Tvær af villunum sem Ragnar fékk voru eiginlega út úr korti.Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, með bikarinn í dag.vísir/hannaKR sýndi mátt sinn og megin í seinni hálfleik. Liðið vann þriðja leikhlutann, 24-14, og þann fjórða, 32-25. Varnarleikur KR-liðsins var virkilega flottur en þegar leikurinn var í raun búinn var Þórsliðið aðeins búið að skora um 70 stig. Michael Craion (17 stig, 13 fráköst), Ægir Þor Steinsson (15 stig, 6 stoðsendingar) áttu líka góðan dag, en Craion lék algjörlega lausum hala eftir að Ragnar var farinn út af og gat ekki varið körfu Þórsliðsins. KR vissi að ef það spilaði sinn leik, sem það gerði í seinni hálfleik, getur ekkert lið á landinu snert það. Þórsarar gerðu afskaplega heiðarlega tilraun og hver veit hvað hefði gerst ef Ragnar stóri hefði hangið inn á. Það er bara ekki spurt að ef og hefði í bikarúrslitum. Þar er bara einn sigurvegari og í dag var það KR. Bikarmeistari í ellefta sinn.Helgi Már Magnússon var MVP í dag.vísir/HannaHelgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var manna kátastur að loknum bikarúrslitaleik KR og Þórs í dag sem KR vann, 95-79. Helgi hefur á glæstum ferli aldrei unnið bikarinn og var því hungraður í dag. Helgi spilaði líka þannig. Hann skoraði 26 stig og var kjörinn maður leiksins eftir sigurinn í sínum síðasta bikarúrslitaleik. Hann leggur skóna á hilluna í lok tímabils og flytur til Washington með konu sinni. "Ég var mjög gíraður en svo fékk ég víti til að koma mér í gang og þá slaknaði aðeins á mér. Svo fékk ég bara fullt af tækifærum til að gera hluti því Þór lagði eðlilega mikla áherslu á Mike," sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. "Þeir reyndu líka að loka á Brynjar og þessa stráka en það er ekki hægt að dekka alla með svona pressu. Því opnaðist aðeins fyrir mig og ég lét bara vaða." "Það er mikið búið að tala um hraðaupphlaupið mitt. Þvílík snerpa. Maður gerði þetta bara hægt og rólega. Ég hélt ég væri að fara að missa boltann en svo allt í einu var allt galopið þannig ég lagði boltann bara ofan í," sagði Helgi. Helgi viðurkenndi fúslega að hann þráði sigur í dag þar sem hann var kominn í Höllina í líklega síðasta sinn á ferlinum. "Það hefði verið mannskeppandi að tapa í dag og þá hefði ég verið rosalega lítill í mér. Allt í allt er þetta fimmti bikarúrslitaleikurinn minn. Ég á þrjá sem leikmaður og einn sem ungur pungur í jakkafötum á bekknum," sagði Helgi Már. "Ég hugsaði í dag að við verðum að vinna þetta og sem betur fer tókst það. Þórsararnir eru góðir og þessi Vance er svakalega góður. Þetta tókst og við erum svakalega kátir með þetta," sagði Helgi, en ætlar hann með bikarinn til Washington? "Það er ár í næsta bikarúrslitaleik þannig ég hlýt að fá að taka bikarinn með út. Maður verður að fá að sýna strákunum hann," sagði kampakátur Helgi Már Magnússon.Grétar Ingi Erlendsson skorar tvö af tíu stigum sínum í dag.vísir/HannaGrétar Ingi: Hentum þessu frá okkur Grétar Ingi Erlendsson, miðherji Þórs, var svekktur en gat þó leyft sér aðeins að brosa eftir tapið í dag þegar Vísir ræddi við hann. "KR er alltaf sterkt. Það er bara þannig. Við gerðum alltof mörg mistök sem er hættulegt á móti svona liði. Við lendum of mikið undir og komumst aldrei inn í leikinn aftur," sagði Grétar Ingi. Þórsarar kvörtuðu sáran yfir dómurunum á meðan leik stóð, en þeim fannst Ragnar Nathanaelsson til dæmis ekki fá sanngjarna meðferð. "Maður vill fá að spila fastar í svona leik en KR-ingar lentu líka í villvandræðum. Í heildina var leikurinn mjög vel dæmdur. Betra liðið vann í dag, ekkert annað er hægt að segja," sagði Grétar, en hvar tapaði Þór leiknum? "Ég hefði viljað að við gerðum færri mistök því það skilur liðin að. Við vorum að berjast mjög vel á köflum en hentum þessu frá okkur með klaufalegum mistökum sem er ófyrirgefanlegt í svona leik." Þórsliðið er ungt og efnilegt og á vonandi eftir fleiri ferðir í Höllina. "Ég er 32 ára og ég er sjö árum eldri en næsti maður. Þetta er ungt lið þannig ég treysti því að þetta lið komist í Höllina aftur," sagði Grétar sem fylgdist með Græna Drekanum og fjölmörgum stuðningsmönnum Þórs syngja í stúkunni. "Það er bara snilld að sjá þetta. Fólk áttar sig ekki á því að þetta er allur bærinn kominn til að sjá okkur. Það er frábært að fá svona stuðning," sagði Grétar Ingi Erlendsson.Finnur Freyr tolleraður í dag.vísir/hannaFinnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin tvö í úrslitum í fyrra Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr.Ægir Þór Steinarsson með boltann fyrir KR í dag.vísir/hannaÆgir Þór: Þurftum ekki að gera neitt ótrúlegt "Þetta var alveg órúlega sætt," sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður KR, við Vísi eftir sigurinn í dag. "Ég verð að hrósa Þórsliðinu fyrir að spila ótrúlega vel í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þá í seinni hálfleik." Ægir Þór skoraði 15 stig og var virkilega öflugur í vörninni sem oftar hjá KR. "Við spiluðum saman sem lið og settum stór skot ofan í. Ég gæti í heildina ekki verið stoltari af liðinu," sagði Ægir sem brosti út að eyrum þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik. En hvað gerðist í seinni hálfleik þegar KR tók völdin í leiknum? "Við fórum að einfalda hlutina og sækja á styrkleika okkar. Við héldum áfram og héldum haus og uppskárum." Mikið var talað um fjölmörg bikartöp KR í aðdraganda leiksins en leikmennirnir létu það ekkert á sig fá. "Það sem gerðist áður hefur ekkert með daginn í dag að segja. Við slípuðum okkur bara saman. Við vissum að við þyrftum ekki að gera neitt ótrúlegt heldur bara spila okkar leik. Þetta er stór leikur. Það þurfti taugar til að klára þetta og við höfðum þær," sagði Ægir. KR á svo annan stórleik í næstu viku þegar liðið mætir Keflavík í það sem verður væntanlega úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. "Þessi leikur á að hjálpa okkur þar. Við fögnum í kvöld en einbeitum okkur svo að Keflavík. Við ætlum að vinna þann leik líka, tryggja okkur efsta sætið og taka rest," sagði Ægir Þór Steinarsson.Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson fagna innilega í Höllinni.vísir/hannaVance Hall var magnaður í liði Þórs en það dugði ekki til.vísir/hannaTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum